Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Guðrún Jóhannesdóttir skrifar 3. desember 2021 12:01 Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna. Háværar raddir heyrast einnig um að fyrirtækjum beri að taka á sig hækkanir á innkaupsverði og flutningskostnaði þar sem ekki sé réttlátt að neytendur beri þann kostnað. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldursins. Skertur opnunartími, fjöldatakmarkanir og fjarvistir starfsfólks hafa haft mikil áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja. Á þetta bæði við um fyrirtæki í verslunargeiranum sem og minni iðnfyrirtæki, svo ekki sé minnst á ferðaþjónustuna. Mig langar hér að nefna hér nokkrar staðreyndir um þann veruleika sem raunverulega blasir við fyrirtækjum á Íslandi um þessar mundir. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Við erum hér að tala um hækkanir sem nema tugum prósenta. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru hækkanir á flutningskostnaði, einkum og sér í lagi á lengri leiðum, t.d. á milli Asíu og Evrópu. Hér er um að ræða hækkanir sem aldrei hafa sést, hvorki fyrr né síðar. Verðbólga mælist nú langt yfir markmiði Seðlabankans, eða 4,5%, og margt sem bendir til að verðbólguþrýstingur eigi enn eftir að aukast á komandi mánuðum. Það sem er óvanalegt nú er að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er í methæðum. Meira að segja í Þýskalandi, sem er eins og flestir vita þekkt fyrir allt annað en háa verðbólgu, er verðbólgan nú 5% Húsnæðiskostnaður hefur aldrei verið eins íþyngjandi í starfsemi fyrirtækja og nú. Fasteignaskattur á Íslandi er allt að þrisvar sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Launakostnaður fyrirtækja hefur farið hratt hækkandi undanfarin ár og ekki má gleyma að nefna kostnað fyrirtækja vegna launagreiðslna í veikindum eða vegna annarra fjarvista starfsfólks á tímum Covid-19. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig fyrirtæki eiga að fara að því að taka á sig bæði hækkanir á kostnaðarverði og launahækkanir, sem samið var um við gjörólíkar aðstæður og nú eru uppi, samfara því. Undirrituð stýrir litlu fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við búum við þann lúxus að eiga stóran og tryggan viðskiptavinahóp, sem við erum afar þakklát fyrir. Hins vegar hefur það aldrei verið eins mikil áskorun og nú að halda rekstrinum í réttu horfi. Ná að fylla lagerinn á tímum vöruskorts og tafa á afhendingu. Halda aftur af verðhækkunum þegar laun hækka, listaverð hækkar og flutningskostnaður margfaldast. Þetta er staða sem blasir við fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Það er von mín að verkalýðshreyfingin leggi raunverulegt mat á stöðu alls atvinnulífsins, þegar sest verður við samningaborðið á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Kokku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna. Háværar raddir heyrast einnig um að fyrirtækjum beri að taka á sig hækkanir á innkaupsverði og flutningskostnaði þar sem ekki sé réttlátt að neytendur beri þann kostnað. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldursins. Skertur opnunartími, fjöldatakmarkanir og fjarvistir starfsfólks hafa haft mikil áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja. Á þetta bæði við um fyrirtæki í verslunargeiranum sem og minni iðnfyrirtæki, svo ekki sé minnst á ferðaþjónustuna. Mig langar hér að nefna hér nokkrar staðreyndir um þann veruleika sem raunverulega blasir við fyrirtækjum á Íslandi um þessar mundir. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Við erum hér að tala um hækkanir sem nema tugum prósenta. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru hækkanir á flutningskostnaði, einkum og sér í lagi á lengri leiðum, t.d. á milli Asíu og Evrópu. Hér er um að ræða hækkanir sem aldrei hafa sést, hvorki fyrr né síðar. Verðbólga mælist nú langt yfir markmiði Seðlabankans, eða 4,5%, og margt sem bendir til að verðbólguþrýstingur eigi enn eftir að aukast á komandi mánuðum. Það sem er óvanalegt nú er að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er í methæðum. Meira að segja í Þýskalandi, sem er eins og flestir vita þekkt fyrir allt annað en háa verðbólgu, er verðbólgan nú 5% Húsnæðiskostnaður hefur aldrei verið eins íþyngjandi í starfsemi fyrirtækja og nú. Fasteignaskattur á Íslandi er allt að þrisvar sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Launakostnaður fyrirtækja hefur farið hratt hækkandi undanfarin ár og ekki má gleyma að nefna kostnað fyrirtækja vegna launagreiðslna í veikindum eða vegna annarra fjarvista starfsfólks á tímum Covid-19. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig fyrirtæki eiga að fara að því að taka á sig bæði hækkanir á kostnaðarverði og launahækkanir, sem samið var um við gjörólíkar aðstæður og nú eru uppi, samfara því. Undirrituð stýrir litlu fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við búum við þann lúxus að eiga stóran og tryggan viðskiptavinahóp, sem við erum afar þakklát fyrir. Hins vegar hefur það aldrei verið eins mikil áskorun og nú að halda rekstrinum í réttu horfi. Ná að fylla lagerinn á tímum vöruskorts og tafa á afhendingu. Halda aftur af verðhækkunum þegar laun hækka, listaverð hækkar og flutningskostnaður margfaldast. Þetta er staða sem blasir við fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Það er von mín að verkalýðshreyfingin leggi raunverulegt mat á stöðu alls atvinnulífsins, þegar sest verður við samningaborðið á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Kokku.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun