„Heilsustofnun hefur ekkert að fela“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:59 Þórir Haraldsson er forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Samsett Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir stofnunina ekkert hafa að fela eftir að Kjarninn greindi frá úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands, þar sem fram kom að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar. Þórir segir hverri einustu krónu hafa verið veitt til að þjónusta sjúklinga í samræmi við þjónustusamning. Vísir fjallaði einnig um úttekt Sjúkratrygginga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans í morgun. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér vegna málsins nú síðdegis að úttekt Sjúkratrygginga á málefnum Heilsustofnunarinnar sé ekki lokið, öfugt við það sem Kjarninn segi í frétt sinni. Svar Heilsustofnunar til Sjúkratrygginga hefði verið metið sem andmæli og stofnunin líti því svo á að úttektinni sé ekki lokið og að enn eigi eftir að taka tillit til andmæla þeirra. Þá sé það rangt að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun á fimmtán árum. Þvert á móti hafi „hver einasta króna af framlagi ríkisins til Heilsustofnunar […]farið til að veita þjónustu til sjúklinga í samræmi við þjónustusamning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Þórir. Daggjöldin vegna of lágra framlaga Sjúkratrygginga Einstaklingar greiði sérdaggjöld þar sem framlög ríkisins nægi ekki fyrir meðferðarkostnaði. Sjúkratryggingar hafi alltaf haft upplýsingar um fjárhæð þeirra greiðslna. Greiðslur til Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar, séu jafnframt í samræmi við samninginn sem gerður var árið 1991. Sjúklingar Heilsutofnunar hafi með sérdaggjöldum greitt um 300 milljónir króna síðustu fimm ár til að kosta meðferðarstarf vegna þess að „framlög Sjúkratrygginga hafa ekki einu sinni nægt fyrir meðferðarkostnaði,“ segir Þórir. „Heilsustofnun hefur ekkert að fela. Við höfum sent Sjúkratryggingum, og áður heilbrigðisráðuneytinu ársreikninga, skýrslur og niðurstöður árangursmælinga og fengið lof þeirra fyrir góð og skilvirk skil. Þá hefur Ríkisendurskoðun fengið ársreikninga stofnunarinnar. Allar okkar bækur eru opnar fyrir Sjúkratryggingar og Ríkisendurskoðun, öllum fyrirspurnum hefur verið svarað og engar athugasemdir hafa verið gerðar, - aldrei, hvorki við faglega þjónustu né fjármál,“ segir Þórir í tilkynningu. „Til að fá niðurstöðu í málin og ljúka því óskaði Heilsustofnun í gær eftir fundi með Sjúkratryggingum um þær kröfur sem eftirlitsdeildin hefur sett fram og hvort Sjúkratryggingar fari fram á einhverja breytingu á kröfum til Heilsustofnunar.“ Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Vísir fjallaði einnig um úttekt Sjúkratrygginga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans í morgun. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér vegna málsins nú síðdegis að úttekt Sjúkratrygginga á málefnum Heilsustofnunarinnar sé ekki lokið, öfugt við það sem Kjarninn segi í frétt sinni. Svar Heilsustofnunar til Sjúkratrygginga hefði verið metið sem andmæli og stofnunin líti því svo á að úttektinni sé ekki lokið og að enn eigi eftir að taka tillit til andmæla þeirra. Þá sé það rangt að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun á fimmtán árum. Þvert á móti hafi „hver einasta króna af framlagi ríkisins til Heilsustofnunar […]farið til að veita þjónustu til sjúklinga í samræmi við þjónustusamning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Þórir. Daggjöldin vegna of lágra framlaga Sjúkratrygginga Einstaklingar greiði sérdaggjöld þar sem framlög ríkisins nægi ekki fyrir meðferðarkostnaði. Sjúkratryggingar hafi alltaf haft upplýsingar um fjárhæð þeirra greiðslna. Greiðslur til Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar, séu jafnframt í samræmi við samninginn sem gerður var árið 1991. Sjúklingar Heilsutofnunar hafi með sérdaggjöldum greitt um 300 milljónir króna síðustu fimm ár til að kosta meðferðarstarf vegna þess að „framlög Sjúkratrygginga hafa ekki einu sinni nægt fyrir meðferðarkostnaði,“ segir Þórir. „Heilsustofnun hefur ekkert að fela. Við höfum sent Sjúkratryggingum, og áður heilbrigðisráðuneytinu ársreikninga, skýrslur og niðurstöður árangursmælinga og fengið lof þeirra fyrir góð og skilvirk skil. Þá hefur Ríkisendurskoðun fengið ársreikninga stofnunarinnar. Allar okkar bækur eru opnar fyrir Sjúkratryggingar og Ríkisendurskoðun, öllum fyrirspurnum hefur verið svarað og engar athugasemdir hafa verið gerðar, - aldrei, hvorki við faglega þjónustu né fjármál,“ segir Þórir í tilkynningu. „Til að fá niðurstöðu í málin og ljúka því óskaði Heilsustofnun í gær eftir fundi með Sjúkratryggingum um þær kröfur sem eftirlitsdeildin hefur sett fram og hvort Sjúkratryggingar fari fram á einhverja breytingu á kröfum til Heilsustofnunar.“
Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira