Elexír við virkjanaáráttu? Tómas Guðbjartsson skrifar 12. desember 2021 19:30 Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira. Sem er ekki alls kostar rétt eins og Bjarni rekur í frábærri grein sinni á visir.is. Að sama skapi er svargrein Landsvirkjunar máttlítil og svarar alls ekki þeim staðreyndum sem settar eru fram í grein Bjarna. Það er orkuskortur á Íslandi, en hann er ekki vegna þess að það vanti fleiri virkjanir. Bilanir hafa komið upp í túrbínum og vatnsstaða uppistöðulóna sunnanlands verið óvenju lág. Þetta veldur minnkuðum afköstum virkjana. Á sama tíma eru álver og kísilverksmiðjur að keyra verksmiðjur sínar á fullu stími vegna tímabundins hás verðs á afurðum. Sú staða gæti breyst skyndilega og sum þeirra lognast út af, eins og álver Rio Tinto í Straumsvík. Loks má nefna að fiskimjölsverksmiðjur hafa fyrir löngu samið um kaup á svokölluðu umframrafmagni - á mun lægra verði en annars er í boði. Þegar orkuskortur kemur upp, eins og nú er raunin, þýða slíkir samningar að þau verða að sæta skerðingum. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur um árabil verið ónýtt rafmagn í kerfinu, eins og við Blöndu og fleiri stórvirkjunum. Þetta er ekkert smá magn umframrafmagns, en erfitt hefur reynst að koma því til neytanda vegna ófullkomins dreifikerfis sem Landsnet ber ábyrgð á. Þar veigra menn sér sífellt við að velja umhverfisvænni lausnir eins og grafa strengi í jörð, enda kostar það meira en sjónmengandi háspennulínur. Dreifikerfið er því helsta meinsemdin og ljóst að lækningin felst ekki í því að virkja meira. Hin síðari ár hefur umframrafmagn verið selt gagnaverum, sem eru vægast sagt sveiflukenndur og óáreiðanlegur kúnni sem að stærstum hluta til fæst við gröft eftir rafmyntum. Sá furðulegi iðnaður hefur nú verið bannaður í Kína og önnur Norðurlönd ætla sömuleiðis að banna hann í sínum löndum. Enda notar gröftur eftir rafmyntum þegar meira rafmagn en allt Austurríki á ársbasis! Allir sjá hljóta að sjá hversu fáránleg rafmynt er út frá umhverfissjónarmiðum. Þar að auki eru rafmyntir notaðar af glæpasamtökum og aðilum sem ekki vilja láta rekja slóð sína í viðskiptum. Leit að slíku glópagulli ætti því ekki að eiga sér stað hérlendis. Íslensk gagnaver verða að leggja spilin á borðið og tryggja að þau séu ekki að sinna slíkum viðskiptavinum. Annars á að vísa þeim á dyr sem orkukaupendum - eins og fjöldi ríkja er farinn að gera. Þangað til gagnsæjar upplýsingar um starfsemi gagnavera liggja fyrir er sjálfgefið að skerða raforku til þeirra, enda veita þau tiltölulega fá störf, ef frá er skilinn stuttur uppbyggingartími þeirra. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01 Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira. Sem er ekki alls kostar rétt eins og Bjarni rekur í frábærri grein sinni á visir.is. Að sama skapi er svargrein Landsvirkjunar máttlítil og svarar alls ekki þeim staðreyndum sem settar eru fram í grein Bjarna. Það er orkuskortur á Íslandi, en hann er ekki vegna þess að það vanti fleiri virkjanir. Bilanir hafa komið upp í túrbínum og vatnsstaða uppistöðulóna sunnanlands verið óvenju lág. Þetta veldur minnkuðum afköstum virkjana. Á sama tíma eru álver og kísilverksmiðjur að keyra verksmiðjur sínar á fullu stími vegna tímabundins hás verðs á afurðum. Sú staða gæti breyst skyndilega og sum þeirra lognast út af, eins og álver Rio Tinto í Straumsvík. Loks má nefna að fiskimjölsverksmiðjur hafa fyrir löngu samið um kaup á svokölluðu umframrafmagni - á mun lægra verði en annars er í boði. Þegar orkuskortur kemur upp, eins og nú er raunin, þýða slíkir samningar að þau verða að sæta skerðingum. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur um árabil verið ónýtt rafmagn í kerfinu, eins og við Blöndu og fleiri stórvirkjunum. Þetta er ekkert smá magn umframrafmagns, en erfitt hefur reynst að koma því til neytanda vegna ófullkomins dreifikerfis sem Landsnet ber ábyrgð á. Þar veigra menn sér sífellt við að velja umhverfisvænni lausnir eins og grafa strengi í jörð, enda kostar það meira en sjónmengandi háspennulínur. Dreifikerfið er því helsta meinsemdin og ljóst að lækningin felst ekki í því að virkja meira. Hin síðari ár hefur umframrafmagn verið selt gagnaverum, sem eru vægast sagt sveiflukenndur og óáreiðanlegur kúnni sem að stærstum hluta til fæst við gröft eftir rafmyntum. Sá furðulegi iðnaður hefur nú verið bannaður í Kína og önnur Norðurlönd ætla sömuleiðis að banna hann í sínum löndum. Enda notar gröftur eftir rafmyntum þegar meira rafmagn en allt Austurríki á ársbasis! Allir sjá hljóta að sjá hversu fáránleg rafmynt er út frá umhverfissjónarmiðum. Þar að auki eru rafmyntir notaðar af glæpasamtökum og aðilum sem ekki vilja láta rekja slóð sína í viðskiptum. Leit að slíku glópagulli ætti því ekki að eiga sér stað hérlendis. Íslensk gagnaver verða að leggja spilin á borðið og tryggja að þau séu ekki að sinna slíkum viðskiptavinum. Annars á að vísa þeim á dyr sem orkukaupendum - eins og fjöldi ríkja er farinn að gera. Þangað til gagnsæjar upplýsingar um starfsemi gagnavera liggja fyrir er sjálfgefið að skerða raforku til þeirra, enda veita þau tiltölulega fá störf, ef frá er skilinn stuttur uppbyggingartími þeirra. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01
Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun