Vilja ekki fá alla til sín á gamlársdag Eiður Þór Árnason skrifar 29. desember 2021 21:47 Engar brennur verða þetta árið á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitirnar búast við góðri flugeldasölu í ár og hefur sala farið mjög vel af stað í desember. Vel gekk í fyrra og upplifa björgunarsveitarmenn aftur svipaða stemningu í samfélaginu nú þegar tveir stærstu söludagarnir eru fram undan. Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson tekur á móti fólki á sölustað á Malarhöfða og segir Íslendinga nú nýta sér netsöluna sem aldrei fyrr. Sveitirnar séu mjög bjartsýnar á að salan verði góð en um er að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar. Tuttugu manna samkomutakmörkun er nú í gildi en Kristinn á ekki von á því að hún komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi sölustaða. „Við erum með stóra staði og skipuleggjum þetta vel en við viljum hvetja fólk til að koma sem fyrst, koma í kvöld og morgun, en ekki allir á gamlársdag. Þannig náum við að dreifa álaginu og allir fá sína flugelda.“ Mikil áskorun að fá flugeldana heim Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á vöruflutning milli heimsálfa í ár og var því ekki alltaf ljóst hvort björgunarsveitirnar myndu fá allar sínar birgðir í tæka tíð frá verksmiðjum í Kína. „Allir flutningar eru erfiðir í heiminum í dag, þetta var mikil áskorun en hún gekk upp og við erum bara mjög glöð,“ sagði Kristinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árið 2021 var viðburðaríkt fyrir björgunarsveitirnar líkt og önnur ár en viðvera björgunarsveitarmanna við eldgosið í Geldingadölum gerði þá sýnilegri en oft áður. „Við erum kannski búin að vera í meira návígi við almenning, eins og í gegnum gosið í Geldingadölum og Íslendingar voru mikið að ferðast um landið upp á hálendi svo þeir rekast á okkur víða. Þannig að við erum búin að finna fyrir velvild og eiga samskipti við fólk og það er bara jákvætt.“ Að lokum minnir Kristinn á að mikilvægt sé að nota viðeigandi öryggisbúnað þegar fólk meðhöndlar og fylgist með flugeldum. Þar standa hin þekktu flugeldagleraugu enn fyrir sínu. Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson tekur á móti fólki á sölustað á Malarhöfða og segir Íslendinga nú nýta sér netsöluna sem aldrei fyrr. Sveitirnar séu mjög bjartsýnar á að salan verði góð en um er að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar. Tuttugu manna samkomutakmörkun er nú í gildi en Kristinn á ekki von á því að hún komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi sölustaða. „Við erum með stóra staði og skipuleggjum þetta vel en við viljum hvetja fólk til að koma sem fyrst, koma í kvöld og morgun, en ekki allir á gamlársdag. Þannig náum við að dreifa álaginu og allir fá sína flugelda.“ Mikil áskorun að fá flugeldana heim Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á vöruflutning milli heimsálfa í ár og var því ekki alltaf ljóst hvort björgunarsveitirnar myndu fá allar sínar birgðir í tæka tíð frá verksmiðjum í Kína. „Allir flutningar eru erfiðir í heiminum í dag, þetta var mikil áskorun en hún gekk upp og við erum bara mjög glöð,“ sagði Kristinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árið 2021 var viðburðaríkt fyrir björgunarsveitirnar líkt og önnur ár en viðvera björgunarsveitarmanna við eldgosið í Geldingadölum gerði þá sýnilegri en oft áður. „Við erum kannski búin að vera í meira návígi við almenning, eins og í gegnum gosið í Geldingadölum og Íslendingar voru mikið að ferðast um landið upp á hálendi svo þeir rekast á okkur víða. Þannig að við erum búin að finna fyrir velvild og eiga samskipti við fólk og það er bara jákvætt.“ Að lokum minnir Kristinn á að mikilvægt sé að nota viðeigandi öryggisbúnað þegar fólk meðhöndlar og fylgist með flugeldum. Þar standa hin þekktu flugeldagleraugu enn fyrir sínu.
Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira