Umbótaáætlun Ísteka hrint í framkvæmd Arnþór Guðlaugsson skrifar 19. desember 2021 18:38 Vegna umræðu undanfarið um málefni Ísteka, fyrirkomulag á töku blóðs úr fylfullum hryssum, réttmæti blóðtökunnar og fleira vil ég fyrir hönd fyrirtækisins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri, almenningi og hlutaðeigandi hagsmunaaðilum til upplýsingar. Í upphafi er þó rétt að ítreka að Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum og mun hér eftir sem hingað til taka hart á öllum slíkum tilvikum með slitum á viðskiptasamböndum, eins og fyrirtækið hefur raunar gert í nokkrum tilfellum á undanförnum árum, þar á meðal mjög nýlega. Ísteka leggur enda ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og dýravelferð í allri starfsemi sinni og er eina afurðafyrirtækið á Íslandi sem gerir dýravelferðarsamninga við alla samstarfsbændur. Líftæknifyrirtækið Ísteka er verðmætaskapandi útflutningsfyrirtæki sem aflar þjóðarbúinu árlega um tveggja milljarða króna í gjaldeyristekjur. Um 40 manns hafa fasta atvinnu hjá félaginu. Ísteka býr til lyfjaefni (equine Chorionic Gonadotrophin, eCG) með hátækniaðferðum sem þróaðar hafa verið hjá fyrirtækinu úr blóðvökva hryssa. Lyfjahluti starfseminnar hefur verið skoðaður og samþykktur af Fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) og Lyfjastofnun Íslands. Þá er lyfjaefnið leyft á öllum helstu mörkuðum heims og blóðgjafir og lyfjaframleiðsla úr hryssublóði sömuleiðis í Evrópu, þar með talið í löndum ESB og EES. Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum sýna að blóðgjafir hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin sömuleiðis eins og önnur folöld. Í tilfellum frávika, sem geta komið upp, er brugðist við með skýrum ábendingum um úrbætur, sérstöku viðbótareftirliti eða uppsögn á viðskiptasambandi. Ísteka hefur sjö sinnum hætt viðskiptum við bændur, þar af tvisvar nýlega. Erlend dýravelferðarsamtök sem hafa að eigin sögn rannsakað blóðtökur á íslenskum bæjum frá 2019 til 2021 fundu frávik frá dýravelferð á tveimur bæjum af alls 119 bæjum. Blóðsöfnun á hverjum bæ tekur marga klukkutíma. Myndefni samtakanna sem birt hefur verið sýnir aðeins nokkrar sekúndur og vissulega óverjandi meðferð, sem Ísteka brást við þegar í stað og málið kom upp. Það liggur einnig fyrir að umrædd samtök hafa farið afar frjálslega með ýmsar staðreyndir og hreinar rangfærslur í sumum tilfellum. Þjóðfélagsumræðan um frávik á dýravelferð á tveimur bæjum hefur nú að ósekju selt alla bændur búgreinarinnar undir sömu sök. Þrátt fyrir ríkt eftirlit Ísteka með blóðtöku varð umræddra frávika ekki vart í eftirlitinu. Af þeim sökum hefur félagið ákveðið að endurskoða framkvæmdina og auka eftirlitið enn frekar til að fyrirbyggja algjörlega að slíkt geti komið upp aftur. Til þessa hefur Ísteka lagt ríka áherslu á dýravelferð með velferðarsamningi við bændur, þjónustusamningi við dýralækna sem annast blóðtökuna, sem m.a. kveður á um ábyrgð þeirra á velferð dýranna og fleira. Þá hefur hafa allir bændur gæðahandbók sem Ísteka gefur út og skylt er að styðjast við í starfseminni auk þess sem fulltrúi Ísteka fer reglulega í eftirlitsferðir til að kanna ástand hryssanna, aðstöðu á bæjum og fyrirkomulag við blóðtöku. Ísteka heimsækir um helming bæja á hverju ári eins og hægt er að kynna sér nánar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu þess. Þar er m.a. að finna myndband sem sýnir blóðsöfnun í rólegu og yfirveguðu umhverfi eins og Ísteka leggur áherslu á. Frávik sem sýnt hefur verið er undantekning frá reglunni. Vegna þessa misbrests hefur Ísteka nú kynnt ítarlega umbótaáætlun sem felur í sér að fræðsla til bænda verður aukin með frekara námskeiðahaldi og verklegri þjálfun, uppfærslu á handbók, fjölgun eftirlitsfólks með framkvæmd allra blóðgjafa sem þegar í stað verða stöðvaðar komi upp frávik. Þá verður myndavélaeftirlit tekið upp og hryssur eftirleiðis sérvaldar með tilliti til skapgerðar. Hryssur sem ekki henta til blóðgjafar verða teknar úr stóðinu. Við hjá Ísteka munum á næstunni fjalla frekar um tilgang blóðtöku úr fylfullum hryssum, frjósemi spendýra, dýraumhverfi og þann aðbúnað sem Ísteka gerir kröfur og mun gera körfur um til framtíðar. Höfundur greinarinnar er framkvæmdastjóri Ísteka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Hestar Arnþór Guðlaugsson Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vegna umræðu undanfarið um málefni Ísteka, fyrirkomulag á töku blóðs úr fylfullum hryssum, réttmæti blóðtökunnar og fleira vil ég fyrir hönd fyrirtækisins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri, almenningi og hlutaðeigandi hagsmunaaðilum til upplýsingar. Í upphafi er þó rétt að ítreka að Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum og mun hér eftir sem hingað til taka hart á öllum slíkum tilvikum með slitum á viðskiptasamböndum, eins og fyrirtækið hefur raunar gert í nokkrum tilfellum á undanförnum árum, þar á meðal mjög nýlega. Ísteka leggur enda ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og dýravelferð í allri starfsemi sinni og er eina afurðafyrirtækið á Íslandi sem gerir dýravelferðarsamninga við alla samstarfsbændur. Líftæknifyrirtækið Ísteka er verðmætaskapandi útflutningsfyrirtæki sem aflar þjóðarbúinu árlega um tveggja milljarða króna í gjaldeyristekjur. Um 40 manns hafa fasta atvinnu hjá félaginu. Ísteka býr til lyfjaefni (equine Chorionic Gonadotrophin, eCG) með hátækniaðferðum sem þróaðar hafa verið hjá fyrirtækinu úr blóðvökva hryssa. Lyfjahluti starfseminnar hefur verið skoðaður og samþykktur af Fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) og Lyfjastofnun Íslands. Þá er lyfjaefnið leyft á öllum helstu mörkuðum heims og blóðgjafir og lyfjaframleiðsla úr hryssublóði sömuleiðis í Evrópu, þar með talið í löndum ESB og EES. Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum sýna að blóðgjafir hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin sömuleiðis eins og önnur folöld. Í tilfellum frávika, sem geta komið upp, er brugðist við með skýrum ábendingum um úrbætur, sérstöku viðbótareftirliti eða uppsögn á viðskiptasambandi. Ísteka hefur sjö sinnum hætt viðskiptum við bændur, þar af tvisvar nýlega. Erlend dýravelferðarsamtök sem hafa að eigin sögn rannsakað blóðtökur á íslenskum bæjum frá 2019 til 2021 fundu frávik frá dýravelferð á tveimur bæjum af alls 119 bæjum. Blóðsöfnun á hverjum bæ tekur marga klukkutíma. Myndefni samtakanna sem birt hefur verið sýnir aðeins nokkrar sekúndur og vissulega óverjandi meðferð, sem Ísteka brást við þegar í stað og málið kom upp. Það liggur einnig fyrir að umrædd samtök hafa farið afar frjálslega með ýmsar staðreyndir og hreinar rangfærslur í sumum tilfellum. Þjóðfélagsumræðan um frávik á dýravelferð á tveimur bæjum hefur nú að ósekju selt alla bændur búgreinarinnar undir sömu sök. Þrátt fyrir ríkt eftirlit Ísteka með blóðtöku varð umræddra frávika ekki vart í eftirlitinu. Af þeim sökum hefur félagið ákveðið að endurskoða framkvæmdina og auka eftirlitið enn frekar til að fyrirbyggja algjörlega að slíkt geti komið upp aftur. Til þessa hefur Ísteka lagt ríka áherslu á dýravelferð með velferðarsamningi við bændur, þjónustusamningi við dýralækna sem annast blóðtökuna, sem m.a. kveður á um ábyrgð þeirra á velferð dýranna og fleira. Þá hefur hafa allir bændur gæðahandbók sem Ísteka gefur út og skylt er að styðjast við í starfseminni auk þess sem fulltrúi Ísteka fer reglulega í eftirlitsferðir til að kanna ástand hryssanna, aðstöðu á bæjum og fyrirkomulag við blóðtöku. Ísteka heimsækir um helming bæja á hverju ári eins og hægt er að kynna sér nánar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu þess. Þar er m.a. að finna myndband sem sýnir blóðsöfnun í rólegu og yfirveguðu umhverfi eins og Ísteka leggur áherslu á. Frávik sem sýnt hefur verið er undantekning frá reglunni. Vegna þessa misbrests hefur Ísteka nú kynnt ítarlega umbótaáætlun sem felur í sér að fræðsla til bænda verður aukin með frekara námskeiðahaldi og verklegri þjálfun, uppfærslu á handbók, fjölgun eftirlitsfólks með framkvæmd allra blóðgjafa sem þegar í stað verða stöðvaðar komi upp frávik. Þá verður myndavélaeftirlit tekið upp og hryssur eftirleiðis sérvaldar með tilliti til skapgerðar. Hryssur sem ekki henta til blóðgjafar verða teknar úr stóðinu. Við hjá Ísteka munum á næstunni fjalla frekar um tilgang blóðtöku úr fylfullum hryssum, frjósemi spendýra, dýraumhverfi og þann aðbúnað sem Ísteka gerir kröfur og mun gera körfur um til framtíðar. Höfundur greinarinnar er framkvæmdastjóri Ísteka.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun