Rétta ríkisfjármálastefnan Ólafur Margeirsson skrifar 17. janúar 2022 07:31 Nú þegar hert hefur verið á ráðstöfunum sem er ætlað að draga úr útbreiðslu COVID-19 hefur ríkisstjórnin bætt í efnahagsstuðninginn. Það má gera ráð fyrir að umræðan um ríkisfjármál aukist aftur í kjölfarið og raunar hefur BSRB þegar sett niður sína rauðu línu. Því er rétt að minnast þess hver markmið ríkisfjármála eiga að vera. Rétta ríkisfjármálastefnan, í tilfelli ríkissjóðs sem gefur út eigin gjaldmiðil, líkt og í tilviki Íslands, ýtir undir framleiðni hagkerfisins, minnkar skuldir ríkissjóðs í erlendri mynt, tryggir sjálfbærni náttúruauðlinda, stuðlar að háu atvinnustigi og, síðast en ekki síst, hegðar ríkisfjármálum á þann veg að þau hækki ekki verðlag. Ranga ríkisfjármálastefnan er að hafa áhyggjur af skuldum ríkissjóðs í myntinni sem hann gefur út. Raunveruleiki framkvæmdar ríkisfjármála Munum eftirfarandi: þegar ríkissjóður innir af hendi greiðslu til einstaklings eða fyrirtækis eykst peningamagn í umferð þegar einstaklingur eða fyrirtæki greiðir skatta til ríkissjóðs minnkar peningamagn í umferð allir peningar sem notaðir eru til að greiða skatta til ríkissjóðs eða kaupa nýútgefin ríkisskuldabréf koma upprunalega frá Seðlabanka Íslands. Það er rangt að skattgreiðsla eða útgáfa ríkisskuldabréfs, sem minnka peningamagn í umferð, sé eini fyrirrennari útgjalda ríkissjóðs. Sé peningamagn í fjármálakerfinu ónægt til að ríkissjóður geti fjármagnað lögbundin - þ.e. samþykkt af Alþingi - útgjöld sín mun Seðlabanki Íslands sjá til þess að umrætt peningamagn aukist svo ríkissjóður geti mætt þeim lögbundnu greiðslum sem Alþingi hefur skyldað hann til. Geri Seðlabankinn það ekki mun fjármálalegur óstöðugleiki aukast mjög og vaxtastig hækka umfram þau mörk sem Seðlabankinn sjálfur hefur ákveðið að séu hin réttu til að ná eigin markmiðum um lága verðbólgu og fjármálalegan stöðugleika. Það er því beinlínis gegn markmiðum Seðlabankans sjái hann ekki til þess að nægilegt peningamagn sé í fjármálakerfinu til að ríkissjóður geti greitt sínar lögbundnu greiðslur. Með öðrum orðum leiðir Alþingi ferlið og ákveður hver útgjöld og skattheimta ríkissjóðs skuli vera lögum samkvæmt (löggjafarvaldið), ríkissjóður (framkvæmdavaldið) og Seðlabankinn koma því næst slíkum lögbundnum greiðslum í framkvæmd. Þetta gildir þótt Seðlabankinn sé fullkomlega, og réttilega, sjálfstæður þegar kemur að ákvörðunum um vaxtastig í hagkerfinu í samræmi við markmið Seðlabankans um að halda verðbólgu í skefjum. Fjármál ríkissjóðs eru því ekki eins og fjármál heimilis eða fyrirtækis: þegar heimili borgar fyrir vöru eða þjónustu eða þegar fyrirtæki borgar laun gerist ekkert fyrir peningamagn í umferð, annað en það hreyfist til. En þegar ríkissjóður greiðir t.d. laun lækna eða kennara eykst peningamagn í umferð. Þá eru útgjöld ríkissjóðs ákveðin af Alþingi og innt af hendi í gjaldmiðli sem Seðlabanki Íslands sér til að sé nægilega mikið til af. Síðast en ekki síst: háar skuldir í íslenskri krónu geta bugað heimili eða fyrirtæki, en það mun aldrei gerast í tilfelli ríkissjóðs Íslands. Hví ætti ríkissjóður að enda í greiðsluvandræðum þegar hann eykur peningamagn í umferð í hvert skipti sem hann greiðir fyrir eitthvað? Hin raunverulegu takmörk: verðbólga Takmörkin fyrir útgjöld ríkissjóðs varða ekki greiðslugetu hans í íslenskri krónu eða hættuna á gjaldþroti ríkissjóðs. Það má aldrei gleyma því að fjármál ríkissjóðs eru ekki eins og fjármál heimilis. Takmörkin fyrir útgjöld ríkissjóðs eru tengd verðlagi. Þótt ríkissjóður hafi greiðslugetu til að kaupa það sem hann vill fyrir hvaða verð sem er, svo lengi sem verðið er rukkað í íslenskri krónu, er augljóst að það er ekki þar með sagt að hann eigi að gera það. Svall í fjármálum ríkissjóðs leiðir óhjákvæmilega til verðbólgu ef hagkerfið er ekki í stakk búið til að mæta þeirri eftirspurn sem halli á fjármálum ríkissjóðs býr til. Hvernig þróa ríkisfjármál hagkerfið – og samfélagið? Áhrif ríkisfjármála á hagkerfið eru gífurleg! Útgjöld ríkissjóðs halda uppi og auka menntun á Íslandi, viðhalda heilbrigði og bæta samgöngur svo nokkur dæmi séu nefnd. Þau minnka atvinnuleysi, draga úr fátækt og stuðla að öryggi, svo nokkur önnur séu nefnd. Framleiðslugeta hagkerfisins og vöxtur hennar er studd af og að hluta útgjöldum ríkissjóðs að þakka: fyrirtæki njóta öll góðs af góðum samgöngum, öryggi og vel menntuðu vinnuafli, sem dæmi. Skattar eru hin hliðin á fjármálum ríkissjóðs. Margir þeirra, t.d. virðisaukaskattur, hækka verðlag. Þeir draga úr vilja fyrirtækja til að fjárfesta og auka eigin framleiðslugetu sem og hagkerfisins. Þeir draga úr hvata fólks til að vinna, auka tekjur sínar og hafa í sig og á. Þeir geta aukið eftirspurn eftir einni vöru á kostnað annarrar. Markmið ríkisfjármálastefnunnar – og val kjósenda Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá efnahagslegu sjónarmiði einu, er sú sem blandar saman þeim útgjöldum og sköttum sem ýta undir framleiðni hagkerfisins. Stöðugt verðlag, og ekki skuldastaða ríkissjóðs í íslenskri krónu, á samtímis að vera eitt af efnahagsmarkmiðum ríkisfjármála. Þetta er t.d. gert með stuðningi við rannsóknir og vöruþróun háskóla og fyrirtækja, með fjárfestingum í samgöngukerfum og sí- og endurmenntun vinnuafls. Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá samfélagslegu sjónarmiði einu, er sú sem viðheldur atvinnustigi og heldur fátækt í skefjum. Hún stuðlar einnig að samfélagslegum friði, t.d. með því að vinna að vilja kjósenda um jöfnuð. Þetta er t.d. gert með stighækkandi sköttum, atvinnuframboðstryggingu og lágmarks framfærslu fólks sem getur ekki séð fyrir sér sjálft. Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá umhverfislegu sjónarmiði einu, er sú sem ýtir undir sjálfbærni hagkerfisins. Auðlindir sem eru notaðar í dag verða ekki notaðar á morgun. Ekkert hagkerfi getur staðið undir sjálfu sér og tryggt íbúum þess ótímabundna velsæld hafi það ekki auðlindir sem það getur notað til langs tíma. Fólk setur mismunandi vægi á þessi efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu markmið, sem geta hæglega stangast á. Þá eru stundum margar leiðir að sama markmiði. Lágir skattar geta haft svipuð áhrif og aukin útgjöld og sumtíðis er betra að einkageirinn eða opinberi geirinn geri það sem hinn geirinn gerir í dag – eða þeir vinni saman að sama markmiðinu. Það er pólitískt val, sem hefur efnahagslegar afleiðingar, hvaða leið er valin til að ná markmiðum fjármála ríkissjóðs. Við megum þó aldrei, óháð pólitískum sjónarmiðum um réttu leiðina að réttu markmiðunum, raska athygli okkar með órökréttum áhyggjum um skuldir ríkissjóðs í íslenskri krónu. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Margeirsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Nú þegar hert hefur verið á ráðstöfunum sem er ætlað að draga úr útbreiðslu COVID-19 hefur ríkisstjórnin bætt í efnahagsstuðninginn. Það má gera ráð fyrir að umræðan um ríkisfjármál aukist aftur í kjölfarið og raunar hefur BSRB þegar sett niður sína rauðu línu. Því er rétt að minnast þess hver markmið ríkisfjármála eiga að vera. Rétta ríkisfjármálastefnan, í tilfelli ríkissjóðs sem gefur út eigin gjaldmiðil, líkt og í tilviki Íslands, ýtir undir framleiðni hagkerfisins, minnkar skuldir ríkissjóðs í erlendri mynt, tryggir sjálfbærni náttúruauðlinda, stuðlar að háu atvinnustigi og, síðast en ekki síst, hegðar ríkisfjármálum á þann veg að þau hækki ekki verðlag. Ranga ríkisfjármálastefnan er að hafa áhyggjur af skuldum ríkissjóðs í myntinni sem hann gefur út. Raunveruleiki framkvæmdar ríkisfjármála Munum eftirfarandi: þegar ríkissjóður innir af hendi greiðslu til einstaklings eða fyrirtækis eykst peningamagn í umferð þegar einstaklingur eða fyrirtæki greiðir skatta til ríkissjóðs minnkar peningamagn í umferð allir peningar sem notaðir eru til að greiða skatta til ríkissjóðs eða kaupa nýútgefin ríkisskuldabréf koma upprunalega frá Seðlabanka Íslands. Það er rangt að skattgreiðsla eða útgáfa ríkisskuldabréfs, sem minnka peningamagn í umferð, sé eini fyrirrennari útgjalda ríkissjóðs. Sé peningamagn í fjármálakerfinu ónægt til að ríkissjóður geti fjármagnað lögbundin - þ.e. samþykkt af Alþingi - útgjöld sín mun Seðlabanki Íslands sjá til þess að umrætt peningamagn aukist svo ríkissjóður geti mætt þeim lögbundnu greiðslum sem Alþingi hefur skyldað hann til. Geri Seðlabankinn það ekki mun fjármálalegur óstöðugleiki aukast mjög og vaxtastig hækka umfram þau mörk sem Seðlabankinn sjálfur hefur ákveðið að séu hin réttu til að ná eigin markmiðum um lága verðbólgu og fjármálalegan stöðugleika. Það er því beinlínis gegn markmiðum Seðlabankans sjái hann ekki til þess að nægilegt peningamagn sé í fjármálakerfinu til að ríkissjóður geti greitt sínar lögbundnu greiðslur. Með öðrum orðum leiðir Alþingi ferlið og ákveður hver útgjöld og skattheimta ríkissjóðs skuli vera lögum samkvæmt (löggjafarvaldið), ríkissjóður (framkvæmdavaldið) og Seðlabankinn koma því næst slíkum lögbundnum greiðslum í framkvæmd. Þetta gildir þótt Seðlabankinn sé fullkomlega, og réttilega, sjálfstæður þegar kemur að ákvörðunum um vaxtastig í hagkerfinu í samræmi við markmið Seðlabankans um að halda verðbólgu í skefjum. Fjármál ríkissjóðs eru því ekki eins og fjármál heimilis eða fyrirtækis: þegar heimili borgar fyrir vöru eða þjónustu eða þegar fyrirtæki borgar laun gerist ekkert fyrir peningamagn í umferð, annað en það hreyfist til. En þegar ríkissjóður greiðir t.d. laun lækna eða kennara eykst peningamagn í umferð. Þá eru útgjöld ríkissjóðs ákveðin af Alþingi og innt af hendi í gjaldmiðli sem Seðlabanki Íslands sér til að sé nægilega mikið til af. Síðast en ekki síst: háar skuldir í íslenskri krónu geta bugað heimili eða fyrirtæki, en það mun aldrei gerast í tilfelli ríkissjóðs Íslands. Hví ætti ríkissjóður að enda í greiðsluvandræðum þegar hann eykur peningamagn í umferð í hvert skipti sem hann greiðir fyrir eitthvað? Hin raunverulegu takmörk: verðbólga Takmörkin fyrir útgjöld ríkissjóðs varða ekki greiðslugetu hans í íslenskri krónu eða hættuna á gjaldþroti ríkissjóðs. Það má aldrei gleyma því að fjármál ríkissjóðs eru ekki eins og fjármál heimilis. Takmörkin fyrir útgjöld ríkissjóðs eru tengd verðlagi. Þótt ríkissjóður hafi greiðslugetu til að kaupa það sem hann vill fyrir hvaða verð sem er, svo lengi sem verðið er rukkað í íslenskri krónu, er augljóst að það er ekki þar með sagt að hann eigi að gera það. Svall í fjármálum ríkissjóðs leiðir óhjákvæmilega til verðbólgu ef hagkerfið er ekki í stakk búið til að mæta þeirri eftirspurn sem halli á fjármálum ríkissjóðs býr til. Hvernig þróa ríkisfjármál hagkerfið – og samfélagið? Áhrif ríkisfjármála á hagkerfið eru gífurleg! Útgjöld ríkissjóðs halda uppi og auka menntun á Íslandi, viðhalda heilbrigði og bæta samgöngur svo nokkur dæmi séu nefnd. Þau minnka atvinnuleysi, draga úr fátækt og stuðla að öryggi, svo nokkur önnur séu nefnd. Framleiðslugeta hagkerfisins og vöxtur hennar er studd af og að hluta útgjöldum ríkissjóðs að þakka: fyrirtæki njóta öll góðs af góðum samgöngum, öryggi og vel menntuðu vinnuafli, sem dæmi. Skattar eru hin hliðin á fjármálum ríkissjóðs. Margir þeirra, t.d. virðisaukaskattur, hækka verðlag. Þeir draga úr vilja fyrirtækja til að fjárfesta og auka eigin framleiðslugetu sem og hagkerfisins. Þeir draga úr hvata fólks til að vinna, auka tekjur sínar og hafa í sig og á. Þeir geta aukið eftirspurn eftir einni vöru á kostnað annarrar. Markmið ríkisfjármálastefnunnar – og val kjósenda Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá efnahagslegu sjónarmiði einu, er sú sem blandar saman þeim útgjöldum og sköttum sem ýta undir framleiðni hagkerfisins. Stöðugt verðlag, og ekki skuldastaða ríkissjóðs í íslenskri krónu, á samtímis að vera eitt af efnahagsmarkmiðum ríkisfjármála. Þetta er t.d. gert með stuðningi við rannsóknir og vöruþróun háskóla og fyrirtækja, með fjárfestingum í samgöngukerfum og sí- og endurmenntun vinnuafls. Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá samfélagslegu sjónarmiði einu, er sú sem viðheldur atvinnustigi og heldur fátækt í skefjum. Hún stuðlar einnig að samfélagslegum friði, t.d. með því að vinna að vilja kjósenda um jöfnuð. Þetta er t.d. gert með stighækkandi sköttum, atvinnuframboðstryggingu og lágmarks framfærslu fólks sem getur ekki séð fyrir sér sjálft. Rétta ríkisfjármálastefnan, út frá umhverfislegu sjónarmiði einu, er sú sem ýtir undir sjálfbærni hagkerfisins. Auðlindir sem eru notaðar í dag verða ekki notaðar á morgun. Ekkert hagkerfi getur staðið undir sjálfu sér og tryggt íbúum þess ótímabundna velsæld hafi það ekki auðlindir sem það getur notað til langs tíma. Fólk setur mismunandi vægi á þessi efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu markmið, sem geta hæglega stangast á. Þá eru stundum margar leiðir að sama markmiði. Lágir skattar geta haft svipuð áhrif og aukin útgjöld og sumtíðis er betra að einkageirinn eða opinberi geirinn geri það sem hinn geirinn gerir í dag – eða þeir vinni saman að sama markmiðinu. Það er pólitískt val, sem hefur efnahagslegar afleiðingar, hvaða leið er valin til að ná markmiðum fjármála ríkissjóðs. Við megum þó aldrei, óháð pólitískum sjónarmiðum um réttu leiðina að réttu markmiðunum, raska athygli okkar með órökréttum áhyggjum um skuldir ríkissjóðs í íslenskri krónu. Höfundur er hagfræðingur.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun