Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2025 11:08 A25 kafbátarnir eru samkvæmt Saab fyrstu fimmtu kynslóðar kafbátar heimsins. Svíar eru með nokkra slíka í notkun og Pólverjar ætla að kaupa þrjá. Saab Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum. Enginn samningur hefur verið undirritaður enn en talið er að hann muni hljóða upp á um 2,36 milljarða evra, samkvæmt frétt pólska miðilsins TVP World. Það samsvarar um 350 milljörðum króna. TVP hefur eftir aðstoðarforsætisráðherra Póllands að vonandi verði skrifað undir samning fyrir árslok og að fyrsti kafbáturinn gæti verið kominn til Póllands árið 2030. Kafbátarnir verða að mestu smíðaðir í Svíþjóð en Svíar hafa samþykkt að gera Pólverjum kleift að þjónusta þá og fjárfesta í pólskum vopnum í framtíðinni. Kafbátarnir sem Pólverjar ætla að kaupa kallast A26 eða Blekinge-kafbátar en forsvarsmenn Saab segja þá vera fyrstu fimmtu kynslóðar kafbáta heimsins. Pólverjar ætla að nota kafbátana í staðinn fyrir einn gamlan kafbát frá tímum Sovétríkjanna sem Pólverjar nota í dag. Kafbátarnir eru nokkuð smáir (66 metrar að lengd) og eru sérstaklega hannaðir til að fara leynilega um tiltölulega grunnt Eystrasaltshafið. Hægt er að nota þá til árása með eldflaugum og tundurskeytum og til að flytja sérsveitarmenn. Þá eru þeir einnig hannaðir með vernd sæstrengja í huga og eru búnir öflugum skynjurum. Verja fúlgum fjár í hergögn og vopn Pólverjar hafa á undanförnum árum farið í mikla hernaðaruppbyggingu og hafa keypt mikið magn vopna og hergagna. Meðal annars hafa þeir keypt skriðdreka og orrustuþotur frá Bandaríkjunum og skriðdreka og stórskotaliðsvopn frá Suður-Kóreu. Til marks um þessa uppbyggingu lýstu ráðamenn í Póllandi því einnig yfir í gær að gerður hefði verið samningur við Bandaríkjamenn um að kaupa 96 AH-64E Apache herþyrlur frá Bandaríkjunum á næstu árum. Fyrstu þyrlurnar eiga að berast árið 2028 en um er að ræða stærstu pöntun af þessu tagi utan Bandaríkjanna síðan framleiðsla þessara þyrla hófst, samkvæmt frétt Reuters. Fyrr í þessum mánuði tilkynntu Pólverjar að á næsta ári myndi ríkið bjóða þeim sem vilja upp á herþjálfun. Vonast er til að hundruð þúsunda muni nýta sér þessa þjálfun en með þessu vilja Pólverjar verða sér út um varalið sem hægt væri að kalla til herþjónustu með tiltölulega lítilli þjálfun, ef í harðbakkann slær. Pólland Svíþjóð Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira
Enginn samningur hefur verið undirritaður enn en talið er að hann muni hljóða upp á um 2,36 milljarða evra, samkvæmt frétt pólska miðilsins TVP World. Það samsvarar um 350 milljörðum króna. TVP hefur eftir aðstoðarforsætisráðherra Póllands að vonandi verði skrifað undir samning fyrir árslok og að fyrsti kafbáturinn gæti verið kominn til Póllands árið 2030. Kafbátarnir verða að mestu smíðaðir í Svíþjóð en Svíar hafa samþykkt að gera Pólverjum kleift að þjónusta þá og fjárfesta í pólskum vopnum í framtíðinni. Kafbátarnir sem Pólverjar ætla að kaupa kallast A26 eða Blekinge-kafbátar en forsvarsmenn Saab segja þá vera fyrstu fimmtu kynslóðar kafbáta heimsins. Pólverjar ætla að nota kafbátana í staðinn fyrir einn gamlan kafbát frá tímum Sovétríkjanna sem Pólverjar nota í dag. Kafbátarnir eru nokkuð smáir (66 metrar að lengd) og eru sérstaklega hannaðir til að fara leynilega um tiltölulega grunnt Eystrasaltshafið. Hægt er að nota þá til árása með eldflaugum og tundurskeytum og til að flytja sérsveitarmenn. Þá eru þeir einnig hannaðir með vernd sæstrengja í huga og eru búnir öflugum skynjurum. Verja fúlgum fjár í hergögn og vopn Pólverjar hafa á undanförnum árum farið í mikla hernaðaruppbyggingu og hafa keypt mikið magn vopna og hergagna. Meðal annars hafa þeir keypt skriðdreka og orrustuþotur frá Bandaríkjunum og skriðdreka og stórskotaliðsvopn frá Suður-Kóreu. Til marks um þessa uppbyggingu lýstu ráðamenn í Póllandi því einnig yfir í gær að gerður hefði verið samningur við Bandaríkjamenn um að kaupa 96 AH-64E Apache herþyrlur frá Bandaríkjunum á næstu árum. Fyrstu þyrlurnar eiga að berast árið 2028 en um er að ræða stærstu pöntun af þessu tagi utan Bandaríkjanna síðan framleiðsla þessara þyrla hófst, samkvæmt frétt Reuters. Fyrr í þessum mánuði tilkynntu Pólverjar að á næsta ári myndi ríkið bjóða þeim sem vilja upp á herþjálfun. Vonast er til að hundruð þúsunda muni nýta sér þessa þjálfun en með þessu vilja Pólverjar verða sér út um varalið sem hægt væri að kalla til herþjónustu með tiltölulega lítilli þjálfun, ef í harðbakkann slær.
Pólland Svíþjóð Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira