Vilja ekki fá alla til sín á gamlársdag Eiður Þór Árnason skrifar 29. desember 2021 21:47 Engar brennur verða þetta árið á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitirnar búast við góðri flugeldasölu í ár og hefur sala farið mjög vel af stað í desember. Vel gekk í fyrra og upplifa björgunarsveitarmenn aftur svipaða stemningu í samfélaginu nú þegar tveir stærstu söludagarnir eru fram undan. Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson tekur á móti fólki á sölustað á Malarhöfða og segir Íslendinga nú nýta sér netsöluna sem aldrei fyrr. Sveitirnar séu mjög bjartsýnar á að salan verði góð en um er að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar. Tuttugu manna samkomutakmörkun er nú í gildi en Kristinn á ekki von á því að hún komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi sölustaða. „Við erum með stóra staði og skipuleggjum þetta vel en við viljum hvetja fólk til að koma sem fyrst, koma í kvöld og morgun, en ekki allir á gamlársdag. Þannig náum við að dreifa álaginu og allir fá sína flugelda.“ Mikil áskorun að fá flugeldana heim Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á vöruflutning milli heimsálfa í ár og var því ekki alltaf ljóst hvort björgunarsveitirnar myndu fá allar sínar birgðir í tæka tíð frá verksmiðjum í Kína. „Allir flutningar eru erfiðir í heiminum í dag, þetta var mikil áskorun en hún gekk upp og við erum bara mjög glöð,“ sagði Kristinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árið 2021 var viðburðaríkt fyrir björgunarsveitirnar líkt og önnur ár en viðvera björgunarsveitarmanna við eldgosið í Geldingadölum gerði þá sýnilegri en oft áður. „Við erum kannski búin að vera í meira návígi við almenning, eins og í gegnum gosið í Geldingadölum og Íslendingar voru mikið að ferðast um landið upp á hálendi svo þeir rekast á okkur víða. Þannig að við erum búin að finna fyrir velvild og eiga samskipti við fólk og það er bara jákvætt.“ Að lokum minnir Kristinn á að mikilvægt sé að nota viðeigandi öryggisbúnað þegar fólk meðhöndlar og fylgist með flugeldum. Þar standa hin þekktu flugeldagleraugu enn fyrir sínu. Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson tekur á móti fólki á sölustað á Malarhöfða og segir Íslendinga nú nýta sér netsöluna sem aldrei fyrr. Sveitirnar séu mjög bjartsýnar á að salan verði góð en um er að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar. Tuttugu manna samkomutakmörkun er nú í gildi en Kristinn á ekki von á því að hún komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi sölustaða. „Við erum með stóra staði og skipuleggjum þetta vel en við viljum hvetja fólk til að koma sem fyrst, koma í kvöld og morgun, en ekki allir á gamlársdag. Þannig náum við að dreifa álaginu og allir fá sína flugelda.“ Mikil áskorun að fá flugeldana heim Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á vöruflutning milli heimsálfa í ár og var því ekki alltaf ljóst hvort björgunarsveitirnar myndu fá allar sínar birgðir í tæka tíð frá verksmiðjum í Kína. „Allir flutningar eru erfiðir í heiminum í dag, þetta var mikil áskorun en hún gekk upp og við erum bara mjög glöð,“ sagði Kristinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árið 2021 var viðburðaríkt fyrir björgunarsveitirnar líkt og önnur ár en viðvera björgunarsveitarmanna við eldgosið í Geldingadölum gerði þá sýnilegri en oft áður. „Við erum kannski búin að vera í meira návígi við almenning, eins og í gegnum gosið í Geldingadölum og Íslendingar voru mikið að ferðast um landið upp á hálendi svo þeir rekast á okkur víða. Þannig að við erum búin að finna fyrir velvild og eiga samskipti við fólk og það er bara jákvætt.“ Að lokum minnir Kristinn á að mikilvægt sé að nota viðeigandi öryggisbúnað þegar fólk meðhöndlar og fylgist með flugeldum. Þar standa hin þekktu flugeldagleraugu enn fyrir sínu.
Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira