Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2021 15:03 Devin Nunes var fyrst kjörinn á þing árið 2002. AP/Carolyn Kaster Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. Nunes var fyrst kjörinn á þing árið 2002, þá þrítugur, en í fyrra var hann kjörinn í tíunda sinn og átti að sitja á þingi til minnst 2023. Síðasta kjörtímabil reyndist honum þó nokkuð erfitt. Hann vann andstæðing sinn úr Demókrataflokknum með naumindum og baráttan svo gott sem tæmdi kosningasjóði hans. Þá hafa Demókratar í Kaliforníu unnið að því að breyta kjördæmi hans í Kaliforníu svo honum gæti reynst mjög erfitt að ná endurkjöri árið 2023, samkvæmt frétt Politico. Í frétt Washington Post segir að ef Repúblikanar nái aftur meirihluta í fulltrúadeildinni á næsta ári hefði Nunes getað orðið formaður einnar valdamestu nefndar fulltrúadeildarinnar. Einn helsti stuðningsmaður Trumps Nunes hefur á undanförnum árum skipað sér sess meðal helstu stuðningsmanna Trumps á þingi. Í tilkynningu um vistaskiptin sagði hann að nú væri tími til kominn til að „enduropna“ internetið og leyfa frjálst flæði hugmynda og tjáningar án ritskoðunar. Hann sagði Bandaríkin hafa gert drauminn um internetið að raunveruleika og það yrði bandarískt fyrirtæki sem myndi endurvekja drauminn. Devin Nunes stendur hér fyrir aftan Donald Trump á blaðamannafundi 2018.AP/Carolyn Kaster TMTG ætlar að opna nýjan samfélagsmiðil á næsta ári en hefur í raun ekki gefið neitt út enn. Fyrirtækið hafði gefið út að beta-útgáfa nýs samfélagsmiðils yrði opinberuð í síðasta mánuði en það gerðist ekki. Þá hafa einungis tveir háttsettir starfsmenn fyrirtækisins verið opinberaðir, áður en Nunes kom til sögunnar. Það er Trump sjálfur sem stjórnarformaður, og Scott St. John, sem er yfir streymismálum hjá fyrirtækinu. Sjá einnig: Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Strax til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna er með þetta nýjasta fyrirtæki Trumps til skoðunar. Það er vegna samkomulags sem fyrirtækið gerði við Digital World Acquisition Corp um skráningu TMTG á mörkuðum. Samkvæmt frétt BBC hefur stofnunin leitað eftir skjölum um fjárfesta og viðskipti fyrirtækisins en áðurnefnt samkomulag felur í sér sameiningu fyrirtækjanna tveggja og þar af leiðendi markaðsskráningu TMTG. Í skráningu hjá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í gær eru tveir starfsmenn TMTG nefndir sem Josh A. og Billy B. Sá fyrrnefndi er sagður fara fyrir tæknimálum og sá síðarnefndi er yfirmaður vörumála. Í fjárfestakynningu segir að TMTG muni keppa við tæknirisa eins og Twitter, Amazon og Disney Plus á næstu árum og að notendafjöldi þess gæti verið orðinn 81 milljón árið 2026 og tekjur 3,5 milljarðar dala. Bandaríkin Donald Trump Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. 2. desember 2021 23:49 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18 Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Nunes var fyrst kjörinn á þing árið 2002, þá þrítugur, en í fyrra var hann kjörinn í tíunda sinn og átti að sitja á þingi til minnst 2023. Síðasta kjörtímabil reyndist honum þó nokkuð erfitt. Hann vann andstæðing sinn úr Demókrataflokknum með naumindum og baráttan svo gott sem tæmdi kosningasjóði hans. Þá hafa Demókratar í Kaliforníu unnið að því að breyta kjördæmi hans í Kaliforníu svo honum gæti reynst mjög erfitt að ná endurkjöri árið 2023, samkvæmt frétt Politico. Í frétt Washington Post segir að ef Repúblikanar nái aftur meirihluta í fulltrúadeildinni á næsta ári hefði Nunes getað orðið formaður einnar valdamestu nefndar fulltrúadeildarinnar. Einn helsti stuðningsmaður Trumps Nunes hefur á undanförnum árum skipað sér sess meðal helstu stuðningsmanna Trumps á þingi. Í tilkynningu um vistaskiptin sagði hann að nú væri tími til kominn til að „enduropna“ internetið og leyfa frjálst flæði hugmynda og tjáningar án ritskoðunar. Hann sagði Bandaríkin hafa gert drauminn um internetið að raunveruleika og það yrði bandarískt fyrirtæki sem myndi endurvekja drauminn. Devin Nunes stendur hér fyrir aftan Donald Trump á blaðamannafundi 2018.AP/Carolyn Kaster TMTG ætlar að opna nýjan samfélagsmiðil á næsta ári en hefur í raun ekki gefið neitt út enn. Fyrirtækið hafði gefið út að beta-útgáfa nýs samfélagsmiðils yrði opinberuð í síðasta mánuði en það gerðist ekki. Þá hafa einungis tveir háttsettir starfsmenn fyrirtækisins verið opinberaðir, áður en Nunes kom til sögunnar. Það er Trump sjálfur sem stjórnarformaður, og Scott St. John, sem er yfir streymismálum hjá fyrirtækinu. Sjá einnig: Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Strax til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna er með þetta nýjasta fyrirtæki Trumps til skoðunar. Það er vegna samkomulags sem fyrirtækið gerði við Digital World Acquisition Corp um skráningu TMTG á mörkuðum. Samkvæmt frétt BBC hefur stofnunin leitað eftir skjölum um fjárfesta og viðskipti fyrirtækisins en áðurnefnt samkomulag felur í sér sameiningu fyrirtækjanna tveggja og þar af leiðendi markaðsskráningu TMTG. Í skráningu hjá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í gær eru tveir starfsmenn TMTG nefndir sem Josh A. og Billy B. Sá fyrrnefndi er sagður fara fyrir tæknimálum og sá síðarnefndi er yfirmaður vörumála. Í fjárfestakynningu segir að TMTG muni keppa við tæknirisa eins og Twitter, Amazon og Disney Plus á næstu árum og að notendafjöldi þess gæti verið orðinn 81 milljón árið 2026 og tekjur 3,5 milljarðar dala.
Bandaríkin Donald Trump Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. 2. desember 2021 23:49 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18 Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. 2. desember 2021 23:49
Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13
„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28
Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18
Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42