„Madame la capitale“ er úr takti við tíðarandann Tómas Ellert Tómasson skrifar 5. desember 2021 14:10 Öldur jólabókaflóðsins eru nú að nálgast háflóð. Háflóðið skellur á landanum þegar fjárlagafrumvarp höfuðborgarstjórnarinnar, „Madame la capitale“ verður lögfest síðar í mánuðinum. Frumvarpið sem er það fimmta í ritröð maddömunar er á köflum hin áhugaverðasta lesning. Það sem gerir frumvarpið áhugavert, er hve fyrirsjáanlegt innihaldið er og hvernig það stangast á við fagurgalana í aðdraganda kosninga. Fyrirheitin í fjárlagafrumvarpinu um að þar „endurspeglist áhersla á að vaxa út úr kreppunni og halda áfram að byggja upp velsæld með traustum efnahag, fjárfestingum í fólki, innviðum og nýsköpun“, eru hvergi að sjá þegar frumvarpið er lesið og krufið. Heldur þvert á móti að þá gefur það til kynna ekki bara áframhaldandi kyrrstöðu um mikilvæg málefni heldur einnig mikla afturför, svo sem í fjárfestingu í innviðum og fólki, þá sérstaklega á landsbyggðinni. Loforð fyrir kosningar um átak í samgöngumálum og bætt fjarskipti í þorpum og bæjum á landsbyggðinni eru nú fallin í gleymskunnar dá. Nú skulu öll vötn renna til Reykjavíkur, til kostunar kosningaloforða borgarstjórnarmeirihlutans. Borgarlínubrellan mun fá á þriðja milljarð króna á ári næstu árin. Reykjavíkurflugvöllur og Sundabraut fá að bíða enn. Fjárfestingar fegraðar Það er nokkuð skondið að sjá í fjárlagafrumvarpinu á bls. 95 hvernig opinber fjárfesting næsta árs er framsett í línuriti sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), hún sögð öflug, yfir 2% meðaltali síðustu ára og verði 2,7% á næsta ári að meðtalinni borgarlínubrellunni (rauða brotalínan) (sjá línurit að neðan). Í fjárlagafrumvarpinu er valið að nota árið 2005 sem jaðarskilyrði til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022. Það er augljóslega gert til að fá sem lægsta samnefnarann og gera fjárfestinguna fegurri en hún er í raun. Því miður fyrir fjármálaráðherra að þá fyrirfórst það hjá starfsmönnum hans í fjármálaráðuneytinu að hreinsa út eldri tölurnar í ítargögnunum sem fylgja fjárlagafrumvarpinu, þannig að nú má sjá fegrunaraðgerðina með berum augum. Frekar klaufalegt, því í ítargögnunum má nefnilega sjá fjárfestingar ríkisins aftur til ársins 1998 sem hlutfall af VLF sem gefa allt aðra mynd en sýnd er. Ef árið 1998 hefði verið notað sem jaðarskilyrði og til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022 þá lítur myndin ekki eins vel út (sjá línurit að neðan). Þá má sjá að á tímabilinu 1998-2004, árunum sem var sleppt í samanburðinum, var meðaltal fjárfestinga 2,7% af VLF og að hæst fór fjárfestingin í 3,1% af VLF. Einnig má sjá að meðaltal fjárfestinga frá árinu 1998 til 2022 er 2,2%. Auk þessa má sjá hve gríðarleg uppsöfnuð fjárfestingaþörfin er hjá ríkinu sem rímar vel við niðurstöður úttektar Samtaka Iðnaðarins og félags ráðgjafaverkfræðinga sem kynnt var fyrr á árinu - „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“. Í þeirri skýrslu segir meðal annars: Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun Með fjárfestingum í innviðum er fjárfest í lífsgæðum og hagvexti framtíðarinnar. Innviðafjárfesting á mörgum sviðum hefur verið lítil undanfarin ár og að óbreyttu eru horfurnar víða ekki góðar. Innviðauppbyggingu þarf nauðsynlega að setja í forgang til að mæta nýjum áskorunum og tækifærum sem felast í samfélagsbreytingum og efnahagsþróun næstu ára. Fallin í fimmta sinn Þegar gamlar hetjur senda frá sér nýjar bækur bíður þeirra ávallt dyggur hópur lesenda sem dásamar gömlu glæðurnar. Bækurnar fá endalausa umfjöllun í sjónvarpi og útvarpi, sem stjórnað er af fólki sem hrifust af þeim þegar þeir voru upp á sitt besta og hrífast enn. Það sama er upp á teningunum nú þó þetta nýjasta fjárlagafrumvarp sé hvorki erfiður sagnastíll né nýstárleg tilraun með ferskum blæ. Þetta eru gamlar tuggur, þægilega kunnuglegar fyrir þá sem til þekkja og í engu samræmi við fagurgalana sem hljómuðu í september síðastliðnum. Það er helst að upp komi í hugann við lesturinn, dægurflugan „Fallinn“ með Tívolí sem fjallar um námsmann sem er fullur vonleysis og vanlíðanar þar sem eitt skelfilega skiptið enn, hann er fallinn með 4,9. Það sama á við um fjárlagafrumvarpið 2022, „Madame la capitale“ er nú fallin í fimmta sinn og í engum takti við tíðarandann. Höfundur er byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Fjárlagafrumvarpið ásamt ítargögnum má finna hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarlog/fjarlog-fyrir-arid-2022/#gogn „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“ https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/Innvidir-a-Islandi_skyrsla_opnur.pdf „Fallinn“ með Tívolí https://www.youtube.com/watch?v=XOLam7JaTZs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2022 Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Öldur jólabókaflóðsins eru nú að nálgast háflóð. Háflóðið skellur á landanum þegar fjárlagafrumvarp höfuðborgarstjórnarinnar, „Madame la capitale“ verður lögfest síðar í mánuðinum. Frumvarpið sem er það fimmta í ritröð maddömunar er á köflum hin áhugaverðasta lesning. Það sem gerir frumvarpið áhugavert, er hve fyrirsjáanlegt innihaldið er og hvernig það stangast á við fagurgalana í aðdraganda kosninga. Fyrirheitin í fjárlagafrumvarpinu um að þar „endurspeglist áhersla á að vaxa út úr kreppunni og halda áfram að byggja upp velsæld með traustum efnahag, fjárfestingum í fólki, innviðum og nýsköpun“, eru hvergi að sjá þegar frumvarpið er lesið og krufið. Heldur þvert á móti að þá gefur það til kynna ekki bara áframhaldandi kyrrstöðu um mikilvæg málefni heldur einnig mikla afturför, svo sem í fjárfestingu í innviðum og fólki, þá sérstaklega á landsbyggðinni. Loforð fyrir kosningar um átak í samgöngumálum og bætt fjarskipti í þorpum og bæjum á landsbyggðinni eru nú fallin í gleymskunnar dá. Nú skulu öll vötn renna til Reykjavíkur, til kostunar kosningaloforða borgarstjórnarmeirihlutans. Borgarlínubrellan mun fá á þriðja milljarð króna á ári næstu árin. Reykjavíkurflugvöllur og Sundabraut fá að bíða enn. Fjárfestingar fegraðar Það er nokkuð skondið að sjá í fjárlagafrumvarpinu á bls. 95 hvernig opinber fjárfesting næsta árs er framsett í línuriti sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), hún sögð öflug, yfir 2% meðaltali síðustu ára og verði 2,7% á næsta ári að meðtalinni borgarlínubrellunni (rauða brotalínan) (sjá línurit að neðan). Í fjárlagafrumvarpinu er valið að nota árið 2005 sem jaðarskilyrði til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022. Það er augljóslega gert til að fá sem lægsta samnefnarann og gera fjárfestinguna fegurri en hún er í raun. Því miður fyrir fjármálaráðherra að þá fyrirfórst það hjá starfsmönnum hans í fjármálaráðuneytinu að hreinsa út eldri tölurnar í ítargögnunum sem fylgja fjárlagafrumvarpinu, þannig að nú má sjá fegrunaraðgerðina með berum augum. Frekar klaufalegt, því í ítargögnunum má nefnilega sjá fjárfestingar ríkisins aftur til ársins 1998 sem hlutfall af VLF sem gefa allt aðra mynd en sýnd er. Ef árið 1998 hefði verið notað sem jaðarskilyrði og til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022 þá lítur myndin ekki eins vel út (sjá línurit að neðan). Þá má sjá að á tímabilinu 1998-2004, árunum sem var sleppt í samanburðinum, var meðaltal fjárfestinga 2,7% af VLF og að hæst fór fjárfestingin í 3,1% af VLF. Einnig má sjá að meðaltal fjárfestinga frá árinu 1998 til 2022 er 2,2%. Auk þessa má sjá hve gríðarleg uppsöfnuð fjárfestingaþörfin er hjá ríkinu sem rímar vel við niðurstöður úttektar Samtaka Iðnaðarins og félags ráðgjafaverkfræðinga sem kynnt var fyrr á árinu - „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“. Í þeirri skýrslu segir meðal annars: Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun Með fjárfestingum í innviðum er fjárfest í lífsgæðum og hagvexti framtíðarinnar. Innviðafjárfesting á mörgum sviðum hefur verið lítil undanfarin ár og að óbreyttu eru horfurnar víða ekki góðar. Innviðauppbyggingu þarf nauðsynlega að setja í forgang til að mæta nýjum áskorunum og tækifærum sem felast í samfélagsbreytingum og efnahagsþróun næstu ára. Fallin í fimmta sinn Þegar gamlar hetjur senda frá sér nýjar bækur bíður þeirra ávallt dyggur hópur lesenda sem dásamar gömlu glæðurnar. Bækurnar fá endalausa umfjöllun í sjónvarpi og útvarpi, sem stjórnað er af fólki sem hrifust af þeim þegar þeir voru upp á sitt besta og hrífast enn. Það sama er upp á teningunum nú þó þetta nýjasta fjárlagafrumvarp sé hvorki erfiður sagnastíll né nýstárleg tilraun með ferskum blæ. Þetta eru gamlar tuggur, þægilega kunnuglegar fyrir þá sem til þekkja og í engu samræmi við fagurgalana sem hljómuðu í september síðastliðnum. Það er helst að upp komi í hugann við lesturinn, dægurflugan „Fallinn“ með Tívolí sem fjallar um námsmann sem er fullur vonleysis og vanlíðanar þar sem eitt skelfilega skiptið enn, hann er fallinn með 4,9. Það sama á við um fjárlagafrumvarpið 2022, „Madame la capitale“ er nú fallin í fimmta sinn og í engum takti við tíðarandann. Höfundur er byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Fjárlagafrumvarpið ásamt ítargögnum má finna hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarlog/fjarlog-fyrir-arid-2022/#gogn „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“ https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/Innvidir-a-Islandi_skyrsla_opnur.pdf „Fallinn“ með Tívolí https://www.youtube.com/watch?v=XOLam7JaTZs
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun