Að standa með þolendum Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. janúar 2022 19:30 Það er mikilvægt að standa með þolendum. Það er jafnréttismál og kvenréttindabarátta í hnotskurn þótt vissulega séu þolendur af öllum kynjum. Hvert einasta fyrirtæki og stofnun á að gera áætlun og vera með skýra verkferla um hvaða aðgerða er gripið til komi upp kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundið áreitni eða ofbeldi hafi átt eða eigi sér stað. Það verða alltaf að fylgja aðgerðir þegar slík mál koma upp og þær aðgerðir að vera skýrar og skilvirkar. Lögreglu ber að upplýsa um refsivert athæfi og alltaf skal þolandi njóta vafans, alltaf. Byltingin er hafin, gerendur mega vara sig. Ég mun alltaf trúa og standa með þolendum. Ég mun alltaf og sannarlega segja mína skoðun um málefni þolenda nú sem og hingað til. Í slíkum málum er nefnilega ekki hægt að vera hlutlaus, það er ekki hægt að sitja hjá og gera ekki neitt. Það er afar erfitt að horfa upp á þær þungu byrðar sem þolendur eru látnir sitja uppi með. Við þurfum að tryggja miklu betri réttarstöðu þeirra með lagabreytingum, markvissum aðgerðum og um leið efla lögregluna til að taka á þessum málum af mannúð, virðingu og vandvirkni. Það á enginn að þurfa að opinbera sín viðkvæmustu mál á samfélagsmiðlum til að ná fram réttlæti og málsumfjöllun. Að samfélagið ýti undir slíkt og það sé það eina sem þolendur sjá í stöðunni er fáránlegt og engri manneskju bjóðandi. Nú er kominn tími þolenda, að við virðum þeirra upplifanir, fordæmum ofbeldi og það óréttlæti sem þolendur hafa búið við árum og öldum saman með aðgerðum. Þolendur, ég veit þið eruð þreytt en umfram allt ekki þagna. Við erum ótalmörg sem stöndum með ykkur. Höfundur er menntunarfræðingur og bandamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hólmfríður Árnadóttir MeToo Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að standa með þolendum. Það er jafnréttismál og kvenréttindabarátta í hnotskurn þótt vissulega séu þolendur af öllum kynjum. Hvert einasta fyrirtæki og stofnun á að gera áætlun og vera með skýra verkferla um hvaða aðgerða er gripið til komi upp kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundið áreitni eða ofbeldi hafi átt eða eigi sér stað. Það verða alltaf að fylgja aðgerðir þegar slík mál koma upp og þær aðgerðir að vera skýrar og skilvirkar. Lögreglu ber að upplýsa um refsivert athæfi og alltaf skal þolandi njóta vafans, alltaf. Byltingin er hafin, gerendur mega vara sig. Ég mun alltaf trúa og standa með þolendum. Ég mun alltaf og sannarlega segja mína skoðun um málefni þolenda nú sem og hingað til. Í slíkum málum er nefnilega ekki hægt að vera hlutlaus, það er ekki hægt að sitja hjá og gera ekki neitt. Það er afar erfitt að horfa upp á þær þungu byrðar sem þolendur eru látnir sitja uppi með. Við þurfum að tryggja miklu betri réttarstöðu þeirra með lagabreytingum, markvissum aðgerðum og um leið efla lögregluna til að taka á þessum málum af mannúð, virðingu og vandvirkni. Það á enginn að þurfa að opinbera sín viðkvæmustu mál á samfélagsmiðlum til að ná fram réttlæti og málsumfjöllun. Að samfélagið ýti undir slíkt og það sé það eina sem þolendur sjá í stöðunni er fáránlegt og engri manneskju bjóðandi. Nú er kominn tími þolenda, að við virðum þeirra upplifanir, fordæmum ofbeldi og það óréttlæti sem þolendur hafa búið við árum og öldum saman með aðgerðum. Þolendur, ég veit þið eruð þreytt en umfram allt ekki þagna. Við erum ótalmörg sem stöndum með ykkur. Höfundur er menntunarfræðingur og bandamaður.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun