Brýning frá hestakonu Hallgerður Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2021 15:30 Ég bið ykkur að hafa í huga sem lesið þetta, af því ég er að fara að segja óþægilega hluti um umræðuna undanfarið, að allan tímann er það grundvallarsjónarmið mitt að meðferðin sem sást í myndböndum sem þessum hryssum var boðin er óverjandi með öllu og gildir raunar einu hvort um er að ræða hesta eða væru það kýr, kindur, hundar, kettir, eða önnur dýrategund. Þið skiljið. Það á ekki að berja dýr og níðast á þeim. Það á að fara vel að þeim og leiðbeina þeim þannig að þau ráði við verkefnin sem þeim eru boðin. Þetta sem við sáum var bara eins og ef börn væru barin fyrir að kunna ekki að skrifa yfsilon eða ef ungmenni sem er að vinna á kassa í Hagkaup væru barin fyrir að afgreiða ekki rétt. Þetta er hrein misbeiting á valdastöðu, hreint ofbeldi. Í því tilfinningauppnámi og moldviðri sem hefur geisað undanfarið eftir að myndböndin birtust hefur verið sterk krafa um að banna það að hryssum verði tekið blóð. Af því að svín eitthvað. Það er mikið af allskonar furðum í gangi innan um staðreyndirnar í málinu og nauðsynlegt að átta sig á hvað er hvað. Ein staðreyndin er sú að það er ekkert beint samhengi á milli velferðar hryssanna og velferðar svína. Hvað það varðar er dagljóst að ef þetta efni úr blóði hryssanna væri ekki notað þá væri (og er reyndar, t.d. hér á landi) bara eitthvað annað efni notað til að samstilla gangmál og stækka egglos gyltna. Baráttan fyrir velferð svína felst ekki í því að krefjast þess að þessum hryssum verði slátrað. Við erum ekkert að fara að bjarga þessum svínum þannig og fólk verður að horfast í augu við það að það verður það eina sem verður gert: hryssunum verður slátrað. Persónulega undi ég þessum hryssum þess vel að lifa ef það er tryggt að þær þurfi ekki að undirgangast illa meðferð - og það er vel hægt að gera þetta þannig að þær séu hvorki hræddar né upplifi streitu eða sársauka. Á góðum bæ hafa þessar hryssur það raunar bara gott, betur en flest annað búfé á Íslandi. Það sést til dæmis á því að afföll (óskýrður dauði eða dauði tengdur búfjárhaldinu) eru með því minnsta sem finnst í búskap hér á landi, framleiðslusjúkdómar líka og svo í því að þær fá að lifa hvað næst sínu eðlilega atferli af öllu búfé sem er haldið á Íslandi. Það er nú bara út frá þessu sem ég er að skoða þetta, þeirra eigin velferð og ég uni þeim þess að lifa, hvað sem öðru líður. Inn í þetta hefur síðan blandast önnur umræða, sem er „orðspor Íslands í útlöndum“. Það snýst aðallega um eigin hagsmuni, a.m.k. ekki um velferð hryssanna beint, heldur hvernig er talað um okkur í útlöndum og möguleg minni viðskipti. Fleiri aðra hagsmuni mætti nefna, til dæmis kynbótaræktenda sem sumum er uppsigað við að fólk geti keypt sér þarna ódýr folöld til að eignast einhverskonar „óræktaða“ reiðhesta. Þetta hef ég allt séð koma upp á yfirborðið, kannski skiljanlega, en aftur: ég vildi óska að samtalið snerist betur og beinar um velferð hryssanna sjálfra. Það kom líka strax í ljós önnur bein veigrun, eitthvað krúsídúllu # égelskahesta þema sem fór í gang, þar sem fólk átti að birta krúsídúllumyndir af sér með hestunum sínum sem það elskar svo mikið. Ekkert að því sem slíku, en mjög vont að sjá að þetta átti að koma sem einhverskonar yfirbreiðsla til að láta hitt hverfa. Það er svona veigrun sem viðheldur illri meðferð - ég veit að það var ekki þannig meint. En það verður stundum að taka slaginn, ekki flýja hann. Niðurstaða mín er sú að ef þess verður krafist að það verði aflagt að hryssum sé tekið blóð á grundvelli velferðar hryssanna sjálfra (út frá þessum hryssum á myndbandinu sem voru barðar og kýldar) þá verðum við að horfast í augu við að við þurfum að fara fram á að annað dýrahald verði einnig aflagt: í raun allur búskapur þar sem er hægt að níðast á dýrum. Já þetta verður líklega að lesast sem „allur búskapur og allt dýrahald“. Af því svona gerist í öllum búskap og öllu dýrahaldi, líka á heimilum þar sem gæludýr eru haldin. Það eru alltaf níðingar og svíðingar inn á milli sem berja dýr. Ég sé ekki ástæðu til að leysa illa meðferð fárra með því að banna öllum öðrum að halda dýr. Það eru að mínu mati einmitt níðingarnir sem við verðum að ná - saman - og stöðva þá með því að meina þeim að halda dýr, á einstaklingsgrundvelli. Munið þið kvíguna sem var dregin til dauða, hengd aftan í jeppa bóndans um árið? Af hverju reis ekki almenningur upp á afturlappirnar þá og fór fram á að það væri algerlega aflagt allt kúahald? Nógu var illa farið með kvíguna, hún var bæði barin og dregin til dauða. Var það af því bóndinn var einn að níðast á kvígunni? En varla heldur fólk að þetta sé í eina skiptið sem níðst hefur verið á kúm hér á landi? Þessi bóndi fékk að starfa áfram (jamm, af því Mast gerði stjórnsýsluleg mistök) og ég geri ráð fyrir að hann og slíkir haldi áfram að kýla sínar kýr með hnefanum, alveg eins og var gert við buguðu hryssuna í myndböndunum. Ég talaði um þetta við Mast og var sagt að það væri svo erfitt að sjá marbletti í húð dýra með feld en var lofað að kúabóndinn fengi aukið eftirlit. Þetta er fjandi erfið staða. Fleiri gera svona. Kýr eru enn sums staðar halabrotnar mun meira en annars staðar. Það er ekki af því þær kýr séu meiri klunnar en aðrar kýr. Við þurfum að ná níðingum og stöðva dýrahald þeirra. Óháð dýrategund, óháð aðferðum. Og án þess að flýja samtalið. Sjáið þið ekki að þetta eru sambærileg mál, þ.e. út frá dýravelferð? Ég held raunar að það hafi ekki risið stór mótmælaalda gegn kúahaldi á þeim tíma því við drekkum svo mörg mjólk og borðum osta. Ef við skoðum þetta síðarnefnda þá sjáum við að það eru fyrst og fremst okkar eigin hagsmunir sem leiða til þess að við berjumst ekki gegn því að kýr séu haldnar, eða kindur, eða reiðhross, sýningahross, keppnishross, af því við erum svo mörg sem nýtum þessi dýr. Ekki láta ykkur detta í hug eitt augnablik krakkar að ekki sé farið illa með hesta víðar en við sáum þarna í myndbandinu. Það er raunar stundum farið alveg hroðalega með þá, til dæmis í reið, oft meint sem þjálfun og annað hestafólk horfir iðulega upp á það algerlega miður sín en þorir ekki að gera neitt. Það þýðir ekki að kæra, muniði. Það eru notuð mél og búnaður sem meiða hross. Þeir eru kýldir og barðir með pískum. Þeir eru barðir í andlitið með písk: ég hef sjálf séð þetta síðarnefnda og reyndi að kæra en var sagt af Mast að ef ég hefði ekki myndband þá væri það orð á móti orði, spáið aðeins í þetta. Alger pattstaða. En við verðum samt að átta okkur á að það að halda dýr er ekki í sjálfu sér ill meðferð, heldur er ill meðferð á dýrum alltaf framkvæmd af einstaklingum og stundum af einstaklingum saman, eins og t.d. þegar fólk sem er að temja hesta saman lemur þá saman, styður níðingshátt hvers annars. Eða þetta þarna sem við sáum á myndböndunum þar sem fólk fór illa með hrossin – saman. En það er svo áríðandi að muna að hitt fólkið er miklu fleira, þetta sem fer vel með dýrin og lætur sér ekki detta í hug að berja þau. Það er þangað sem við verðum öll að fara, í áttina að aukinni velferð og við verðum að stöðva það fólk sem verður eftir, fólk sem heldur áfram að fara illa með dýr. Verðum við ekki líka að horfast í augu við að ef blóðið úr þessum hryssum væri nýtt til að bjarga t.d. litlum börnum frá dauða þá myndi enginn segja neitt við blóðtökunni. Líklega bara ekki múkk. Ekki frekar en er almennt gert gagnvart milljónum og aftur milljónum svokallaðra tilraunadýra á hverju ári. Við notum ÖLL eitthvað sem er byggt á misíþyngjandi tilraunum með dýr. Þessar tilraunir eru ekkert hættar. Dýr eru nýtt til að gera lyf, þróa lyf, prófa lyf, jafnvel með miklum pyntingum – og þá venjulega með leyfi yfirvalda byggt á mati á nauðsyn lyfsins. Það eru gerð efni sem eru notuð stundum fyrir önnur dýr, en aðallega fyrir okkur, manninn. Af hverju mótmælum við því ekki alveg öskureið í ljósi þess að stundum er gert miklu meira og verra við þau dýr heldur en að taka þeim blóð. Svo af hverju tökum við þessar hryssur út fyrir sviga, hvað blóðtökuna varðar? Þetta er allt ágætt umhugsunarefni, að greina epli frá appelsínum. En meginatriði þessa máls er samt fyrst og fremst hvernig var farið með hryssurnar sem sást í myndbandinu. Hvað er að gerast á þessum bæjum? Hvernig getum við stöðvað þetta? Þar berum við öll ábyrgð: sem samfélag sem veitir dýrum ekki nægilega sterka lagalega vernd. Löggjafinn, fyrir að bregðast ekki við. Fyrirtækið, sem nýtir blóðið úr hryssunum, en fylgir ekki nægilega vel eftir að velferð þeirra sé tryggð. Eftirlitsstofnun hefur ekki nægilegar heimildir til að tryggja velferð hryssanna - ég er búin að skoða þetta vel og sé ekki betur en að það hafi mikið verið reynt sem hefur stoð í lögum fyrir þessar hryssur. En eftirlitið, það sem er heimilt, það bara hélt ekki. Á móti kemur að Mast er kannski ekki að gera kröfur um lagabreytingar til að geta gert betur? Stofnunin ætti stöðugt að vera að því; til dæmis að gera kröfur um að fá að nota upptökur þar sem áhætta er mikil. Hrossabændurnir sem um ræðir og dýralæknarnir sem um ræðir, bera þarna meginábyrgð á sínum gjörðum og hver og einn á einstaklingsgrundvelli. Það eru þessir aðilar sem samþykkja hjá sjálfum sér og hver öðrum það sem við sáum þarna á myndböndunum. Þarna er menning, þarna á þessum bæjum, kannski á fleiri bæjum en alveg klárlega ekki á öllum bæjum - fyrir því að fara illa með þessar hryssur. Við VERÐUM að taka samtalið um þessa menningu. Öll saman og virkilega horfast í augu það hvað liggur að baki því að það sé ennþá farið illa með hesta hér á landi. Hvort sem það eru hryssur sem tekið er blóð, eða reiðhross, keppnishross, sýningarhross eða annað. Og við verðum að vera sammála um að við berum saman ábyrgð á því að stöðva fólk sem níðist á hrossum. Hættum að vera meðvirk, lítum upp - og breytum þessari menningu. Höfundur er hestakona í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Hestar Tengdar fréttir Á meðal þeirra sem við þjónum Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg. 28. nóvember 2021 08:01 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég bið ykkur að hafa í huga sem lesið þetta, af því ég er að fara að segja óþægilega hluti um umræðuna undanfarið, að allan tímann er það grundvallarsjónarmið mitt að meðferðin sem sást í myndböndum sem þessum hryssum var boðin er óverjandi með öllu og gildir raunar einu hvort um er að ræða hesta eða væru það kýr, kindur, hundar, kettir, eða önnur dýrategund. Þið skiljið. Það á ekki að berja dýr og níðast á þeim. Það á að fara vel að þeim og leiðbeina þeim þannig að þau ráði við verkefnin sem þeim eru boðin. Þetta sem við sáum var bara eins og ef börn væru barin fyrir að kunna ekki að skrifa yfsilon eða ef ungmenni sem er að vinna á kassa í Hagkaup væru barin fyrir að afgreiða ekki rétt. Þetta er hrein misbeiting á valdastöðu, hreint ofbeldi. Í því tilfinningauppnámi og moldviðri sem hefur geisað undanfarið eftir að myndböndin birtust hefur verið sterk krafa um að banna það að hryssum verði tekið blóð. Af því að svín eitthvað. Það er mikið af allskonar furðum í gangi innan um staðreyndirnar í málinu og nauðsynlegt að átta sig á hvað er hvað. Ein staðreyndin er sú að það er ekkert beint samhengi á milli velferðar hryssanna og velferðar svína. Hvað það varðar er dagljóst að ef þetta efni úr blóði hryssanna væri ekki notað þá væri (og er reyndar, t.d. hér á landi) bara eitthvað annað efni notað til að samstilla gangmál og stækka egglos gyltna. Baráttan fyrir velferð svína felst ekki í því að krefjast þess að þessum hryssum verði slátrað. Við erum ekkert að fara að bjarga þessum svínum þannig og fólk verður að horfast í augu við það að það verður það eina sem verður gert: hryssunum verður slátrað. Persónulega undi ég þessum hryssum þess vel að lifa ef það er tryggt að þær þurfi ekki að undirgangast illa meðferð - og það er vel hægt að gera þetta þannig að þær séu hvorki hræddar né upplifi streitu eða sársauka. Á góðum bæ hafa þessar hryssur það raunar bara gott, betur en flest annað búfé á Íslandi. Það sést til dæmis á því að afföll (óskýrður dauði eða dauði tengdur búfjárhaldinu) eru með því minnsta sem finnst í búskap hér á landi, framleiðslusjúkdómar líka og svo í því að þær fá að lifa hvað næst sínu eðlilega atferli af öllu búfé sem er haldið á Íslandi. Það er nú bara út frá þessu sem ég er að skoða þetta, þeirra eigin velferð og ég uni þeim þess að lifa, hvað sem öðru líður. Inn í þetta hefur síðan blandast önnur umræða, sem er „orðspor Íslands í útlöndum“. Það snýst aðallega um eigin hagsmuni, a.m.k. ekki um velferð hryssanna beint, heldur hvernig er talað um okkur í útlöndum og möguleg minni viðskipti. Fleiri aðra hagsmuni mætti nefna, til dæmis kynbótaræktenda sem sumum er uppsigað við að fólk geti keypt sér þarna ódýr folöld til að eignast einhverskonar „óræktaða“ reiðhesta. Þetta hef ég allt séð koma upp á yfirborðið, kannski skiljanlega, en aftur: ég vildi óska að samtalið snerist betur og beinar um velferð hryssanna sjálfra. Það kom líka strax í ljós önnur bein veigrun, eitthvað krúsídúllu # égelskahesta þema sem fór í gang, þar sem fólk átti að birta krúsídúllumyndir af sér með hestunum sínum sem það elskar svo mikið. Ekkert að því sem slíku, en mjög vont að sjá að þetta átti að koma sem einhverskonar yfirbreiðsla til að láta hitt hverfa. Það er svona veigrun sem viðheldur illri meðferð - ég veit að það var ekki þannig meint. En það verður stundum að taka slaginn, ekki flýja hann. Niðurstaða mín er sú að ef þess verður krafist að það verði aflagt að hryssum sé tekið blóð á grundvelli velferðar hryssanna sjálfra (út frá þessum hryssum á myndbandinu sem voru barðar og kýldar) þá verðum við að horfast í augu við að við þurfum að fara fram á að annað dýrahald verði einnig aflagt: í raun allur búskapur þar sem er hægt að níðast á dýrum. Já þetta verður líklega að lesast sem „allur búskapur og allt dýrahald“. Af því svona gerist í öllum búskap og öllu dýrahaldi, líka á heimilum þar sem gæludýr eru haldin. Það eru alltaf níðingar og svíðingar inn á milli sem berja dýr. Ég sé ekki ástæðu til að leysa illa meðferð fárra með því að banna öllum öðrum að halda dýr. Það eru að mínu mati einmitt níðingarnir sem við verðum að ná - saman - og stöðva þá með því að meina þeim að halda dýr, á einstaklingsgrundvelli. Munið þið kvíguna sem var dregin til dauða, hengd aftan í jeppa bóndans um árið? Af hverju reis ekki almenningur upp á afturlappirnar þá og fór fram á að það væri algerlega aflagt allt kúahald? Nógu var illa farið með kvíguna, hún var bæði barin og dregin til dauða. Var það af því bóndinn var einn að níðast á kvígunni? En varla heldur fólk að þetta sé í eina skiptið sem níðst hefur verið á kúm hér á landi? Þessi bóndi fékk að starfa áfram (jamm, af því Mast gerði stjórnsýsluleg mistök) og ég geri ráð fyrir að hann og slíkir haldi áfram að kýla sínar kýr með hnefanum, alveg eins og var gert við buguðu hryssuna í myndböndunum. Ég talaði um þetta við Mast og var sagt að það væri svo erfitt að sjá marbletti í húð dýra með feld en var lofað að kúabóndinn fengi aukið eftirlit. Þetta er fjandi erfið staða. Fleiri gera svona. Kýr eru enn sums staðar halabrotnar mun meira en annars staðar. Það er ekki af því þær kýr séu meiri klunnar en aðrar kýr. Við þurfum að ná níðingum og stöðva dýrahald þeirra. Óháð dýrategund, óháð aðferðum. Og án þess að flýja samtalið. Sjáið þið ekki að þetta eru sambærileg mál, þ.e. út frá dýravelferð? Ég held raunar að það hafi ekki risið stór mótmælaalda gegn kúahaldi á þeim tíma því við drekkum svo mörg mjólk og borðum osta. Ef við skoðum þetta síðarnefnda þá sjáum við að það eru fyrst og fremst okkar eigin hagsmunir sem leiða til þess að við berjumst ekki gegn því að kýr séu haldnar, eða kindur, eða reiðhross, sýningahross, keppnishross, af því við erum svo mörg sem nýtum þessi dýr. Ekki láta ykkur detta í hug eitt augnablik krakkar að ekki sé farið illa með hesta víðar en við sáum þarna í myndbandinu. Það er raunar stundum farið alveg hroðalega með þá, til dæmis í reið, oft meint sem þjálfun og annað hestafólk horfir iðulega upp á það algerlega miður sín en þorir ekki að gera neitt. Það þýðir ekki að kæra, muniði. Það eru notuð mél og búnaður sem meiða hross. Þeir eru kýldir og barðir með pískum. Þeir eru barðir í andlitið með písk: ég hef sjálf séð þetta síðarnefnda og reyndi að kæra en var sagt af Mast að ef ég hefði ekki myndband þá væri það orð á móti orði, spáið aðeins í þetta. Alger pattstaða. En við verðum samt að átta okkur á að það að halda dýr er ekki í sjálfu sér ill meðferð, heldur er ill meðferð á dýrum alltaf framkvæmd af einstaklingum og stundum af einstaklingum saman, eins og t.d. þegar fólk sem er að temja hesta saman lemur þá saman, styður níðingshátt hvers annars. Eða þetta þarna sem við sáum á myndböndunum þar sem fólk fór illa með hrossin – saman. En það er svo áríðandi að muna að hitt fólkið er miklu fleira, þetta sem fer vel með dýrin og lætur sér ekki detta í hug að berja þau. Það er þangað sem við verðum öll að fara, í áttina að aukinni velferð og við verðum að stöðva það fólk sem verður eftir, fólk sem heldur áfram að fara illa með dýr. Verðum við ekki líka að horfast í augu við að ef blóðið úr þessum hryssum væri nýtt til að bjarga t.d. litlum börnum frá dauða þá myndi enginn segja neitt við blóðtökunni. Líklega bara ekki múkk. Ekki frekar en er almennt gert gagnvart milljónum og aftur milljónum svokallaðra tilraunadýra á hverju ári. Við notum ÖLL eitthvað sem er byggt á misíþyngjandi tilraunum með dýr. Þessar tilraunir eru ekkert hættar. Dýr eru nýtt til að gera lyf, þróa lyf, prófa lyf, jafnvel með miklum pyntingum – og þá venjulega með leyfi yfirvalda byggt á mati á nauðsyn lyfsins. Það eru gerð efni sem eru notuð stundum fyrir önnur dýr, en aðallega fyrir okkur, manninn. Af hverju mótmælum við því ekki alveg öskureið í ljósi þess að stundum er gert miklu meira og verra við þau dýr heldur en að taka þeim blóð. Svo af hverju tökum við þessar hryssur út fyrir sviga, hvað blóðtökuna varðar? Þetta er allt ágætt umhugsunarefni, að greina epli frá appelsínum. En meginatriði þessa máls er samt fyrst og fremst hvernig var farið með hryssurnar sem sást í myndbandinu. Hvað er að gerast á þessum bæjum? Hvernig getum við stöðvað þetta? Þar berum við öll ábyrgð: sem samfélag sem veitir dýrum ekki nægilega sterka lagalega vernd. Löggjafinn, fyrir að bregðast ekki við. Fyrirtækið, sem nýtir blóðið úr hryssunum, en fylgir ekki nægilega vel eftir að velferð þeirra sé tryggð. Eftirlitsstofnun hefur ekki nægilegar heimildir til að tryggja velferð hryssanna - ég er búin að skoða þetta vel og sé ekki betur en að það hafi mikið verið reynt sem hefur stoð í lögum fyrir þessar hryssur. En eftirlitið, það sem er heimilt, það bara hélt ekki. Á móti kemur að Mast er kannski ekki að gera kröfur um lagabreytingar til að geta gert betur? Stofnunin ætti stöðugt að vera að því; til dæmis að gera kröfur um að fá að nota upptökur þar sem áhætta er mikil. Hrossabændurnir sem um ræðir og dýralæknarnir sem um ræðir, bera þarna meginábyrgð á sínum gjörðum og hver og einn á einstaklingsgrundvelli. Það eru þessir aðilar sem samþykkja hjá sjálfum sér og hver öðrum það sem við sáum þarna á myndböndunum. Þarna er menning, þarna á þessum bæjum, kannski á fleiri bæjum en alveg klárlega ekki á öllum bæjum - fyrir því að fara illa með þessar hryssur. Við VERÐUM að taka samtalið um þessa menningu. Öll saman og virkilega horfast í augu það hvað liggur að baki því að það sé ennþá farið illa með hesta hér á landi. Hvort sem það eru hryssur sem tekið er blóð, eða reiðhross, keppnishross, sýningarhross eða annað. Og við verðum að vera sammála um að við berum saman ábyrgð á því að stöðva fólk sem níðist á hrossum. Hættum að vera meðvirk, lítum upp - og breytum þessari menningu. Höfundur er hestakona í Reykjavík.
Á meðal þeirra sem við þjónum Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg. 28. nóvember 2021 08:01
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun