Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 13:19 Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands. AP/Alex Brandon Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, búast við skriflegum svörum við kröfum sínum í næstu viku. Lavrov fundaði í dag með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um spennuna í tengslum við Úkraínu. Fundur ráðherranna snerist þó ekki um viðræður, samkvæmt Blinken, heldur opinská samskipti um áhyggjur og hugmyndir. Lavrov kallaði fundinn uppbyggilegan og gagnlegan. Rússar hafa komið um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu en ráðamenn þar í landi óttast að Pútín ætli að gera aðra innrás. Rússar krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa þar til í dag náð yfir þau ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Sjá einnig: „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Utanríkisráðuneyti Rússlands ítrekaði í morgun að kröfurnar ættu ekki bara við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin heldur einnig Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Rúmenar lýstu því yfir í morgun að kröfur Rússa væru algerlega óásættanlegar og sögðust tilbúnir til að taka við fleiri hermönnum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hér má sjá hluta af upphafsræðum ráðherranna frá fundinum í dag. Eftir fundinn með Blinken sagði Lavrov að hann vonaðist til þess að draga myndi úr spennu á svæðinu. Þá sagðist hann eiga von á skriflegum svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku og hélt því fram að Rússland hefði aldrei ógnað Úkraínumönnum, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Vildi sönnun þess að engin yrði innrásin Eftir fundinn sagði Blinken frá því að hann hefði beðið Lavrov um að sanna að Rússar ætluðu sér ekki að gera innrás í Úkraínu. Hann sagði Blinken hafa haldið því fram að svo væri en aðgerðir Rússa gæfu mögulega innrás til kynna. Blinken sagðist hafa gert Lavrov ljóst að Bandaríkin myndu verja rétt Úkraínumanna til að ákveða eigin framtíð. Það væri Rússa að ákveða hvaða stefnu þeir sjálfir tækju í deilunni en Bandaríkin myndu standa við bakið á Úkraínu. Þá sagðist hann vonast eftir frekari viðræðum við Rússa. Segir Rússa óttast engan Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var spurður að því í morgun hvort Rússar óttuðust Úkraínu. Þá hafði Ryabkov, samkvæmt fréttakonu CBS, farið inn í fatahengi til að reyna að komast hjá bandarískum blaðamönnum. Ryabkov svaraði spurningunni á þá leið að Rússar óttuðust engan og þar á meðal Bandaríkin og gekk á brott. NEW: @CBSNews Asked Ryabkov if Russia is intimidated by Ukraine. His response. pic.twitter.com/XFXR0smN8s— Ruffini (@EenaRuffini) January 21, 2022 Spennan í Úkraínu er sögð hafa hleypt nýrri orku í NATO og hafa umræður um mögulega aðild að bandalaginu skotið aftur upp kollinum í Svíþjóð og Finnlandi. Sjá einnig: „Rússarnir eru að sameina NATO“ Skrifstofa forseta Finnlands sagði frá því í dag að Sauli Niinistö, forseti, hefði hringt í Pútín í morgun. Meðal ananrs ræddu þeir um ástandið í Úkraínu og segir í yfirlýsingu Finna að Niinistö hafi ítrekað mikilvægi þess að halda friðinn í Evrópu. Þá sagði hann einnig að Finnar væru fullvalda þjóð og réðu einir um sína öryggisstefnu. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Rúmenía Búlgaría Finnland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Fundur ráðherranna snerist þó ekki um viðræður, samkvæmt Blinken, heldur opinská samskipti um áhyggjur og hugmyndir. Lavrov kallaði fundinn uppbyggilegan og gagnlegan. Rússar hafa komið um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu en ráðamenn þar í landi óttast að Pútín ætli að gera aðra innrás. Rússar krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa þar til í dag náð yfir þau ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Sjá einnig: „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Utanríkisráðuneyti Rússlands ítrekaði í morgun að kröfurnar ættu ekki bara við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin heldur einnig Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Rúmenar lýstu því yfir í morgun að kröfur Rússa væru algerlega óásættanlegar og sögðust tilbúnir til að taka við fleiri hermönnum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hér má sjá hluta af upphafsræðum ráðherranna frá fundinum í dag. Eftir fundinn með Blinken sagði Lavrov að hann vonaðist til þess að draga myndi úr spennu á svæðinu. Þá sagðist hann eiga von á skriflegum svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku og hélt því fram að Rússland hefði aldrei ógnað Úkraínumönnum, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Vildi sönnun þess að engin yrði innrásin Eftir fundinn sagði Blinken frá því að hann hefði beðið Lavrov um að sanna að Rússar ætluðu sér ekki að gera innrás í Úkraínu. Hann sagði Blinken hafa haldið því fram að svo væri en aðgerðir Rússa gæfu mögulega innrás til kynna. Blinken sagðist hafa gert Lavrov ljóst að Bandaríkin myndu verja rétt Úkraínumanna til að ákveða eigin framtíð. Það væri Rússa að ákveða hvaða stefnu þeir sjálfir tækju í deilunni en Bandaríkin myndu standa við bakið á Úkraínu. Þá sagðist hann vonast eftir frekari viðræðum við Rússa. Segir Rússa óttast engan Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var spurður að því í morgun hvort Rússar óttuðust Úkraínu. Þá hafði Ryabkov, samkvæmt fréttakonu CBS, farið inn í fatahengi til að reyna að komast hjá bandarískum blaðamönnum. Ryabkov svaraði spurningunni á þá leið að Rússar óttuðust engan og þar á meðal Bandaríkin og gekk á brott. NEW: @CBSNews Asked Ryabkov if Russia is intimidated by Ukraine. His response. pic.twitter.com/XFXR0smN8s— Ruffini (@EenaRuffini) January 21, 2022 Spennan í Úkraínu er sögð hafa hleypt nýrri orku í NATO og hafa umræður um mögulega aðild að bandalaginu skotið aftur upp kollinum í Svíþjóð og Finnlandi. Sjá einnig: „Rússarnir eru að sameina NATO“ Skrifstofa forseta Finnlands sagði frá því í dag að Sauli Niinistö, forseti, hefði hringt í Pútín í morgun. Meðal ananrs ræddu þeir um ástandið í Úkraínu og segir í yfirlýsingu Finna að Niinistö hafi ítrekað mikilvægi þess að halda friðinn í Evrópu. Þá sagði hann einnig að Finnar væru fullvalda þjóð og réðu einir um sína öryggisstefnu.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Rúmenía Búlgaría Finnland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira