BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2022 12:23 Guðlaugur Magnússon er eigandi og framkvæmdastjóri BPO. Aðsend BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. Athugunin varðaði kröfusafn sem BPO Innheimta keypti þann 13. apríl 2021 en kröfurnar birtust skuldurum í netbanka að kvöldi sama dags. Að sögn Fjármálaeftirlitsins braut félagið lög þegar það hóf innheimtu á kröfum í safninu án þess að gera fullnægjandi könnun á kröfunum svo tryggt yrði að BPO gæti veitt hverjum skuldara nauðsynlegar upplýsingar um grundvöll og fjárhæð kröfu. Neytendastofa sektaði fyrirtækið um 1,5 milljón króna síðasta sumar fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Stofnunin sagði starfshætti fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. Neytendastofa var afdráttarlaus í niðurstöðu sinni.Vísir/Hanna BPO Innheimta var stofnað árið 2021 í samstarfi við BPO í Bretlandi og sérhæfir sig í innheimtulausnum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Fyrirtækið, sem er í eigu Guðlaugs Magnússonar sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra, tilkynnti í apríl um kaup á öllum smálánakröfum Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla. Fljótlega tóku kvartanir að streyma til Neytendasamtakanna vegna reikninga sem fyrirtækið sendi fólki með eindaga sama dag. Engar skjalfestar niðurstöður um áreiðanleikakönnun Fjármálaeftirlitið skoðaði hvernig BPO kannaði hvort um lögmætar kröfur væri að ræða. Óskað var eftir upplýsingum um fyrri innheimtuferli þeirra og yfirliti yfir hluta af skuldurum úr kröfusafninu. Niðurstaða lá fyrir í desember 2021, að því er fram kemur í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. Að sögn félagsins fólst áreiðanleikakönnun sem það framkvæmdi á kröfusafninu í því að velja kröfur handahófskennt og yfirfara þær í því skyni að sannreyna upplýsingar um kröfurnar og lögmæti þeirra. Unnur Gunnarsdóttir er varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.Seðlabanki Íslands „Fjármálaeftirlitinu bárust engin gögn sem staðfestu yfirferð félagsins og lágu engar skjalfestar niðurstöður fyrir um könnunina. Skoðun Fjármálaeftirlitsins á handahófskenndu úrtaki krafna, sem samanstóð af 42 lánum, úr kröfusafninu leiddi í ljós að innheimtubréf sem send voru af hálfu fyrri eigenda krafnanna lágu ekki fyrir í tilviki 17 lána,“ segir í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. „Af þeim voru fjögur lán þar sem innheimtukostnaður var hluti af heildarfjárhæð krafnanna, án þess að félagið hefði haft undir höndum afrit innheimtubréfa. Í ljósi þess að félagið gat ekki orðið við gagnabeiðni Fjármálaeftirlitsins og afhent afrit innheimtubréfa í öllum tilvikum var ljóst að félagið gæti ekki tryggt að skuldarar fengju afrit af útsendum innheimtuviðvörunum, ef þess yrði óskað.“ Er það álit Fjármálaeftirlitsins að fyrirtækið hafi með þessu ekki uppfyllt þær skyldur sem hvíla á innheimtuaðilum samkvæmt 6. grein innheimtulaga um góða innheimtuhætti. Segjast fagna niðurstöðunni Í yfirlýsingu frá BPO segist fyrirtækið fagna niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins (FME). Umrætt kröfusafn hafi innihaldið yfir 23 þúsund kröfur sem hafi verið í innheimtu hjá fjölmörgum aðilum undanfarin ár. „Eftir athugun FME hefur komið í ljós að fyrri innheimtuaðili hefur ekki látið fylgja með til BPO afrit af innheimtubréfum sem send voru sumum skuldurum. Athugasemdir FME eftir úttekt á BPO lutu að því og hefur BPO hafið ferli til að afla þeirra gagna. Engar athugasemdir voru gerðar við verkferla BPO innheimtu eða gjaldskrá félagsins að öðru leyti. Félagið hefur sett sér verklagsreglur sem tryggja að engar kröfur verða senda í löginnheimtu án þess að sannanlega hafi farið fram fruminnheimta áður og hefur félagið afhent FME afrit af þeim verklagsreglum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins. Í kjölfar athugunar FME hafi BPO innheimta einnig sett sér sérstakar verklagsreglur við kaup á kröfusöfnum til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Í svörum við athugasemdum Neytendastofu í fyrra hafnaði BPO Innheimta því að hafa stundað óréttmæta og villandi viðskiptahætti. Félagið hafi sent skuldurum tilkynningu um að það hafi keypt kröfusafn smálána og að vextir og lántökukostnaður hafi verið felldir niður. Þá taldi BPO Innheimta að kröfurnar sem stofnaðar voru í netbönkum skuldara hafi verið réttar og birting þeirra geti ekki talist villandi eða óréttmætir viðskiptahættir. Skuldarar hafi haft tækifæri til að greiða kröfur félagsins án vanskilakostnaðar þótt tíminn til þess hafi verið skammur. Kerfistakmarkanir í netbönkum geri það að verkum að kröfurnar virtust hækka daginn eftir og komi í veg fyrir að hægt sé að birta sundurliðun kröfunnar. Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu frá BPO. Neytendur Smálán Seðlabankinn Tengdar fréttir Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12 Fyrirspurnum rignir vegna krafna nýs innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi. 14. apríl 2021 13:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Athugunin varðaði kröfusafn sem BPO Innheimta keypti þann 13. apríl 2021 en kröfurnar birtust skuldurum í netbanka að kvöldi sama dags. Að sögn Fjármálaeftirlitsins braut félagið lög þegar það hóf innheimtu á kröfum í safninu án þess að gera fullnægjandi könnun á kröfunum svo tryggt yrði að BPO gæti veitt hverjum skuldara nauðsynlegar upplýsingar um grundvöll og fjárhæð kröfu. Neytendastofa sektaði fyrirtækið um 1,5 milljón króna síðasta sumar fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Stofnunin sagði starfshætti fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. Neytendastofa var afdráttarlaus í niðurstöðu sinni.Vísir/Hanna BPO Innheimta var stofnað árið 2021 í samstarfi við BPO í Bretlandi og sérhæfir sig í innheimtulausnum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Fyrirtækið, sem er í eigu Guðlaugs Magnússonar sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra, tilkynnti í apríl um kaup á öllum smálánakröfum Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla. Fljótlega tóku kvartanir að streyma til Neytendasamtakanna vegna reikninga sem fyrirtækið sendi fólki með eindaga sama dag. Engar skjalfestar niðurstöður um áreiðanleikakönnun Fjármálaeftirlitið skoðaði hvernig BPO kannaði hvort um lögmætar kröfur væri að ræða. Óskað var eftir upplýsingum um fyrri innheimtuferli þeirra og yfirliti yfir hluta af skuldurum úr kröfusafninu. Niðurstaða lá fyrir í desember 2021, að því er fram kemur í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. Að sögn félagsins fólst áreiðanleikakönnun sem það framkvæmdi á kröfusafninu í því að velja kröfur handahófskennt og yfirfara þær í því skyni að sannreyna upplýsingar um kröfurnar og lögmæti þeirra. Unnur Gunnarsdóttir er varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.Seðlabanki Íslands „Fjármálaeftirlitinu bárust engin gögn sem staðfestu yfirferð félagsins og lágu engar skjalfestar niðurstöður fyrir um könnunina. Skoðun Fjármálaeftirlitsins á handahófskenndu úrtaki krafna, sem samanstóð af 42 lánum, úr kröfusafninu leiddi í ljós að innheimtubréf sem send voru af hálfu fyrri eigenda krafnanna lágu ekki fyrir í tilviki 17 lána,“ segir í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. „Af þeim voru fjögur lán þar sem innheimtukostnaður var hluti af heildarfjárhæð krafnanna, án þess að félagið hefði haft undir höndum afrit innheimtubréfa. Í ljósi þess að félagið gat ekki orðið við gagnabeiðni Fjármálaeftirlitsins og afhent afrit innheimtubréfa í öllum tilvikum var ljóst að félagið gæti ekki tryggt að skuldarar fengju afrit af útsendum innheimtuviðvörunum, ef þess yrði óskað.“ Er það álit Fjármálaeftirlitsins að fyrirtækið hafi með þessu ekki uppfyllt þær skyldur sem hvíla á innheimtuaðilum samkvæmt 6. grein innheimtulaga um góða innheimtuhætti. Segjast fagna niðurstöðunni Í yfirlýsingu frá BPO segist fyrirtækið fagna niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins (FME). Umrætt kröfusafn hafi innihaldið yfir 23 þúsund kröfur sem hafi verið í innheimtu hjá fjölmörgum aðilum undanfarin ár. „Eftir athugun FME hefur komið í ljós að fyrri innheimtuaðili hefur ekki látið fylgja með til BPO afrit af innheimtubréfum sem send voru sumum skuldurum. Athugasemdir FME eftir úttekt á BPO lutu að því og hefur BPO hafið ferli til að afla þeirra gagna. Engar athugasemdir voru gerðar við verkferla BPO innheimtu eða gjaldskrá félagsins að öðru leyti. Félagið hefur sett sér verklagsreglur sem tryggja að engar kröfur verða senda í löginnheimtu án þess að sannanlega hafi farið fram fruminnheimta áður og hefur félagið afhent FME afrit af þeim verklagsreglum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins. Í kjölfar athugunar FME hafi BPO innheimta einnig sett sér sérstakar verklagsreglur við kaup á kröfusöfnum til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Í svörum við athugasemdum Neytendastofu í fyrra hafnaði BPO Innheimta því að hafa stundað óréttmæta og villandi viðskiptahætti. Félagið hafi sent skuldurum tilkynningu um að það hafi keypt kröfusafn smálána og að vextir og lántökukostnaður hafi verið felldir niður. Þá taldi BPO Innheimta að kröfurnar sem stofnaðar voru í netbönkum skuldara hafi verið réttar og birting þeirra geti ekki talist villandi eða óréttmætir viðskiptahættir. Skuldarar hafi haft tækifæri til að greiða kröfur félagsins án vanskilakostnaðar þótt tíminn til þess hafi verið skammur. Kerfistakmarkanir í netbönkum geri það að verkum að kröfurnar virtust hækka daginn eftir og komi í veg fyrir að hægt sé að birta sundurliðun kröfunnar. Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu frá BPO.
Neytendur Smálán Seðlabankinn Tengdar fréttir Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12 Fyrirspurnum rignir vegna krafna nýs innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi. 14. apríl 2021 13:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12
Fyrirspurnum rignir vegna krafna nýs innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi. 14. apríl 2021 13:33