Íslenski boltinn

Davíð Þór verður yfir­maður knatt­spyrnu­mála hjá FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Davíð Þór verður ekki á hliðarlínunni næsta sumar.
Davíð Þór verður ekki á hliðarlínunni næsta sumar. Vísir/Bára Dröfn

Davíð Þór Viðarsson verður tilkynntur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá FH áður en langt um líður. Hann þekkir hvern krók og kima í Kaplakrika eftir að hafa leikið með liðinu sem og að hafa verið aðstoðarþjálfari þess á síðustu leiktíð.

Fótbolti.net greindi frá þessu fyrr í dag. Þar kemur fram að FH sé ekki með neinn titlaðan sem yfirmann knattspyrnumála í dag og því sé um nýtt stöðugildi að ræða hjá félaginu.

Einnig kemur fram að Davíð Þór gæti einnig sinnt hlutverkum sem hafa áður fallið undir framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar.

Hinn 37 ára gamli Davíð Þór lagði skóna á hilluna árið 2019. Síðan þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. 

Fyrst með Loga Ólafssyni og svo með Ólafi Jóhannessyni. Sá síðarnefndi mun stýra FH á næstu leiktíð og honum til aðstoðar verður Sigurbjörn Hreiðarsson.

FH lenti í 6. sæti Pepsi Max deildar karla á síðustu leiktíð.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×