Saka Bandaríkin um að auka spennu í Austur-Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2022 15:15 Dmitry Peskov, talsmaður forseta Rússlands, er hér til vinstri. Við hlið hans er Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, og til hægri er Vladimír Pútin, forseti. EPA/SERGEI CHIRIKOV Ráðamenn í Rússlandi segjast fylgjast náið með og hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn hafi sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna Úkraínu-krísunnar. Rússar segjast ekki ætla að gera innrás í Úkraínu en segjast geta framkvæmt ótilgreindar hernaðaraðgerðir verði ekki orðið við kröfum þeirra. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði í dag Bandaríkin um að auka spennu vegna Úkraínu, samkvæmt frétt Reuters. Rússar hafa oft sagt að spennan sé til komin vegna Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins en ekki vegna þess að Rússar hafa komið tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum. Sjá einnig: Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Rússar hafa flutt um hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Í Rússlandi er beðið eftir skriflegum svörum við kröfum þeirra. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskov að ríkisstjórn Pútíns bíði enn eftir svörum. Næstu skref í deilunni verði ekki ákveðin fyrr en þau hafi borist og búið að fara yfir þau. Eftir að svörin berast stendur til að halda annan fund milli Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. Eiga ekki von á innrás á næstu dögum Pólitískir leiðtogar Úkraínu sögðu í dag að þeir ekki eki von á innrás á næstu dögum. Þeir hafa þó sagt að ógnin sé raunveruleg. Oleksii Raznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði á þingi í dag að rússneskir hermenn hefðu ekki myndað þær fylkingar sem þeir myndu gera í aðdraganda innrásar. Fólk ætti ekki að missa svefn yfir mögulegri innrás, né pakka í töskur. Sjá einnig: Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar slegið á svipaða strengi og sagt yfirvöld hafa stjórn á ástandinu. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði í dag Bandaríkin um að auka spennu vegna Úkraínu, samkvæmt frétt Reuters. Rússar hafa oft sagt að spennan sé til komin vegna Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins en ekki vegna þess að Rússar hafa komið tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum. Sjá einnig: Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Rússar hafa flutt um hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Í Rússlandi er beðið eftir skriflegum svörum við kröfum þeirra. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskov að ríkisstjórn Pútíns bíði enn eftir svörum. Næstu skref í deilunni verði ekki ákveðin fyrr en þau hafi borist og búið að fara yfir þau. Eftir að svörin berast stendur til að halda annan fund milli Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. Eiga ekki von á innrás á næstu dögum Pólitískir leiðtogar Úkraínu sögðu í dag að þeir ekki eki von á innrás á næstu dögum. Þeir hafa þó sagt að ógnin sé raunveruleg. Oleksii Raznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði á þingi í dag að rússneskir hermenn hefðu ekki myndað þær fylkingar sem þeir myndu gera í aðdraganda innrásar. Fólk ætti ekki að missa svefn yfir mögulegri innrás, né pakka í töskur. Sjá einnig: Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar slegið á svipaða strengi og sagt yfirvöld hafa stjórn á ástandinu. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin.
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24
Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent