Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Rannveig Grétarsdóttir skrifar 7. desember 2021 12:01 Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi. Viðspyrna ferðaþjónustunnar er hafin en það er enn langt í land að ná fyrri styrk. Ein af undirstöðum lífskjara í íslensku samfélagi á undanförnum árum hafa verið öflug viðskipti við útlönd. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur þar gegnt lykilhlutverki. Fyrir faraldurinn var eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vöru og þjónustu hér á landi helsta ástæða lífskjarasóknar í samfélaginu. Ferðaþjónustan skapaði þannig gríðarlegan fjölda starfa um land. Til að svo megi aftur verða þarf að vanda til verka. Að bera saman epli og appelsínur Það var því áhugavert að lesa grein eftir forystumann í verkalýðshreyfingunni á dögunum þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Tók hann þar dæmi af einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins, með hátt í tvö þúsund starfsmenn, og heimfærði yfir á íslenskt atvinnulíf. Til að setja hlutina í samhengi þá var um 90% fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2019 með 10 eða færri starfsmenn. Sama ár voru um 9% fyrirtækja með á bilinu 10 – 50 starfsmenn. Restin, eða um 1%, var með fleiri en 50 starfsmenn á launaskrá. Þetta var áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á af fullum þunga með öllu því sem tilheyrir. Skökk samkeppnisstaða Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er oft gott að horfa út fyrir landsteinana þegar kemur að samanburði og því nærtækt að horfa til hinna Norðurlanda. Undanfarinn áratug hefur hlutur launa í verðmætasköpun ferðaþjónustunnar hér landi vaxið meira en rekstarafgangur fyrirtækjanna. Á tímabilinu hefur innlendur launakostnaður hækkað að meðaltali um 6%. Á sama tímabili hefur launakostnaður á hinum Norðurlöndunum hækkað um rúmlega 3%. Þessi þróun veikir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja gangvart kollegum sínum á Norðurlöndunum verulega. Með öðrum orðum er launakostnaður hér á landi að hækka að meðaltali tvöfalt meira en á hinum Norðurlöndunum. Aðeins um þróun launa hér á landi. Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 12% á síðustu tveimur árum. Á sama tíma er landsframleiðslan enn minni en hún var fyrir heimsfaraldur, þrátt fyrir ágætan vöxt undanfarið hálft ár. Þessi þróun á vinnumarkaði hvorki þjónar hagsmunum launþega né fyrirtækja til lengri tíma. Horfa ber á stóru myndina Ferðaþjónusta snýst um fólk - bæði ferðamenn og starfsmenn. Okkur hefur gengið vel að taka á móti erlendum ferðamönnum og helsti ávinningur af vexti í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur sannanlega runnið í vasa starfsmanna. Framundan eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Það skiptir gríðarlegu máli að verkalýðsforystan hafi staðreyndir um stöðu mála á hreinu. Innistæðulausar launahækkanir ýta undir verðbólgu og hækkun vaxta og grafa þannig undan kaupmætti. Það væri ágætt ef umræddur forystumaður í verkalýðshreyfingunni horfði á jólatréð allt – ekki bara toppinn á trénu og efstu greinarnar! Höfundur er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi. Viðspyrna ferðaþjónustunnar er hafin en það er enn langt í land að ná fyrri styrk. Ein af undirstöðum lífskjara í íslensku samfélagi á undanförnum árum hafa verið öflug viðskipti við útlönd. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur þar gegnt lykilhlutverki. Fyrir faraldurinn var eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vöru og þjónustu hér á landi helsta ástæða lífskjarasóknar í samfélaginu. Ferðaþjónustan skapaði þannig gríðarlegan fjölda starfa um land. Til að svo megi aftur verða þarf að vanda til verka. Að bera saman epli og appelsínur Það var því áhugavert að lesa grein eftir forystumann í verkalýðshreyfingunni á dögunum þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Tók hann þar dæmi af einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins, með hátt í tvö þúsund starfsmenn, og heimfærði yfir á íslenskt atvinnulíf. Til að setja hlutina í samhengi þá var um 90% fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2019 með 10 eða færri starfsmenn. Sama ár voru um 9% fyrirtækja með á bilinu 10 – 50 starfsmenn. Restin, eða um 1%, var með fleiri en 50 starfsmenn á launaskrá. Þetta var áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á af fullum þunga með öllu því sem tilheyrir. Skökk samkeppnisstaða Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er oft gott að horfa út fyrir landsteinana þegar kemur að samanburði og því nærtækt að horfa til hinna Norðurlanda. Undanfarinn áratug hefur hlutur launa í verðmætasköpun ferðaþjónustunnar hér landi vaxið meira en rekstarafgangur fyrirtækjanna. Á tímabilinu hefur innlendur launakostnaður hækkað að meðaltali um 6%. Á sama tímabili hefur launakostnaður á hinum Norðurlöndunum hækkað um rúmlega 3%. Þessi þróun veikir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja gangvart kollegum sínum á Norðurlöndunum verulega. Með öðrum orðum er launakostnaður hér á landi að hækka að meðaltali tvöfalt meira en á hinum Norðurlöndunum. Aðeins um þróun launa hér á landi. Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 12% á síðustu tveimur árum. Á sama tíma er landsframleiðslan enn minni en hún var fyrir heimsfaraldur, þrátt fyrir ágætan vöxt undanfarið hálft ár. Þessi þróun á vinnumarkaði hvorki þjónar hagsmunum launþega né fyrirtækja til lengri tíma. Horfa ber á stóru myndina Ferðaþjónusta snýst um fólk - bæði ferðamenn og starfsmenn. Okkur hefur gengið vel að taka á móti erlendum ferðamönnum og helsti ávinningur af vexti í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur sannanlega runnið í vasa starfsmanna. Framundan eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Það skiptir gríðarlegu máli að verkalýðsforystan hafi staðreyndir um stöðu mála á hreinu. Innistæðulausar launahækkanir ýta undir verðbólgu og hækkun vaxta og grafa þannig undan kaupmætti. Það væri ágætt ef umræddur forystumaður í verkalýðshreyfingunni horfði á jólatréð allt – ekki bara toppinn á trénu og efstu greinarnar! Höfundur er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun