Íslandsbanki: Eftir hverju er að bíða? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 21. desember 2021 13:00 Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis. Og hver voru þessi viðskipti ársins? Jú, salan á 35% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hrakspár úr röðum stjórnarandstæðinga um að nú myndi gömul saga endurtaka sig reyndust á sandi reistar. Efnt var til almenns hlutfjárútboðs og skráningar í Kauphöll og gafst almenningi kostur á að taka virkan þátt. Niðurstaðan varð dreift eignarhald, eins og að var stefnt, og 55 milljarðar króna í ríkissjóð. Það munar um minna fyrir almannahag þegar ríkissjóður hefur þurft að verja hundruð milljarða króna í björgunaraðgerðir til varnar fólki og fyrirtækjum vegna heimsfaraldursins. Salan á bankanum lækkar þann reikning og léttir byrðar skattgreiðenda þegar fram í sækir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú liggur fyrir þinginu, er ráðgert að eftirstandandi hlutur ríkisins verði að fullu seldur innan tveggja ára. Því spyr ég þing og þjóð, er eftir einhverju að bíða? Sá hlutur sem nú er í höndum ríkisins er í dag jafn mikils virði og allur hlutur ríkisins var fyrir söluna. Þetta hefur gerst vegna þess að markaðsöflin hafa verið leyst úr læðingi og aukið verðmæti bankans. Ég vil benda þeim á sem hafa áhyggjur vegna bankahrunsins 2008 og telja að banki í einkaeigu sé ávísun á ófarir, að allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur gjörbreyst síðan þá og verið treyst, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim. Stjórnvöld og fjármálageirinn lærðu af biturri reynslu. Það sem gerðist þá getur ekki endurtekið sig nú með sams konar hætti. Bankarekstur er hins vegar í eðli sínu áhætturekstur og getur sveiflast til. Geirinn þarf að vera kvikur til að bregðast við kalli samtímans og nýjustu tækniframförum. Það er því óeðlilegt og hamlandi að ríkið sé með stóran hluta bankakerfisins á sinni hendi. Það gefur stjórnmálamönnum völd sem þeim ber ekki að fara með og slíkt fyrirkomulag minnkar hagræði í rekstri og dregur úr ávinningi viðskiptavina. Margvísleg innviðauppbygging og niðurgreiðsla Covid-hallans er meðal helstu verkefna ríkissjóðs. Okkur ber að sinna þeim verkefnum sem varða almannahag og láta markaðinn um hitt. Klárum söluna á Íslandsbanka, landi og lýð til heilla. Höfundur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis. Og hver voru þessi viðskipti ársins? Jú, salan á 35% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hrakspár úr röðum stjórnarandstæðinga um að nú myndi gömul saga endurtaka sig reyndust á sandi reistar. Efnt var til almenns hlutfjárútboðs og skráningar í Kauphöll og gafst almenningi kostur á að taka virkan þátt. Niðurstaðan varð dreift eignarhald, eins og að var stefnt, og 55 milljarðar króna í ríkissjóð. Það munar um minna fyrir almannahag þegar ríkissjóður hefur þurft að verja hundruð milljarða króna í björgunaraðgerðir til varnar fólki og fyrirtækjum vegna heimsfaraldursins. Salan á bankanum lækkar þann reikning og léttir byrðar skattgreiðenda þegar fram í sækir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú liggur fyrir þinginu, er ráðgert að eftirstandandi hlutur ríkisins verði að fullu seldur innan tveggja ára. Því spyr ég þing og þjóð, er eftir einhverju að bíða? Sá hlutur sem nú er í höndum ríkisins er í dag jafn mikils virði og allur hlutur ríkisins var fyrir söluna. Þetta hefur gerst vegna þess að markaðsöflin hafa verið leyst úr læðingi og aukið verðmæti bankans. Ég vil benda þeim á sem hafa áhyggjur vegna bankahrunsins 2008 og telja að banki í einkaeigu sé ávísun á ófarir, að allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur gjörbreyst síðan þá og verið treyst, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim. Stjórnvöld og fjármálageirinn lærðu af biturri reynslu. Það sem gerðist þá getur ekki endurtekið sig nú með sams konar hætti. Bankarekstur er hins vegar í eðli sínu áhætturekstur og getur sveiflast til. Geirinn þarf að vera kvikur til að bregðast við kalli samtímans og nýjustu tækniframförum. Það er því óeðlilegt og hamlandi að ríkið sé með stóran hluta bankakerfisins á sinni hendi. Það gefur stjórnmálamönnum völd sem þeim ber ekki að fara með og slíkt fyrirkomulag minnkar hagræði í rekstri og dregur úr ávinningi viðskiptavina. Margvísleg innviðauppbygging og niðurgreiðsla Covid-hallans er meðal helstu verkefna ríkissjóðs. Okkur ber að sinna þeim verkefnum sem varða almannahag og láta markaðinn um hitt. Klárum söluna á Íslandsbanka, landi og lýð til heilla. Höfundur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar