Covid skóli Sara Oskarsson skrifar 2. janúar 2022 08:01 Skólarnir eiga að byrja aftur eftir tvo daga. Smitölur síðustu vikna hafa náð hæðum sem við höfum aldrei séð frá upphafi faraldursins. Spítalannlagnir hafa þakkanlega ekki verið nálægt því sem að óttast var í fyrstu og það er ljóst að bólusetningar draga stórkostlega úr líkunum á alvarlegum veikindum vegna Covid-19 veirunnar. Það er yndislegt út af fyrir sig. Covid heilbrigðisstofnun Hins vegar er að sama skapi óþolandi að á tveimur árum hafi stjórnvöld ekki enn haft glóru né lágmarksrænu til þess að koma á laggirnar sérstakri Covid-19 heilbrigðisstofnun eins og þau hefðu augljóslega átt að gera strax í upphafi faraldursins. Sú staðreynd lýsir í hnotskurn þeirri krónísku vanhæfni og þeim pínlega skorti á langtímahugsun sem er við líði í íslenskum stjórnmálum. Það er jú gömul saga og ný.. Við sjáum nú dag frá degi fordæmalausar covid-smittölur og þó að Ómíkrón afbrigðið sé þakkanlega minna aggresívt en undanfari þess, Delta afbrigðið, virðist heilbrigðiskerfi velferðarríkisins Íslands samt einungis mara í hálfu kafi eins og staðan er í dag. Velferðarríkið Vegna áratuga aumingjaskapar stjórnvalda og fullkomnum skorti á þeim grunnskilningi að öflugt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi er lykilinn að farsælu samfélagi og hagkerfi, stöndum við nú frammi fyrir því að þjóðfélagið muni líklega lamast á komandi vikum að algjörlega óþörfu. Í síðasta minnisblaði sínu ráðlagði sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason stjórnvöldum að fresta upphafi skólastarfs á árinu sem var að ganga í garð. Það var ekki var orðið við því. Að sjálfsögðu þurfa stjórnvöld heildstætt að vega og meta ávinning sóttvarnaaðgerða og áhrif þeirra á samfélagið og á ólíka hagsmuni, en ég fæ illa séð hverra hagsmuna væru borgið með því að skólarnir komi saman eftir tæpa tvo sólarhringa. Lamað þjóðfélag Ef að núverandi ástand (það er jólafrí í skólum) er eitthvað til að miða við er ekki von á góðu í næstu viku. Rétt fyrir jólafrí skólanna byrjuðu smittölurnar að rjúka upp sem varð til þess að langflestir skólarnir afboðuðu til að mynda jólaskemmtanir sínar. Ef að fer sem horfir munu smittölurnar vafalítið stórhækka í næstu viku og afleiðingar þeirra verða þá auðvitað sóttkví og einangrun tugþúsunda Íslendinga. Þjóðfélagið yrði varla starfhæft. Lyfjastofnun Evrópu heimilaði nýlega að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn kórónuveirunni með bóluefni frá Pfizer. Foreldrum á Íslandi mun fljótlega gefast kostur á því að bólusetja yngri börn sín við kórónuveirunni. Vafalaust og vonandi munu margir þiggja það boð og draga um leið úr krafti og framgangi veirunnar. En það stendur ekki til að gera þetta fyrr en undir lok þessa mánaðar og það er einmitt þessi yngsti hópur sem heldur uppi stórum hluta núverandi smittalna. Varðbergi Í gær birtist viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón almannvarna þar sem sagði að landsmenn þyrftu að vera “mjög á varðbergi næstu dagana”. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir að enn fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar og að landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Ríkisstjórnin hefur ekkert brugðist við þessum yfirlýsingum á neinn hátt og enn stendur til að skólarnir komi saman á þriðjudaginn. Nýr heilbrigðisráðherra er enn að koma sér fyrir í embætti og hefur mögulega aðeins aðrar áherslur en forveri sinn, auk þess sem að hann fær í skautið allt annan veruleika en fyrrverandi heilbrigðisráðherra: mun kraftminni veiru og margbólusetta þjóð. Hins vegar er frekar augljóst hvað gerist ef að skólarnir koma saman ekki á morgun heldur hinn. Smittölurnar munu fara upp úr öllu valdi, tilheyrandi sóttkví og einangrun mun leika þjóðfélagið grátt - en sá óhugsandi möguleiki að heilbrigðiskerfið bugist hræðir mest. Skólahald Undirituð leggur til og mælir með að skólahaldi sé frestað fram yfir bólusetningu yngsta hópsins. Það kæmi í veg fyrir þá smitsprengju sem stefnir í, auk þess sem örmagna og úrvinda heilbrigðisstarfsfólk fengi aðeins að draga andann á milli tarna. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður og listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Skólarnir eiga að byrja aftur eftir tvo daga. Smitölur síðustu vikna hafa náð hæðum sem við höfum aldrei séð frá upphafi faraldursins. Spítalannlagnir hafa þakkanlega ekki verið nálægt því sem að óttast var í fyrstu og það er ljóst að bólusetningar draga stórkostlega úr líkunum á alvarlegum veikindum vegna Covid-19 veirunnar. Það er yndislegt út af fyrir sig. Covid heilbrigðisstofnun Hins vegar er að sama skapi óþolandi að á tveimur árum hafi stjórnvöld ekki enn haft glóru né lágmarksrænu til þess að koma á laggirnar sérstakri Covid-19 heilbrigðisstofnun eins og þau hefðu augljóslega átt að gera strax í upphafi faraldursins. Sú staðreynd lýsir í hnotskurn þeirri krónísku vanhæfni og þeim pínlega skorti á langtímahugsun sem er við líði í íslenskum stjórnmálum. Það er jú gömul saga og ný.. Við sjáum nú dag frá degi fordæmalausar covid-smittölur og þó að Ómíkrón afbrigðið sé þakkanlega minna aggresívt en undanfari þess, Delta afbrigðið, virðist heilbrigðiskerfi velferðarríkisins Íslands samt einungis mara í hálfu kafi eins og staðan er í dag. Velferðarríkið Vegna áratuga aumingjaskapar stjórnvalda og fullkomnum skorti á þeim grunnskilningi að öflugt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi er lykilinn að farsælu samfélagi og hagkerfi, stöndum við nú frammi fyrir því að þjóðfélagið muni líklega lamast á komandi vikum að algjörlega óþörfu. Í síðasta minnisblaði sínu ráðlagði sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason stjórnvöldum að fresta upphafi skólastarfs á árinu sem var að ganga í garð. Það var ekki var orðið við því. Að sjálfsögðu þurfa stjórnvöld heildstætt að vega og meta ávinning sóttvarnaaðgerða og áhrif þeirra á samfélagið og á ólíka hagsmuni, en ég fæ illa séð hverra hagsmuna væru borgið með því að skólarnir komi saman eftir tæpa tvo sólarhringa. Lamað þjóðfélag Ef að núverandi ástand (það er jólafrí í skólum) er eitthvað til að miða við er ekki von á góðu í næstu viku. Rétt fyrir jólafrí skólanna byrjuðu smittölurnar að rjúka upp sem varð til þess að langflestir skólarnir afboðuðu til að mynda jólaskemmtanir sínar. Ef að fer sem horfir munu smittölurnar vafalítið stórhækka í næstu viku og afleiðingar þeirra verða þá auðvitað sóttkví og einangrun tugþúsunda Íslendinga. Þjóðfélagið yrði varla starfhæft. Lyfjastofnun Evrópu heimilaði nýlega að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn kórónuveirunni með bóluefni frá Pfizer. Foreldrum á Íslandi mun fljótlega gefast kostur á því að bólusetja yngri börn sín við kórónuveirunni. Vafalaust og vonandi munu margir þiggja það boð og draga um leið úr krafti og framgangi veirunnar. En það stendur ekki til að gera þetta fyrr en undir lok þessa mánaðar og það er einmitt þessi yngsti hópur sem heldur uppi stórum hluta núverandi smittalna. Varðbergi Í gær birtist viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón almannvarna þar sem sagði að landsmenn þyrftu að vera “mjög á varðbergi næstu dagana”. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir að enn fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar og að landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Ríkisstjórnin hefur ekkert brugðist við þessum yfirlýsingum á neinn hátt og enn stendur til að skólarnir komi saman á þriðjudaginn. Nýr heilbrigðisráðherra er enn að koma sér fyrir í embætti og hefur mögulega aðeins aðrar áherslur en forveri sinn, auk þess sem að hann fær í skautið allt annan veruleika en fyrrverandi heilbrigðisráðherra: mun kraftminni veiru og margbólusetta þjóð. Hins vegar er frekar augljóst hvað gerist ef að skólarnir koma saman ekki á morgun heldur hinn. Smittölurnar munu fara upp úr öllu valdi, tilheyrandi sóttkví og einangrun mun leika þjóðfélagið grátt - en sá óhugsandi möguleiki að heilbrigðiskerfið bugist hræðir mest. Skólahald Undirituð leggur til og mælir með að skólahaldi sé frestað fram yfir bólusetningu yngsta hópsins. Það kæmi í veg fyrir þá smitsprengju sem stefnir í, auk þess sem örmagna og úrvinda heilbrigðisstarfsfólk fengi aðeins að draga andann á milli tarna. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður og listakona.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun