Vilja ekki fá alla til sín á gamlársdag Eiður Þór Árnason skrifar 29. desember 2021 21:47 Engar brennur verða þetta árið á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitirnar búast við góðri flugeldasölu í ár og hefur sala farið mjög vel af stað í desember. Vel gekk í fyrra og upplifa björgunarsveitarmenn aftur svipaða stemningu í samfélaginu nú þegar tveir stærstu söludagarnir eru fram undan. Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson tekur á móti fólki á sölustað á Malarhöfða og segir Íslendinga nú nýta sér netsöluna sem aldrei fyrr. Sveitirnar séu mjög bjartsýnar á að salan verði góð en um er að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar. Tuttugu manna samkomutakmörkun er nú í gildi en Kristinn á ekki von á því að hún komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi sölustaða. „Við erum með stóra staði og skipuleggjum þetta vel en við viljum hvetja fólk til að koma sem fyrst, koma í kvöld og morgun, en ekki allir á gamlársdag. Þannig náum við að dreifa álaginu og allir fá sína flugelda.“ Mikil áskorun að fá flugeldana heim Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á vöruflutning milli heimsálfa í ár og var því ekki alltaf ljóst hvort björgunarsveitirnar myndu fá allar sínar birgðir í tæka tíð frá verksmiðjum í Kína. „Allir flutningar eru erfiðir í heiminum í dag, þetta var mikil áskorun en hún gekk upp og við erum bara mjög glöð,“ sagði Kristinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árið 2021 var viðburðaríkt fyrir björgunarsveitirnar líkt og önnur ár en viðvera björgunarsveitarmanna við eldgosið í Geldingadölum gerði þá sýnilegri en oft áður. „Við erum kannski búin að vera í meira návígi við almenning, eins og í gegnum gosið í Geldingadölum og Íslendingar voru mikið að ferðast um landið upp á hálendi svo þeir rekast á okkur víða. Þannig að við erum búin að finna fyrir velvild og eiga samskipti við fólk og það er bara jákvætt.“ Að lokum minnir Kristinn á að mikilvægt sé að nota viðeigandi öryggisbúnað þegar fólk meðhöndlar og fylgist með flugeldum. Þar standa hin þekktu flugeldagleraugu enn fyrir sínu. Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson tekur á móti fólki á sölustað á Malarhöfða og segir Íslendinga nú nýta sér netsöluna sem aldrei fyrr. Sveitirnar séu mjög bjartsýnar á að salan verði góð en um er að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar. Tuttugu manna samkomutakmörkun er nú í gildi en Kristinn á ekki von á því að hún komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi sölustaða. „Við erum með stóra staði og skipuleggjum þetta vel en við viljum hvetja fólk til að koma sem fyrst, koma í kvöld og morgun, en ekki allir á gamlársdag. Þannig náum við að dreifa álaginu og allir fá sína flugelda.“ Mikil áskorun að fá flugeldana heim Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á vöruflutning milli heimsálfa í ár og var því ekki alltaf ljóst hvort björgunarsveitirnar myndu fá allar sínar birgðir í tæka tíð frá verksmiðjum í Kína. „Allir flutningar eru erfiðir í heiminum í dag, þetta var mikil áskorun en hún gekk upp og við erum bara mjög glöð,“ sagði Kristinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árið 2021 var viðburðaríkt fyrir björgunarsveitirnar líkt og önnur ár en viðvera björgunarsveitarmanna við eldgosið í Geldingadölum gerði þá sýnilegri en oft áður. „Við erum kannski búin að vera í meira návígi við almenning, eins og í gegnum gosið í Geldingadölum og Íslendingar voru mikið að ferðast um landið upp á hálendi svo þeir rekast á okkur víða. Þannig að við erum búin að finna fyrir velvild og eiga samskipti við fólk og það er bara jákvætt.“ Að lokum minnir Kristinn á að mikilvægt sé að nota viðeigandi öryggisbúnað þegar fólk meðhöndlar og fylgist með flugeldum. Þar standa hin þekktu flugeldagleraugu enn fyrir sínu.
Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira