Framboð fjarnáms á háskólastigi er jafnréttismál Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Steinunn G. Einarsdóttir skrifa 30. nóvember 2021 14:31 Heimsfaraldur Covid þvingaði fram tímabær risaskref í tæknivæðingu samfélaga. Fjarfundarlausnir á borð við Zoom og Teams urðu skyndilega flestum Íslendingum jafn kunnug og Facebook eða Instagram. Möguleikar á fjarvinnu og störfum án staðsetningar urðu skyndilega raunhæfir. Þegar brýn nauðsyn og lýðheilsusjónarmið kröfðust urðu þingheimur, sveitarstjórnir, atvinnulífið og menntastofnanir að stíga klofvega út fyrir sinn íhaldssama þægindaramma og treysta á það sem maðurinn sjálfur hefur skapað, tæknina. Vaxtarverkir Vissulega hefur framþróuninni fylgt ýmsir vaxtaverkir enda erfitt að feta áður ótroðnar slóðir. Ýmis tæknivandamál, streita starfsmanna, stoðkerfisvandamál vegna vinnuaðstöðu, erfiðara starfsmannahald, þörf á auknu trausti osfrv. skapaði hindranir sem við erum enn að læra að takast á við. En þessir vaxtarverkir mega ekki tapa virði sínu nú þegar nám, fundahald og störf færast í meira mæli í fyrra horf. Efla þarf fjarnám á háskólastigi Nú þegar áhrif Covid á menntastofnanir eru hverfandi er dapurlegt að sjá framboð fjarnáms fara þverrandi frá því sem var í algleymingi Covid. Námskeið og námsleiðir, ekki síst hjá Háskóla Íslands, sem einungis var hægt að stunda í staðnámi var skyndilega hægt að sækja í fjarnámi, þegar höfuðborgarsvæðið þurfti á því að halda í heimsfaraldri. Landsbyggðin hefur þurft og þarf áfram á öflugu fjarnámi háskóla að halda en nú hafa verið stigin skref til baka og þegar spurt er um ástæður þess svarar kennslusvið HÍ að það strandi fyrst og fremst á mannauði og fjármagni. Háskóli Íslands á að vera leiðandi menntaafl bæði hvað varðar aðgengi, framboð og gæði náms. Jöfnum aðgengi að háskólanámi Framboð fjarnáms er hvað öflugast hjá hinum einkareknu háskólum og þ.a.l. er kostnaðurinn við slíkt nám töluvert meiri. Vilji fólk af landsbyggðinni sækja sér háskólanám þarf því ýmist að verja háum fjárhæðum til þess í fjarnámi, sækja staðnám með tilheyrandi ferðakostnaði og háu kolefnisspori eða alfarið búferlaflutningum sem á endanum er þyngsta gjaldið sem landsbyggðin greiðir. Öflugt fjarnám er ekki síður mikilvægt fyrir borgarbúa, það gæti dregið úr álagi á samgöngukerfi borgarinnar og gerir fólki kleift að mennta sig samhliða vinnu, hvar svo sem á landinu fólk býr. Ekki má gleyma því að með bættu fjarnámi aukum við möguleika fólks með hreyfiskerðingar og hreyfihamlanir til þátttöku í námi. Væri framboð fjarnáms meira myndi það án efa skila sér í auknum skráningargjöldum, hækkuðu menntunarstigi á landinu öllu og betra aðgengi fyrir alla að þeim mikilvægu tækifærum sem aukin menntun veitir. Sporna þarf við spekileka Fjarnám á háskólastigi er dreifðari byggðum landsins mikilvægt til að efla menntunarstig, efla atvinnulíf, til uppbyggingar og ekki síst auka möguleika ungs fólks á að búa áfram á sínum æskuslóðum. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við það vandamál að hlutfall ungs fólks fer lækkandi á meðan því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. Unga, atorkumikla og frjósama fólkið, í öllum skilningi, flytur á mölina til að sækja sér menntun og kemur í litlu hlutfalli aftur heim. Það hefur neikvæð áhrif á íþróttalíf, atvinnulíf, menningu og aldurssamsetningu þessara sveitarfélaga og þeirri þróun þarf að snúa við. Miðlæg upplýsingagátt um framboð fjarnáms á háskólastigi Aðgengi að upplýsingum um það námsframboð sem hver háskóli býður upp á í fjarnámi er afar misjafnt enda leggja mismunandi háskólastofnanir sig mismikið fram við að laða til sín fjarnámsnemendur og hafa þar einkareknu háskólarnir og Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi. Þar til að fjarnám við háskóla verður reglan en ekki undantekningin er nauðsynlegt að til staðar sé miðlæg upplýsingagátt sem tekur saman þær leiðir sem nemendum standa til boða í fjarnámi. Slíkt eykur sýnileika námsframboðs og er til þess fallið að auka eftirspurn fjarnáms m.a. af landsbyggðinni og þannig skapa háskólastofnunum auknar tekjur í formi skráningar- og/eða skólagjalda. Áskorun á háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneytin Fjarnám er hagkvæmt, vistvænt og jafnar aðgengi að menntun. Undirritaðar skora á nýja ráðherra bæði háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að beita sér fyrir því að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er eitt besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í MúlaþingiHildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í VestmannaeyjumSteinunn G. Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Byggðamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid þvingaði fram tímabær risaskref í tæknivæðingu samfélaga. Fjarfundarlausnir á borð við Zoom og Teams urðu skyndilega flestum Íslendingum jafn kunnug og Facebook eða Instagram. Möguleikar á fjarvinnu og störfum án staðsetningar urðu skyndilega raunhæfir. Þegar brýn nauðsyn og lýðheilsusjónarmið kröfðust urðu þingheimur, sveitarstjórnir, atvinnulífið og menntastofnanir að stíga klofvega út fyrir sinn íhaldssama þægindaramma og treysta á það sem maðurinn sjálfur hefur skapað, tæknina. Vaxtarverkir Vissulega hefur framþróuninni fylgt ýmsir vaxtaverkir enda erfitt að feta áður ótroðnar slóðir. Ýmis tæknivandamál, streita starfsmanna, stoðkerfisvandamál vegna vinnuaðstöðu, erfiðara starfsmannahald, þörf á auknu trausti osfrv. skapaði hindranir sem við erum enn að læra að takast á við. En þessir vaxtarverkir mega ekki tapa virði sínu nú þegar nám, fundahald og störf færast í meira mæli í fyrra horf. Efla þarf fjarnám á háskólastigi Nú þegar áhrif Covid á menntastofnanir eru hverfandi er dapurlegt að sjá framboð fjarnáms fara þverrandi frá því sem var í algleymingi Covid. Námskeið og námsleiðir, ekki síst hjá Háskóla Íslands, sem einungis var hægt að stunda í staðnámi var skyndilega hægt að sækja í fjarnámi, þegar höfuðborgarsvæðið þurfti á því að halda í heimsfaraldri. Landsbyggðin hefur þurft og þarf áfram á öflugu fjarnámi háskóla að halda en nú hafa verið stigin skref til baka og þegar spurt er um ástæður þess svarar kennslusvið HÍ að það strandi fyrst og fremst á mannauði og fjármagni. Háskóli Íslands á að vera leiðandi menntaafl bæði hvað varðar aðgengi, framboð og gæði náms. Jöfnum aðgengi að háskólanámi Framboð fjarnáms er hvað öflugast hjá hinum einkareknu háskólum og þ.a.l. er kostnaðurinn við slíkt nám töluvert meiri. Vilji fólk af landsbyggðinni sækja sér háskólanám þarf því ýmist að verja háum fjárhæðum til þess í fjarnámi, sækja staðnám með tilheyrandi ferðakostnaði og háu kolefnisspori eða alfarið búferlaflutningum sem á endanum er þyngsta gjaldið sem landsbyggðin greiðir. Öflugt fjarnám er ekki síður mikilvægt fyrir borgarbúa, það gæti dregið úr álagi á samgöngukerfi borgarinnar og gerir fólki kleift að mennta sig samhliða vinnu, hvar svo sem á landinu fólk býr. Ekki má gleyma því að með bættu fjarnámi aukum við möguleika fólks með hreyfiskerðingar og hreyfihamlanir til þátttöku í námi. Væri framboð fjarnáms meira myndi það án efa skila sér í auknum skráningargjöldum, hækkuðu menntunarstigi á landinu öllu og betra aðgengi fyrir alla að þeim mikilvægu tækifærum sem aukin menntun veitir. Sporna þarf við spekileka Fjarnám á háskólastigi er dreifðari byggðum landsins mikilvægt til að efla menntunarstig, efla atvinnulíf, til uppbyggingar og ekki síst auka möguleika ungs fólks á að búa áfram á sínum æskuslóðum. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við það vandamál að hlutfall ungs fólks fer lækkandi á meðan því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. Unga, atorkumikla og frjósama fólkið, í öllum skilningi, flytur á mölina til að sækja sér menntun og kemur í litlu hlutfalli aftur heim. Það hefur neikvæð áhrif á íþróttalíf, atvinnulíf, menningu og aldurssamsetningu þessara sveitarfélaga og þeirri þróun þarf að snúa við. Miðlæg upplýsingagátt um framboð fjarnáms á háskólastigi Aðgengi að upplýsingum um það námsframboð sem hver háskóli býður upp á í fjarnámi er afar misjafnt enda leggja mismunandi háskólastofnanir sig mismikið fram við að laða til sín fjarnámsnemendur og hafa þar einkareknu háskólarnir og Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi. Þar til að fjarnám við háskóla verður reglan en ekki undantekningin er nauðsynlegt að til staðar sé miðlæg upplýsingagátt sem tekur saman þær leiðir sem nemendum standa til boða í fjarnámi. Slíkt eykur sýnileika námsframboðs og er til þess fallið að auka eftirspurn fjarnáms m.a. af landsbyggðinni og þannig skapa háskólastofnunum auknar tekjur í formi skráningar- og/eða skólagjalda. Áskorun á háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneytin Fjarnám er hagkvæmt, vistvænt og jafnar aðgengi að menntun. Undirritaðar skora á nýja ráðherra bæði háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að beita sér fyrir því að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er eitt besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í MúlaþingiHildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í VestmannaeyjumSteinunn G. Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun