Inn fyrir endimörk alheimsins Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 25. janúar 2022 15:02 Heiminum hefur sennilega aldrei vegnað betur. Skrýtið að segja þetta á því sem við vonum að sé skottið á tveggja ára löngum heimsfaraldri. Faraldurinn er eins og óbærilegur ættingi sem hefur sest við miðju borðsins og í stað þess að sinna skyldum sínum og rétta sósuna snýr hann öllum samræðum upp í sjálfan sig og akkúrat þegar hann virðist ætla að þagna upphefst ræðan á ný. Þessi tvö ár af degi múrmeldýrsins hafa þó ekki breytt því að mörg ljós í heiminum eru iðagræn. Þessi mynd úr Raunvitund, tímamótariti Hans Rosling segir meira en mörg þúsund orð. Ég ætti að vita það því ég þýddi hana. Þrátt fyrir þetta gera ýmsir brestir vart við sig. Örbirgð er að aukast í fyrsta skipti í mjög langan tíma í heiminum vegna faraldursins í fátækustu ríkjum heims. Ójöfnuður, sem er frjór jarðvegur lýðskrumara og skautunar, er síst á undanhaldi. Loftslagsváin er yfir og allt um kring eins og Voldemort, í senn ógnvekjandi og ósýnileg. Undanfarna áratugi hefur mælikvarði á árangur heimsins fyrst og fremst verið hagvöxtur. Þrátt fyrir batnandi lífskjör, minni örbirgð, færri átök, meira heilbrigði, hægari fólksfjölgun og aukna menntun þá eru blikur á lofti. Ágangur okkar á jörðina, sem er uppspretta allrar okkar velsældar, er orðin ósjálfbær. Ég sé þetta á hverjum einasta degi í mínu daglega starfi. Á hverjum einasta degi undanfarin ár - líka á sunnudögum og jóladag- tekur SORPA á móti 600 tonnum af rusli til meðhöndlunar. Eins og góður vinur minn orðaði það: „Það er svona 500 tonnum meira á dag en ég hefði haldið.“ 600 tonn á dag jafngilda því að keyra smábíl fram af hengiflugi á tveggja mínútna fresti. Allan daginn, allt árið. Alltaf. Við gerum okkar besta til að koma þessum verðmætum, sem einhver framleiddi, seldi og borgaði einhvern tíma peninga fyrir, og koma þeim aftur inn í hringrásina. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingurinn af þessu rusli kemst aldrei aftur inn í hringrásina og endar í urðun. Þar liggja þessi verðmæti grafin, rotnandi og losa gríðarlegt magn af gróðurhúsalofttegundum. Við þurfum að endurskoða hvernig við mælum árangur. Það hlýtur að vera til betri leið en línulega hagkerfið með línulega vextinum og með bara eina línu neðst í ársreikningnum sem segir þér til um hvort þú stóðst þig vel eða illa í ár. Kata Raworth, hagfræðingur og höfundur bókarinnar Doughnut Economics: Seven Ways to Think Like a 21st-Century Economist, sem útleggst á íslensku sem Kleinuhringjahagfræði: Sjö aðferðir til að hugsa eins og 21. aldar hagfræðingur. Mun kleinuhringurinn bjarga okkur? á Kjarnanum. Í henni leggur Kate út frá því að blýanturinn er máttugri en hundrað ára hagfræðikenningar því í honum felst mátturinn til að teikna heiminn upp á nýtt. Og hún teiknaði hann í formi kleinuhrings. Í stað þess að horfa á eina kennitölu fyrir velgengni heimsins - hagvöxt - þá dró hún upp fjöldan allan af viðmiðum sem setja heiminum mörk, bæði út á við og inn á við. Viðmiðin utan á hringnum eins og loftslagsbreytingar, ferksvatnsnotkun, súrnun sjávar og loftmengun eru þættir sem við megum ekki ganga of langt á. Ef og þegar við gerum það stefnum við jafnvægi heims og náttúru í hættu. Inni í hringnum eru svo viðmið þar sem við þurfum að standast ákveðnar lágmarkskröfur á hnattræna vísu til að lifa nógu góðu lífi. Við þurfum öll aðgengi að nógu miklum og nærandi mat, nógu mikilli orku, félagslegum jöfnuði, húsnæði og svona mætti lengi telja. Þegar þessum þörfum er ekki mætt stefnum við velmegun, lífi og öryggi okkar minnsta bræðra og systra í hættu. Til að takast á við stórar áskoranir 21. aldarinnar þurfa hagkerfi heimsins að breytast. Ekki sé lengur hægt að treysta á ótakmarkaðan og línulegan vöxt heldur þurfi að virða þær takmarkanir sem náttúran setur okkur á sama tíma og við tryggjum að grunnþörfum allra jarðarbúa sé mætt. Því þó svo að hagvöxtur sé mikilvægt mælitæki á árangur ríkja þá er hann ekki og getur ekki verið eini mælikvarðinn. Heimurinn er flóknari en svo að ein tala sem mælir efnahagsumsvif geti sagt til um velgengni okkar eða vangetu til framtíðar á öllum sviðum. Heilbrigðu hagkerfi, segir Kate, er nefnilega ekki ætlað að vaxa heldur þrífast. Kate Raworth er ein þeirra sem halda erindi á Janúarráðstefnu Festu 2022 á fimmtudaginn 27. janúar. Auk Kate mun Johan Rockström halda þar erindi, en hann er einna helst þekktur fyrir rannsóknir á þolmörkum jarðar. Þá verður boðið upp á fjölbreyttar umræður með íslenskum aðilum. Dagskrá hefst kl 9:00, beint streymi og öllum opin, allar upplýsingar má nálgast hér. Höfundur er samskipta- og þróunarstjóri SORPU bs, sem er eitt af aðildarfélögum Festu - miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Heiminum hefur sennilega aldrei vegnað betur. Skrýtið að segja þetta á því sem við vonum að sé skottið á tveggja ára löngum heimsfaraldri. Faraldurinn er eins og óbærilegur ættingi sem hefur sest við miðju borðsins og í stað þess að sinna skyldum sínum og rétta sósuna snýr hann öllum samræðum upp í sjálfan sig og akkúrat þegar hann virðist ætla að þagna upphefst ræðan á ný. Þessi tvö ár af degi múrmeldýrsins hafa þó ekki breytt því að mörg ljós í heiminum eru iðagræn. Þessi mynd úr Raunvitund, tímamótariti Hans Rosling segir meira en mörg þúsund orð. Ég ætti að vita það því ég þýddi hana. Þrátt fyrir þetta gera ýmsir brestir vart við sig. Örbirgð er að aukast í fyrsta skipti í mjög langan tíma í heiminum vegna faraldursins í fátækustu ríkjum heims. Ójöfnuður, sem er frjór jarðvegur lýðskrumara og skautunar, er síst á undanhaldi. Loftslagsváin er yfir og allt um kring eins og Voldemort, í senn ógnvekjandi og ósýnileg. Undanfarna áratugi hefur mælikvarði á árangur heimsins fyrst og fremst verið hagvöxtur. Þrátt fyrir batnandi lífskjör, minni örbirgð, færri átök, meira heilbrigði, hægari fólksfjölgun og aukna menntun þá eru blikur á lofti. Ágangur okkar á jörðina, sem er uppspretta allrar okkar velsældar, er orðin ósjálfbær. Ég sé þetta á hverjum einasta degi í mínu daglega starfi. Á hverjum einasta degi undanfarin ár - líka á sunnudögum og jóladag- tekur SORPA á móti 600 tonnum af rusli til meðhöndlunar. Eins og góður vinur minn orðaði það: „Það er svona 500 tonnum meira á dag en ég hefði haldið.“ 600 tonn á dag jafngilda því að keyra smábíl fram af hengiflugi á tveggja mínútna fresti. Allan daginn, allt árið. Alltaf. Við gerum okkar besta til að koma þessum verðmætum, sem einhver framleiddi, seldi og borgaði einhvern tíma peninga fyrir, og koma þeim aftur inn í hringrásina. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingurinn af þessu rusli kemst aldrei aftur inn í hringrásina og endar í urðun. Þar liggja þessi verðmæti grafin, rotnandi og losa gríðarlegt magn af gróðurhúsalofttegundum. Við þurfum að endurskoða hvernig við mælum árangur. Það hlýtur að vera til betri leið en línulega hagkerfið með línulega vextinum og með bara eina línu neðst í ársreikningnum sem segir þér til um hvort þú stóðst þig vel eða illa í ár. Kata Raworth, hagfræðingur og höfundur bókarinnar Doughnut Economics: Seven Ways to Think Like a 21st-Century Economist, sem útleggst á íslensku sem Kleinuhringjahagfræði: Sjö aðferðir til að hugsa eins og 21. aldar hagfræðingur. Mun kleinuhringurinn bjarga okkur? á Kjarnanum. Í henni leggur Kate út frá því að blýanturinn er máttugri en hundrað ára hagfræðikenningar því í honum felst mátturinn til að teikna heiminn upp á nýtt. Og hún teiknaði hann í formi kleinuhrings. Í stað þess að horfa á eina kennitölu fyrir velgengni heimsins - hagvöxt - þá dró hún upp fjöldan allan af viðmiðum sem setja heiminum mörk, bæði út á við og inn á við. Viðmiðin utan á hringnum eins og loftslagsbreytingar, ferksvatnsnotkun, súrnun sjávar og loftmengun eru þættir sem við megum ekki ganga of langt á. Ef og þegar við gerum það stefnum við jafnvægi heims og náttúru í hættu. Inni í hringnum eru svo viðmið þar sem við þurfum að standast ákveðnar lágmarkskröfur á hnattræna vísu til að lifa nógu góðu lífi. Við þurfum öll aðgengi að nógu miklum og nærandi mat, nógu mikilli orku, félagslegum jöfnuði, húsnæði og svona mætti lengi telja. Þegar þessum þörfum er ekki mætt stefnum við velmegun, lífi og öryggi okkar minnsta bræðra og systra í hættu. Til að takast á við stórar áskoranir 21. aldarinnar þurfa hagkerfi heimsins að breytast. Ekki sé lengur hægt að treysta á ótakmarkaðan og línulegan vöxt heldur þurfi að virða þær takmarkanir sem náttúran setur okkur á sama tíma og við tryggjum að grunnþörfum allra jarðarbúa sé mætt. Því þó svo að hagvöxtur sé mikilvægt mælitæki á árangur ríkja þá er hann ekki og getur ekki verið eini mælikvarðinn. Heimurinn er flóknari en svo að ein tala sem mælir efnahagsumsvif geti sagt til um velgengni okkar eða vangetu til framtíðar á öllum sviðum. Heilbrigðu hagkerfi, segir Kate, er nefnilega ekki ætlað að vaxa heldur þrífast. Kate Raworth er ein þeirra sem halda erindi á Janúarráðstefnu Festu 2022 á fimmtudaginn 27. janúar. Auk Kate mun Johan Rockström halda þar erindi, en hann er einna helst þekktur fyrir rannsóknir á þolmörkum jarðar. Þá verður boðið upp á fjölbreyttar umræður með íslenskum aðilum. Dagskrá hefst kl 9:00, beint streymi og öllum opin, allar upplýsingar má nálgast hér. Höfundur er samskipta- og þróunarstjóri SORPU bs, sem er eitt af aðildarfélögum Festu - miðstöðvar um sjálfbærni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun