Framboð fjarnáms á háskólastigi er jafnréttismál Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Steinunn G. Einarsdóttir skrifa 30. nóvember 2021 14:31 Heimsfaraldur Covid þvingaði fram tímabær risaskref í tæknivæðingu samfélaga. Fjarfundarlausnir á borð við Zoom og Teams urðu skyndilega flestum Íslendingum jafn kunnug og Facebook eða Instagram. Möguleikar á fjarvinnu og störfum án staðsetningar urðu skyndilega raunhæfir. Þegar brýn nauðsyn og lýðheilsusjónarmið kröfðust urðu þingheimur, sveitarstjórnir, atvinnulífið og menntastofnanir að stíga klofvega út fyrir sinn íhaldssama þægindaramma og treysta á það sem maðurinn sjálfur hefur skapað, tæknina. Vaxtarverkir Vissulega hefur framþróuninni fylgt ýmsir vaxtaverkir enda erfitt að feta áður ótroðnar slóðir. Ýmis tæknivandamál, streita starfsmanna, stoðkerfisvandamál vegna vinnuaðstöðu, erfiðara starfsmannahald, þörf á auknu trausti osfrv. skapaði hindranir sem við erum enn að læra að takast á við. En þessir vaxtarverkir mega ekki tapa virði sínu nú þegar nám, fundahald og störf færast í meira mæli í fyrra horf. Efla þarf fjarnám á háskólastigi Nú þegar áhrif Covid á menntastofnanir eru hverfandi er dapurlegt að sjá framboð fjarnáms fara þverrandi frá því sem var í algleymingi Covid. Námskeið og námsleiðir, ekki síst hjá Háskóla Íslands, sem einungis var hægt að stunda í staðnámi var skyndilega hægt að sækja í fjarnámi, þegar höfuðborgarsvæðið þurfti á því að halda í heimsfaraldri. Landsbyggðin hefur þurft og þarf áfram á öflugu fjarnámi háskóla að halda en nú hafa verið stigin skref til baka og þegar spurt er um ástæður þess svarar kennslusvið HÍ að það strandi fyrst og fremst á mannauði og fjármagni. Háskóli Íslands á að vera leiðandi menntaafl bæði hvað varðar aðgengi, framboð og gæði náms. Jöfnum aðgengi að háskólanámi Framboð fjarnáms er hvað öflugast hjá hinum einkareknu háskólum og þ.a.l. er kostnaðurinn við slíkt nám töluvert meiri. Vilji fólk af landsbyggðinni sækja sér háskólanám þarf því ýmist að verja háum fjárhæðum til þess í fjarnámi, sækja staðnám með tilheyrandi ferðakostnaði og háu kolefnisspori eða alfarið búferlaflutningum sem á endanum er þyngsta gjaldið sem landsbyggðin greiðir. Öflugt fjarnám er ekki síður mikilvægt fyrir borgarbúa, það gæti dregið úr álagi á samgöngukerfi borgarinnar og gerir fólki kleift að mennta sig samhliða vinnu, hvar svo sem á landinu fólk býr. Ekki má gleyma því að með bættu fjarnámi aukum við möguleika fólks með hreyfiskerðingar og hreyfihamlanir til þátttöku í námi. Væri framboð fjarnáms meira myndi það án efa skila sér í auknum skráningargjöldum, hækkuðu menntunarstigi á landinu öllu og betra aðgengi fyrir alla að þeim mikilvægu tækifærum sem aukin menntun veitir. Sporna þarf við spekileka Fjarnám á háskólastigi er dreifðari byggðum landsins mikilvægt til að efla menntunarstig, efla atvinnulíf, til uppbyggingar og ekki síst auka möguleika ungs fólks á að búa áfram á sínum æskuslóðum. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við það vandamál að hlutfall ungs fólks fer lækkandi á meðan því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. Unga, atorkumikla og frjósama fólkið, í öllum skilningi, flytur á mölina til að sækja sér menntun og kemur í litlu hlutfalli aftur heim. Það hefur neikvæð áhrif á íþróttalíf, atvinnulíf, menningu og aldurssamsetningu þessara sveitarfélaga og þeirri þróun þarf að snúa við. Miðlæg upplýsingagátt um framboð fjarnáms á háskólastigi Aðgengi að upplýsingum um það námsframboð sem hver háskóli býður upp á í fjarnámi er afar misjafnt enda leggja mismunandi háskólastofnanir sig mismikið fram við að laða til sín fjarnámsnemendur og hafa þar einkareknu háskólarnir og Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi. Þar til að fjarnám við háskóla verður reglan en ekki undantekningin er nauðsynlegt að til staðar sé miðlæg upplýsingagátt sem tekur saman þær leiðir sem nemendum standa til boða í fjarnámi. Slíkt eykur sýnileika námsframboðs og er til þess fallið að auka eftirspurn fjarnáms m.a. af landsbyggðinni og þannig skapa háskólastofnunum auknar tekjur í formi skráningar- og/eða skólagjalda. Áskorun á háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneytin Fjarnám er hagkvæmt, vistvænt og jafnar aðgengi að menntun. Undirritaðar skora á nýja ráðherra bæði háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að beita sér fyrir því að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er eitt besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í MúlaþingiHildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í VestmannaeyjumSteinunn G. Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Byggðamál Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid þvingaði fram tímabær risaskref í tæknivæðingu samfélaga. Fjarfundarlausnir á borð við Zoom og Teams urðu skyndilega flestum Íslendingum jafn kunnug og Facebook eða Instagram. Möguleikar á fjarvinnu og störfum án staðsetningar urðu skyndilega raunhæfir. Þegar brýn nauðsyn og lýðheilsusjónarmið kröfðust urðu þingheimur, sveitarstjórnir, atvinnulífið og menntastofnanir að stíga klofvega út fyrir sinn íhaldssama þægindaramma og treysta á það sem maðurinn sjálfur hefur skapað, tæknina. Vaxtarverkir Vissulega hefur framþróuninni fylgt ýmsir vaxtaverkir enda erfitt að feta áður ótroðnar slóðir. Ýmis tæknivandamál, streita starfsmanna, stoðkerfisvandamál vegna vinnuaðstöðu, erfiðara starfsmannahald, þörf á auknu trausti osfrv. skapaði hindranir sem við erum enn að læra að takast á við. En þessir vaxtarverkir mega ekki tapa virði sínu nú þegar nám, fundahald og störf færast í meira mæli í fyrra horf. Efla þarf fjarnám á háskólastigi Nú þegar áhrif Covid á menntastofnanir eru hverfandi er dapurlegt að sjá framboð fjarnáms fara þverrandi frá því sem var í algleymingi Covid. Námskeið og námsleiðir, ekki síst hjá Háskóla Íslands, sem einungis var hægt að stunda í staðnámi var skyndilega hægt að sækja í fjarnámi, þegar höfuðborgarsvæðið þurfti á því að halda í heimsfaraldri. Landsbyggðin hefur þurft og þarf áfram á öflugu fjarnámi háskóla að halda en nú hafa verið stigin skref til baka og þegar spurt er um ástæður þess svarar kennslusvið HÍ að það strandi fyrst og fremst á mannauði og fjármagni. Háskóli Íslands á að vera leiðandi menntaafl bæði hvað varðar aðgengi, framboð og gæði náms. Jöfnum aðgengi að háskólanámi Framboð fjarnáms er hvað öflugast hjá hinum einkareknu háskólum og þ.a.l. er kostnaðurinn við slíkt nám töluvert meiri. Vilji fólk af landsbyggðinni sækja sér háskólanám þarf því ýmist að verja háum fjárhæðum til þess í fjarnámi, sækja staðnám með tilheyrandi ferðakostnaði og háu kolefnisspori eða alfarið búferlaflutningum sem á endanum er þyngsta gjaldið sem landsbyggðin greiðir. Öflugt fjarnám er ekki síður mikilvægt fyrir borgarbúa, það gæti dregið úr álagi á samgöngukerfi borgarinnar og gerir fólki kleift að mennta sig samhliða vinnu, hvar svo sem á landinu fólk býr. Ekki má gleyma því að með bættu fjarnámi aukum við möguleika fólks með hreyfiskerðingar og hreyfihamlanir til þátttöku í námi. Væri framboð fjarnáms meira myndi það án efa skila sér í auknum skráningargjöldum, hækkuðu menntunarstigi á landinu öllu og betra aðgengi fyrir alla að þeim mikilvægu tækifærum sem aukin menntun veitir. Sporna þarf við spekileka Fjarnám á háskólastigi er dreifðari byggðum landsins mikilvægt til að efla menntunarstig, efla atvinnulíf, til uppbyggingar og ekki síst auka möguleika ungs fólks á að búa áfram á sínum æskuslóðum. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við það vandamál að hlutfall ungs fólks fer lækkandi á meðan því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. Unga, atorkumikla og frjósama fólkið, í öllum skilningi, flytur á mölina til að sækja sér menntun og kemur í litlu hlutfalli aftur heim. Það hefur neikvæð áhrif á íþróttalíf, atvinnulíf, menningu og aldurssamsetningu þessara sveitarfélaga og þeirri þróun þarf að snúa við. Miðlæg upplýsingagátt um framboð fjarnáms á háskólastigi Aðgengi að upplýsingum um það námsframboð sem hver háskóli býður upp á í fjarnámi er afar misjafnt enda leggja mismunandi háskólastofnanir sig mismikið fram við að laða til sín fjarnámsnemendur og hafa þar einkareknu háskólarnir og Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi. Þar til að fjarnám við háskóla verður reglan en ekki undantekningin er nauðsynlegt að til staðar sé miðlæg upplýsingagátt sem tekur saman þær leiðir sem nemendum standa til boða í fjarnámi. Slíkt eykur sýnileika námsframboðs og er til þess fallið að auka eftirspurn fjarnáms m.a. af landsbyggðinni og þannig skapa háskólastofnunum auknar tekjur í formi skráningar- og/eða skólagjalda. Áskorun á háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneytin Fjarnám er hagkvæmt, vistvænt og jafnar aðgengi að menntun. Undirritaðar skora á nýja ráðherra bæði háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að beita sér fyrir því að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er eitt besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í MúlaþingiHildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í VestmannaeyjumSteinunn G. Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ