Jóhann Árni er fæddur árið 2001 og lék með Fjölni í Pepsi Max-deildinni sumarið 2020 er Fjölnir féll án þess að vinna leik. Hann lék svo með liðinu í Lengjudeildinni síðasta sumar en virðist nú á leið til Stjörnunnar.
Fótbolti.net greindi fyrst frá skiptunum sem hafa þó ekki enn verið staðfest.
Jóhann Árni buinn að kveðja félaga sína í Fjölni. Jóhann er að ganga til liðs við Stjörnuna pic.twitter.com/bN9Y6qUmTG
— Arnar Laufdal (@AddiLauf) December 5, 2021
Jóhann Árni á að baki 19 leiki fyrir yngri landslið Íslands sem og 80 KSÍ leiki fyrir Fjölni. Hefur hann skorað 20 mörk fyrir félagið sem verður að teljast ágætt fyrir leikmann sem leikur nær alltaf í stöðu miðjumanns og er þekktur fyrir að skapa færi fyrir samherja sína.
Hinn tvítugi Jóhann Árni hefur verið orðaður við KR undanfarið en virðist nú á leið í Garðabæinn.
Svo virðist sem Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, ætli að sækja leikmenn úr öllum áttum. Goðsögnin Óskar Örn Hauksson gekk í raðir félagsins frá KR fyrir skemmstu og þá kom Sindri Þór Ingimundarson frá 3. deildarliði Augnabliks.
Stjarnan var að sækja Sindra Þór Ingimarsson frá Augnablik, byrjar núna eftir 10 mínútur gegn Breiðablik.
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) December 4, 2021
Stjarnan endaði í 7. sæti Pepsi Max deildar karla sumarið 2021.