Taktu tvær Arnar I. Jónsson og Heiðrún Björk Gísladóttir skrifa 29. nóvember 2021 12:31 Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar. Heimsfaraldurinn sem ekkert lát virðist vera á hefur flýtt þróun stafrænnar verslunar og má segja að flestir taki nýjungunum fagnandi. Hvimleiður fylgifiskur aukinnar stafrænnar verslunar og þjónustu er fjölgun stafrænna glæpamanna. Umfang og fjölbreytni stafrænna glæpa er mikið og fer vaxandi dag frá degi. Mikill fjöldi Íslendinga fellur fyrir brellibrögðum þeirra á ári hverju og stórum fjárhæðum er tapað í hendur glæpona. Erfitt að koma í veg fyrir alla glæpi Fjármálafyrirtæki, greiðslumiðlunarfyrirtæki, opinberar stofnanir, lögreglan og einkaaðilar eyða miklum tíma og fjármunum í að reyna að koma í veg fyrir stafræna glæpi, hvort sem um er að ræða smávægilegar upphæðir sem stolið er af grunlausum neytendum eða stærri árásir á grunnkerfi og upplýsingar almennings. Það er því miður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla stafræna glæpi því þróunin er mjög hröð hjá þeim sem starfa við svik. Því er í raun eitt mikilvægasta vopnið sem neytendur geta beitt að taka sér smá tíma og láta ekki upplýsingar af hendi sem hægt er að nota til að svíkja af þeim fjármuni. Netglæpamenn birtast yfirleitt ekki í tölvum og tækjum almennings og láta greipar sópa. Það þarf að veita þeim upplýsingar til dæmis um bankareikninga, leyninúmer, kortaupplýsingar eða veita þeim aðgang að tækjum í gegnum sýkt viðhengi. Það er því grundvallaratriði fyrir neytandann að vera á varðbergi þegar hann er beðinn um upplýsingar. Traust er mikilvægt í viðskiptum. Ef svindl fær að grassera getur það dregið úr vilja fólks til að nýta sér stafrænar lausnir. Neytendur vilja netverslun og glæpamenn vilja svindla á neytendum. Því betur sem við erum upplýst um aðferðir stafrænna glæpamanna því minni ávinningur verður af því að herja á landsmenn. Baráttan hefst því heimavið. Stórir verslunardagar fram undan Það er sérstaklega mikilvægt fyrir neytendur núna á stærstu vikum netverslunar að hafa augun opin og ekki gefa frá sér viðkvæmar upplýsingar umhugsunarlaust. Ef þú færð óvænt boð um að þrýsta á tengil og slá inn greiðslukortaupplýsingar þá eru miklar líkur á að um svindl sé að ræða og því brýnt að ganga úr skugga um að réttur aðili sé að falast eftir upplýsingum. Því miður eru glæpamenn færir í sínu fagi og oft getur verið erfitt að greina á milli svindls og réttmætra upplýsingabeiðna.. Til þess að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á þessum glæpamönnum er hægt er að nálgast upplýsingar og ráð m.a. á vefsíðum bankanna, netöryggissveit fjarskiptastofu og lögreglunnar. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja telja að stafrænt öryggi fyrirtækja og neytenda sé eitt mikilvægasta hagsmunamál komandi ára. Samtökin ætla að leggja sitt af mörkum og setja fókusinn á þessi málefni á komandi misserum undir yfirskriftinni Taktu tvær. Mikilvægi þess að upplýsa fyrirtæki og neytendur um aðferðir til að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á stafrænum glæpamönnum hefur aldrei verið meiri. Sem neytandi er mikilvægt að staldra við þegar beiðni um upplýsingar berst. Þá getur reynst vel að taka sér tvær mínútur og kanna málið betur í stað þess að bregðast strax við. Vefverslun er mikil búbót fyrir neytendur en mikilvægt er að vera á verði og taka sér tíma til að hugsa hvort allt sé með felldu. Arnar I. Jónsson er Sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Heiðrún Björk Gísladóttir er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hér er til dæmis hægt að nálgast fróðleik um netsvik: https://netoryggi.is/ https://www.logreglan.is/fraedsla/internetid/netsvindl/ https://www.islandsbanki.is/is/grein/netoryggi https://www.landsbankinn.is/umraedan/netoryggi/hvernig-get-eg-varist-kortasvikum https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/oryggismal/#netsvik Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netglæpir Netöryggi Verslun Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar. Heimsfaraldurinn sem ekkert lát virðist vera á hefur flýtt þróun stafrænnar verslunar og má segja að flestir taki nýjungunum fagnandi. Hvimleiður fylgifiskur aukinnar stafrænnar verslunar og þjónustu er fjölgun stafrænna glæpamanna. Umfang og fjölbreytni stafrænna glæpa er mikið og fer vaxandi dag frá degi. Mikill fjöldi Íslendinga fellur fyrir brellibrögðum þeirra á ári hverju og stórum fjárhæðum er tapað í hendur glæpona. Erfitt að koma í veg fyrir alla glæpi Fjármálafyrirtæki, greiðslumiðlunarfyrirtæki, opinberar stofnanir, lögreglan og einkaaðilar eyða miklum tíma og fjármunum í að reyna að koma í veg fyrir stafræna glæpi, hvort sem um er að ræða smávægilegar upphæðir sem stolið er af grunlausum neytendum eða stærri árásir á grunnkerfi og upplýsingar almennings. Það er því miður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla stafræna glæpi því þróunin er mjög hröð hjá þeim sem starfa við svik. Því er í raun eitt mikilvægasta vopnið sem neytendur geta beitt að taka sér smá tíma og láta ekki upplýsingar af hendi sem hægt er að nota til að svíkja af þeim fjármuni. Netglæpamenn birtast yfirleitt ekki í tölvum og tækjum almennings og láta greipar sópa. Það þarf að veita þeim upplýsingar til dæmis um bankareikninga, leyninúmer, kortaupplýsingar eða veita þeim aðgang að tækjum í gegnum sýkt viðhengi. Það er því grundvallaratriði fyrir neytandann að vera á varðbergi þegar hann er beðinn um upplýsingar. Traust er mikilvægt í viðskiptum. Ef svindl fær að grassera getur það dregið úr vilja fólks til að nýta sér stafrænar lausnir. Neytendur vilja netverslun og glæpamenn vilja svindla á neytendum. Því betur sem við erum upplýst um aðferðir stafrænna glæpamanna því minni ávinningur verður af því að herja á landsmenn. Baráttan hefst því heimavið. Stórir verslunardagar fram undan Það er sérstaklega mikilvægt fyrir neytendur núna á stærstu vikum netverslunar að hafa augun opin og ekki gefa frá sér viðkvæmar upplýsingar umhugsunarlaust. Ef þú færð óvænt boð um að þrýsta á tengil og slá inn greiðslukortaupplýsingar þá eru miklar líkur á að um svindl sé að ræða og því brýnt að ganga úr skugga um að réttur aðili sé að falast eftir upplýsingum. Því miður eru glæpamenn færir í sínu fagi og oft getur verið erfitt að greina á milli svindls og réttmætra upplýsingabeiðna.. Til þess að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á þessum glæpamönnum er hægt er að nálgast upplýsingar og ráð m.a. á vefsíðum bankanna, netöryggissveit fjarskiptastofu og lögreglunnar. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja telja að stafrænt öryggi fyrirtækja og neytenda sé eitt mikilvægasta hagsmunamál komandi ára. Samtökin ætla að leggja sitt af mörkum og setja fókusinn á þessi málefni á komandi misserum undir yfirskriftinni Taktu tvær. Mikilvægi þess að upplýsa fyrirtæki og neytendur um aðferðir til að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á stafrænum glæpamönnum hefur aldrei verið meiri. Sem neytandi er mikilvægt að staldra við þegar beiðni um upplýsingar berst. Þá getur reynst vel að taka sér tvær mínútur og kanna málið betur í stað þess að bregðast strax við. Vefverslun er mikil búbót fyrir neytendur en mikilvægt er að vera á verði og taka sér tíma til að hugsa hvort allt sé með felldu. Arnar I. Jónsson er Sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Heiðrún Björk Gísladóttir er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hér er til dæmis hægt að nálgast fróðleik um netsvik: https://netoryggi.is/ https://www.logreglan.is/fraedsla/internetid/netsvindl/ https://www.islandsbanki.is/is/grein/netoryggi https://www.landsbankinn.is/umraedan/netoryggi/hvernig-get-eg-varist-kortasvikum https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/oryggismal/#netsvik
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar