Heilbrigðisvandamálið fíknisjúkdómar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. desember 2021 07:31 Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín. Að mati samtakanna er fólki með fíknisjúkdóma ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, en stór hluti rekstrar SÁÁ er greiddur með söfnunarfé. Vegna takmarkana sem ríkið hefur beitt til að vernda líf og heilsu fólks gagnvart Covid-19 hefur SÁÁ ekki getað treyst á fjáraflanir. Það leiddi til þess að 455 færri innlagnir en ella urðu á árinu 2020 . Þeir sjúklingar urðu margir hverjir af lífsbjargandi meðferð. Í umsögn SÁÁ kemur fram að um 600 manns bíði eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog. Á meðan sjúklingarnir bíði, versni vandinn og fjölskyldur þeirra líði kvalir. Biðin valdi ótímabærum dauðsföllum og þjáningum. Samtökin lýsa yfir sérstökum áhyggjum af fjárskorti til meðferða við ópíóíðafíkn, en vandinn vegna misnotkunar ópíóíða er vaxandi og dauðsföllum vegna ofskömmtunar fer fjölgandi. Það er því ánægjulegt að meirihluti fjárlaganefndar hafi komið til móts við athugasemdir SÁÁ með tillögu um 120 m.kr. viðbótarframlag. Sömuleiðis gerir meirihlutinn tillögu um 48 m.kr. framlag til reksturs Hlaðgerðarkots og um 30 m. kr. framlag til að vinna gegn fíknisjúkdómum sem lagt er til að heilbrigðisráðuneytið nýti til samningagerðar við frjáls félagasamtök sem hafa að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. En betur má ef duga skal. Það hefur orðið mikilvæg viðhorfsbreyting í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun, en við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Það á að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín. Að mati samtakanna er fólki með fíknisjúkdóma ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, en stór hluti rekstrar SÁÁ er greiddur með söfnunarfé. Vegna takmarkana sem ríkið hefur beitt til að vernda líf og heilsu fólks gagnvart Covid-19 hefur SÁÁ ekki getað treyst á fjáraflanir. Það leiddi til þess að 455 færri innlagnir en ella urðu á árinu 2020 . Þeir sjúklingar urðu margir hverjir af lífsbjargandi meðferð. Í umsögn SÁÁ kemur fram að um 600 manns bíði eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog. Á meðan sjúklingarnir bíði, versni vandinn og fjölskyldur þeirra líði kvalir. Biðin valdi ótímabærum dauðsföllum og þjáningum. Samtökin lýsa yfir sérstökum áhyggjum af fjárskorti til meðferða við ópíóíðafíkn, en vandinn vegna misnotkunar ópíóíða er vaxandi og dauðsföllum vegna ofskömmtunar fer fjölgandi. Það er því ánægjulegt að meirihluti fjárlaganefndar hafi komið til móts við athugasemdir SÁÁ með tillögu um 120 m.kr. viðbótarframlag. Sömuleiðis gerir meirihlutinn tillögu um 48 m.kr. framlag til reksturs Hlaðgerðarkots og um 30 m. kr. framlag til að vinna gegn fíknisjúkdómum sem lagt er til að heilbrigðisráðuneytið nýti til samningagerðar við frjáls félagasamtök sem hafa að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. En betur má ef duga skal. Það hefur orðið mikilvæg viðhorfsbreyting í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun, en við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Það á að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar