Sprenging í bílaþvotti eftir flugelda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. janúar 2022 21:01 Fjöldi fólks hefur farið með bíla sína í þrif að undanförnu. Vísir Íslendingar flykkjast þessa dagana í þúsundatali með bíla sína á bílaþvottastöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sérstaklega mikil vegna veðurskilyrða eftir flugeldasprengingarnar um áramótin. Gríðarlega langar raðir hafa myndast við allar helstu bílaþvottastöðvar borgarinnar síðustu daga. Þvottastöðvarnar verða sívinsælli viðkomustaður meðal Íslendinga og verður meira og meira að gera hjá þeim milli ára. Árið 2020 tók bílaþvottastöðin Löður til dæmis við 190.000 bílum en þeir urðu svo 245.000 þúsund árið 2021, sem var algert metár hjá stöðinni. „Ég held að þetta sé mest megnis umhverfissjónarmið hjá fólki og bara tími. Það tekur alveg þokkalegan tíma að setja sig í gírinn og þrífa bílinn,“ segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Löðri. Elísabet segir brjálað að gera á bílaþvottastöðinni þessa dagana.vísir/sigurjón Þannig er umhverfisvænna að þvo bílinn hjá þvottastöð sem fargar spilliefnunum eftir viðurkenndum leiðum heldur en þegar það er gert í innkeyrslunni heima. Um þúsund bílar á dag Og síðustu daga hefur verið sérstaklega mikið að gera en um þúsund bílar fara nú daglega í gegn um þvott hjá Löðri. Frost, kuldi og salt á vegum valda því að mikil drulla spænist upp og sest á bílana. Svifrik í borginni hefur einnig verið mikið eftir flugeldasprengingar. Nokkuð löng röð myndaðist við Löður í dag.Vísir „Já, núna líka náttúrulega eftir gamlárskvöld. Við alveg sjáum það að það er mikið svifryk á bílunum eftir svona stórar og miklar hátíðir eins og gamlárskvöld og þá verður alveg rosalega mikið að gera,“ segir Elísabet. Við náðum tali af nokkrum í langri bílaröðinni fyrir utan Löður í dag, meðal annars henni Natalíu Nótt Lindsay menntaskólanema sem var að mæta á bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Hún kvaðst spennt fyrir því að renna sér í gegn um þvottinn. Og það er óneitanlega spennandi að fara í gegn um bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Það fékk fréttamaður sjálfur að prófa. Við rennum hér í gegn um þvottastöðina: Bílar Umferð Umhverfismál Flugeldar Áramót Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Gríðarlega langar raðir hafa myndast við allar helstu bílaþvottastöðvar borgarinnar síðustu daga. Þvottastöðvarnar verða sívinsælli viðkomustaður meðal Íslendinga og verður meira og meira að gera hjá þeim milli ára. Árið 2020 tók bílaþvottastöðin Löður til dæmis við 190.000 bílum en þeir urðu svo 245.000 þúsund árið 2021, sem var algert metár hjá stöðinni. „Ég held að þetta sé mest megnis umhverfissjónarmið hjá fólki og bara tími. Það tekur alveg þokkalegan tíma að setja sig í gírinn og þrífa bílinn,“ segir Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Löðri. Elísabet segir brjálað að gera á bílaþvottastöðinni þessa dagana.vísir/sigurjón Þannig er umhverfisvænna að þvo bílinn hjá þvottastöð sem fargar spilliefnunum eftir viðurkenndum leiðum heldur en þegar það er gert í innkeyrslunni heima. Um þúsund bílar á dag Og síðustu daga hefur verið sérstaklega mikið að gera en um þúsund bílar fara nú daglega í gegn um þvott hjá Löðri. Frost, kuldi og salt á vegum valda því að mikil drulla spænist upp og sest á bílana. Svifrik í borginni hefur einnig verið mikið eftir flugeldasprengingar. Nokkuð löng röð myndaðist við Löður í dag.Vísir „Já, núna líka náttúrulega eftir gamlárskvöld. Við alveg sjáum það að það er mikið svifryk á bílunum eftir svona stórar og miklar hátíðir eins og gamlárskvöld og þá verður alveg rosalega mikið að gera,“ segir Elísabet. Við náðum tali af nokkrum í langri bílaröðinni fyrir utan Löður í dag, meðal annars henni Natalíu Nótt Lindsay menntaskólanema sem var að mæta á bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Hún kvaðst spennt fyrir því að renna sér í gegn um þvottinn. Og það er óneitanlega spennandi að fara í gegn um bílaþvottastöð í fyrsta skipti. Það fékk fréttamaður sjálfur að prófa. Við rennum hér í gegn um þvottastöðina:
Bílar Umferð Umhverfismál Flugeldar Áramót Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent