Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. janúar 2022 12:00 Vísir/Adelina Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. Svíar nota næst-mest á eftir Íslendingum af ávanabindandi lyfjum á Norðurlöndunum, en við notum samt 30 prósent meira heldur en þeir. Íslendingar eru langefstir þegar kemur að morfínskyldum verkjalyfjum, eða ópíóíðum, þunglyndislyfjum, róandi og örvandi lyfjum. Og hafa ber í huga að þetta eru tölur úr gagnagrunnum heilbrigðisyfirvalda sem byggja á ávísunum frá læknum, en nær ekki til ólöglega markaðarins. Banvænn kokteill Sigurður Örn Hektorsson, fíknigeðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans, segir þessa lyfjaneyslu Íslendinga ekki bara flókna, heldur stórhættulega. „Ef fólk ætlar að hafa það hugfast þegar það er að neyta þessara efna, að nota saman þessi svokölluðu bensólyf, eins og valíum eða stesólíd eða xanax eða alprasólam, með ópíóíðum. Það er dálítið banvænn kokteill, því miður.” Fjallað var um hinn nýja ópíóíðafaraldur á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás í gær. Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölda sérfræðinga um þróun faraldursins hér síðustu ár. Sumir sögðu það nokkra einföldun að tala um faraldur vegna ópíóíða eingöngu. Vandamálið væri enn stærra og flóknara og snúi að ofneyslu blandaðra lyfja. Og fjöllyfjanotkun með ávanabindandi lyfjum er alltaf að aukast. Við eigum okkur ekki kjörefni í neyslunni Sigurður Örn vann lengi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, meðal annars í fangelsum. Fíklarnir þar eiga langflestir sitt kjörefni, eins og heróín, amfetamín eða róandi. „Á Íslandi er miklu meira um blandaða neyslu, þar sem er blandað saman kókaíni, ópíóíðum, bensólyfjum, kannabis, áfengi. Það gerir meðferðina ennþá flóknari, afeitrunin er flóknari og erfiðari, og líka held ég að þetta hafi þau áhrif að fólk fellur fyrr þegar það fellur,” segir hann. Fólk byrjar ekkert ósjaldan á því að drekka áfengi. Svo kemur kókaínið, svo bensó svo ópíóíðarnir. Þetta getur verið í öllum samsetningum, en þetta er mjög sláandi. „Því efnin þín eru út um allt. Það er svo mikið framboð og hætta á því að þegar þú byrjar að nota eitt efni þá ertu farinn að nota annað efnið og svo þriðja efnið og fjórða efnið. Og það getur endað illa.” Kompás Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Svíar nota næst-mest á eftir Íslendingum af ávanabindandi lyfjum á Norðurlöndunum, en við notum samt 30 prósent meira heldur en þeir. Íslendingar eru langefstir þegar kemur að morfínskyldum verkjalyfjum, eða ópíóíðum, þunglyndislyfjum, róandi og örvandi lyfjum. Og hafa ber í huga að þetta eru tölur úr gagnagrunnum heilbrigðisyfirvalda sem byggja á ávísunum frá læknum, en nær ekki til ólöglega markaðarins. Banvænn kokteill Sigurður Örn Hektorsson, fíknigeðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans, segir þessa lyfjaneyslu Íslendinga ekki bara flókna, heldur stórhættulega. „Ef fólk ætlar að hafa það hugfast þegar það er að neyta þessara efna, að nota saman þessi svokölluðu bensólyf, eins og valíum eða stesólíd eða xanax eða alprasólam, með ópíóíðum. Það er dálítið banvænn kokteill, því miður.” Fjallað var um hinn nýja ópíóíðafaraldur á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás í gær. Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölda sérfræðinga um þróun faraldursins hér síðustu ár. Sumir sögðu það nokkra einföldun að tala um faraldur vegna ópíóíða eingöngu. Vandamálið væri enn stærra og flóknara og snúi að ofneyslu blandaðra lyfja. Og fjöllyfjanotkun með ávanabindandi lyfjum er alltaf að aukast. Við eigum okkur ekki kjörefni í neyslunni Sigurður Örn vann lengi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, meðal annars í fangelsum. Fíklarnir þar eiga langflestir sitt kjörefni, eins og heróín, amfetamín eða róandi. „Á Íslandi er miklu meira um blandaða neyslu, þar sem er blandað saman kókaíni, ópíóíðum, bensólyfjum, kannabis, áfengi. Það gerir meðferðina ennþá flóknari, afeitrunin er flóknari og erfiðari, og líka held ég að þetta hafi þau áhrif að fólk fellur fyrr þegar það fellur,” segir hann. Fólk byrjar ekkert ósjaldan á því að drekka áfengi. Svo kemur kókaínið, svo bensó svo ópíóíðarnir. Þetta getur verið í öllum samsetningum, en þetta er mjög sláandi. „Því efnin þín eru út um allt. Það er svo mikið framboð og hætta á því að þegar þú byrjar að nota eitt efni þá ertu farinn að nota annað efnið og svo þriðja efnið og fjórða efnið. Og það getur endað illa.”
Kompás Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00