Opið bréf til Ingu Sæland Sigríður Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:47 „Sæl frú Inga Sæland. Er í alvörunni ekki gerð nein krafa um að það, sem þið á Alþingi látið út úr ykkur í pontu, sé satt og rétt? Þegar þú lætur frá þér frumvarp, sem hefur áhrif á þó nokkuð marga, er þá ekki lágmarkskrafa að þið hafið kannað allar hliðar og hafið réttar upplýsingar? Ekki afbakaðar og tilhæfulausar lygar. Við skulum bara horfast í augu við það að þér er nákvæmlega sama um þessar hryssur. Þér er alveg sama þó það þurfi að slátra þeim flestum. Heldur þú að þetta séu einhverjir einnota hlutir? Ég veit hvað þær heita, hvernig þær eru á litinn, hvernig skapgerð þær hafa. Hvað varðar þig líka um það þó maður liggi andvaka á nýjársnótt með áhyggjur af merunum; hvort þær hafi ætt yfir margar girðingar eitthvað út í loftið, af því að einhverjir vanvitar telja það skyldu sína að skjóta upp flugeldum. En þér er alveg sama, því þú ert dýraníðingur. Mér er ekki sama um þessar merar, mér þykir vænt um þær og margar hafa fylgt mér í mörg ár. Ég er ekki dýraníðingur þó ég taki blóð úr þessum merum og við sem erum í þessu flest, reynum að hugsa eins vel um þær og við getum. Þú þykist líka vera talsmaður fátækra. Bændur eru flestir fátækir og nú, þegar allt hækkar í verði, þá verður enn erfiðara að búa. Við erum að framleiða matvæli og við þurfum tekjur eins og aðrir til að lifa af. Nú þegar þú ætlar að reyna að taka af okkur þennan tekjustofn, varstu þá búin finna einhverjar lausnir handa okkur? Koma einhverjar aðgerðir svo við getum haldið áfram? Nei, ég hélt ekki. Þér er nefnilega sama um fátæka bændur. Þú ert hræsnari.“ Þau orð sem hér að framan eru rituð, eru orð einhvers kollega míns í bændastétt. Ég er sammála hverju orði sem sá ókunni bréfritari skrifaði þér, Inga Sæland, því þau orð eru sönn og ég geri þau að mínum. Ég er sá sem sendi þér þetta bréf. Ég er þeir sem öfgasamtökin Animal Welfare Foundation hundeltu og njósnuðu um sumar eftir sumar. Ég er sá sem er nafngreindur í áróðursmyndbandi AWF. Ég er allir þeir sem þú hefur sakað um dýraníð. Ég er þeir karlar, þær konur og þau ungmenni sem þú níðist á með málflutningi þínum. Höfundur er bóndi og hrossasmali Arnarholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Alþingi Dýraheilbrigði Hestar Landbúnaður Flokkur fólksins Tengdar fréttir Á blóðslóð Fjölmiðlarnir, sem fara með fjórða valdið, eru komnir alvarlega út af sporinu. Undanfarið hafa þeir gerst ginningarfífl nokkurra lýðskrumara (Ingu Sæland og félaga) og öfgamanna (útlendra dýraverndarsamtaka og innlendra nettrölla). 27. desember 2021 14:00 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
„Sæl frú Inga Sæland. Er í alvörunni ekki gerð nein krafa um að það, sem þið á Alþingi látið út úr ykkur í pontu, sé satt og rétt? Þegar þú lætur frá þér frumvarp, sem hefur áhrif á þó nokkuð marga, er þá ekki lágmarkskrafa að þið hafið kannað allar hliðar og hafið réttar upplýsingar? Ekki afbakaðar og tilhæfulausar lygar. Við skulum bara horfast í augu við það að þér er nákvæmlega sama um þessar hryssur. Þér er alveg sama þó það þurfi að slátra þeim flestum. Heldur þú að þetta séu einhverjir einnota hlutir? Ég veit hvað þær heita, hvernig þær eru á litinn, hvernig skapgerð þær hafa. Hvað varðar þig líka um það þó maður liggi andvaka á nýjársnótt með áhyggjur af merunum; hvort þær hafi ætt yfir margar girðingar eitthvað út í loftið, af því að einhverjir vanvitar telja það skyldu sína að skjóta upp flugeldum. En þér er alveg sama, því þú ert dýraníðingur. Mér er ekki sama um þessar merar, mér þykir vænt um þær og margar hafa fylgt mér í mörg ár. Ég er ekki dýraníðingur þó ég taki blóð úr þessum merum og við sem erum í þessu flest, reynum að hugsa eins vel um þær og við getum. Þú þykist líka vera talsmaður fátækra. Bændur eru flestir fátækir og nú, þegar allt hækkar í verði, þá verður enn erfiðara að búa. Við erum að framleiða matvæli og við þurfum tekjur eins og aðrir til að lifa af. Nú þegar þú ætlar að reyna að taka af okkur þennan tekjustofn, varstu þá búin finna einhverjar lausnir handa okkur? Koma einhverjar aðgerðir svo við getum haldið áfram? Nei, ég hélt ekki. Þér er nefnilega sama um fátæka bændur. Þú ert hræsnari.“ Þau orð sem hér að framan eru rituð, eru orð einhvers kollega míns í bændastétt. Ég er sammála hverju orði sem sá ókunni bréfritari skrifaði þér, Inga Sæland, því þau orð eru sönn og ég geri þau að mínum. Ég er sá sem sendi þér þetta bréf. Ég er þeir sem öfgasamtökin Animal Welfare Foundation hundeltu og njósnuðu um sumar eftir sumar. Ég er sá sem er nafngreindur í áróðursmyndbandi AWF. Ég er allir þeir sem þú hefur sakað um dýraníð. Ég er þeir karlar, þær konur og þau ungmenni sem þú níðist á með málflutningi þínum. Höfundur er bóndi og hrossasmali Arnarholti.
Á blóðslóð Fjölmiðlarnir, sem fara með fjórða valdið, eru komnir alvarlega út af sporinu. Undanfarið hafa þeir gerst ginningarfífl nokkurra lýðskrumara (Ingu Sæland og félaga) og öfgamanna (útlendra dýraverndarsamtaka og innlendra nettrölla). 27. desember 2021 14:00
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar