Heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2021 20:05 Frádrættinum er ætlað að ná til starfa sem innt eru af hendi hér á landi á heimili einstaklinga og í sumarhúsum þeirra. Getty Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja gera breytingar á lögum um tekjuskatt á þann veg að heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti. Hver skattgreiðandi geti dregið frá tekjuskattsstofni allt að 1,8 milljón króna á ári. Í tilkynningu segir að frádrættinum sé ætlað að ná til starfa sem unnin eru á heimilum fólks og sumarhúsum. „Til slíkra starfa teljast t.d. hefðbundin heimilisstörf, svo sem þrif og hreingerningar, hefðbundin garðyrkjustörf eða snjómokstur á gangstéttum og í innkeyrslu að heimili. Þegar húsfélag fjöleignarhúss annast greiðslu kostnaðar úr sameiginlegum sjóði vegna slíkra starfa á sameign getur einstaklingur dregið sinn hlut í þeim kostnaði frá tekjuskattsstofni sínum,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einnig eigi ákvæðið að ná til störf sem snúa að umönnun fólks vegna veikinda eða fötlunar, umönnun barna og aðstoðar við fólk í tengslum við ferðir til og frá heimili. Vilhjálmur Árnason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn hans eru Óli Björn Kárason, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Öll eru þau þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haft er eftir Vilhjálmi í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé meðal annars að sporna við svartri atvinnustarfsemi og ýta undir aukin réttindi fólks sem vinnur störf eins og þau sem nefnd eru hér að ofan. Vilhjálmur ræddi frumvarpið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði meðal annars að verið væri að horfa til eldra fólks sem vildi búa áfram á heimilum sínum og frumvarpið ætti að gera fólki það auðveldara. Sömuleiðis væri verið að líta til fjölskyldufólks og gera þeim auðveldara að fjárfesta í þjónustu sem þessari. Hægt er að hlusta á þann hluta þáttarins sem Vilhjálmur var í hér að neðan. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Í tilkynningu segir að frádrættinum sé ætlað að ná til starfa sem unnin eru á heimilum fólks og sumarhúsum. „Til slíkra starfa teljast t.d. hefðbundin heimilisstörf, svo sem þrif og hreingerningar, hefðbundin garðyrkjustörf eða snjómokstur á gangstéttum og í innkeyrslu að heimili. Þegar húsfélag fjöleignarhúss annast greiðslu kostnaðar úr sameiginlegum sjóði vegna slíkra starfa á sameign getur einstaklingur dregið sinn hlut í þeim kostnaði frá tekjuskattsstofni sínum,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einnig eigi ákvæðið að ná til störf sem snúa að umönnun fólks vegna veikinda eða fötlunar, umönnun barna og aðstoðar við fólk í tengslum við ferðir til og frá heimili. Vilhjálmur Árnason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn hans eru Óli Björn Kárason, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Öll eru þau þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haft er eftir Vilhjálmi í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé meðal annars að sporna við svartri atvinnustarfsemi og ýta undir aukin réttindi fólks sem vinnur störf eins og þau sem nefnd eru hér að ofan. Vilhjálmur ræddi frumvarpið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði meðal annars að verið væri að horfa til eldra fólks sem vildi búa áfram á heimilum sínum og frumvarpið ætti að gera fólki það auðveldara. Sömuleiðis væri verið að líta til fjölskyldufólks og gera þeim auðveldara að fjárfesta í þjónustu sem þessari. Hægt er að hlusta á þann hluta þáttarins sem Vilhjálmur var í hér að neðan.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira