Talmeinafræðingar sitja auðum höndum á meðan biðlistinn lengist Brynhildur Þöll Steinarsdóttir og Brynja Dögg Hermannsdóttir skrifa 12. janúar 2022 14:31 Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo? Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að við biðum með eftirvæntingu eftir því að fá nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, til liðs við okkur. Báðar höfum við útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði, sótt okkur handleiðslu í sex mánuði eins og lagt er upp með og hlotið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Tveggja ára ákvæði í rammasamningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) kemur þó í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar. Væntingar voru bundnar við það að nýi heilbrigðisráðherrann tæki af skarið, stæði með þeim sem bíða þjónustunnar og hætt yrði að standa í vegi fyrir nýliðun í annars fámennri stéttinni. Nú höfum við stöllur svo að segja setið auðum höndum frá því á vormánuðum ´21 þegar handleiðslutímabilinu lauk. Þau fjölmörgu börn, sem við þjónustuðum á því tímabili, fóru aftur á biðlistann og enn bætist jafnt og þétt á þann lista. Á haustmánuðum völdum við að fara til hliðar við kerfið, bjóða sjúkratryggðum að borga sjálfir fyrir þjónustuna sem þeir annars eiga rétt á að fá gjaldfrjálsa, og það þykir okkur langt í frá óskastaða. Eins og allir geta gert sér í hugarlund hafa margir foreldrar ekki tök á að borga fyrir slíkt úr eigin vasa. Aðstaðan okkar er til fyrirmyndar. Við höfum til umráða sitt hvora skrifstofuna á Akureyri og deilum húsnæði með þremur reynslumiklum talmeinafræðingum, boðnum og búnum til skrafs og ráðagerða þegar svo ber undir. Og okkar bíða í heildina um 200 börn! En starfinu okkar getum við ekki sinnt, vegna tveggja ára ákvæðisins. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að engu orðin en allir vita að vandinn hverfur ekki sí svona. Eða svo vísað sé í orð Willums: „Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ Við viljum fá að vinna vinnuna okkar. Við viljum veita þeim sem þurfa á talþjálfun að halda þjónustu við hæfi í stað þess að geyma þau á bekknum og okkur á hliðarlínunni. Enn sem komið er virðist engin lausn í sjónmáli. SÍ hefur ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stillir talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum og ætlast til að þær verði skilyrðislaust settar inn í samning í stað tveggja ára ákvæðisins. Á sama tíma eru hugmyndir og tillögur talmeinafræðinga að lausnum hunsaðar. Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ. Höfundar eru talmeinafræðingar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo? Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að við biðum með eftirvæntingu eftir því að fá nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, til liðs við okkur. Báðar höfum við útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði, sótt okkur handleiðslu í sex mánuði eins og lagt er upp með og hlotið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Tveggja ára ákvæði í rammasamningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) kemur þó í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar. Væntingar voru bundnar við það að nýi heilbrigðisráðherrann tæki af skarið, stæði með þeim sem bíða þjónustunnar og hætt yrði að standa í vegi fyrir nýliðun í annars fámennri stéttinni. Nú höfum við stöllur svo að segja setið auðum höndum frá því á vormánuðum ´21 þegar handleiðslutímabilinu lauk. Þau fjölmörgu börn, sem við þjónustuðum á því tímabili, fóru aftur á biðlistann og enn bætist jafnt og þétt á þann lista. Á haustmánuðum völdum við að fara til hliðar við kerfið, bjóða sjúkratryggðum að borga sjálfir fyrir þjónustuna sem þeir annars eiga rétt á að fá gjaldfrjálsa, og það þykir okkur langt í frá óskastaða. Eins og allir geta gert sér í hugarlund hafa margir foreldrar ekki tök á að borga fyrir slíkt úr eigin vasa. Aðstaðan okkar er til fyrirmyndar. Við höfum til umráða sitt hvora skrifstofuna á Akureyri og deilum húsnæði með þremur reynslumiklum talmeinafræðingum, boðnum og búnum til skrafs og ráðagerða þegar svo ber undir. Og okkar bíða í heildina um 200 börn! En starfinu okkar getum við ekki sinnt, vegna tveggja ára ákvæðisins. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að engu orðin en allir vita að vandinn hverfur ekki sí svona. Eða svo vísað sé í orð Willums: „Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ Við viljum fá að vinna vinnuna okkar. Við viljum veita þeim sem þurfa á talþjálfun að halda þjónustu við hæfi í stað þess að geyma þau á bekknum og okkur á hliðarlínunni. Enn sem komið er virðist engin lausn í sjónmáli. SÍ hefur ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stillir talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum og ætlast til að þær verði skilyrðislaust settar inn í samning í stað tveggja ára ákvæðisins. Á sama tíma eru hugmyndir og tillögur talmeinafræðinga að lausnum hunsaðar. Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ. Höfundar eru talmeinafræðingar á Akureyri.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun