Of snemmt að segja hvort Vínbúðinni í Austurstræti verði lokað Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 09:40 Forsvarsmenn ÁTVR vilja kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Vísir/Kolbeinn Tumi Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að ekki sé búið að ákveða að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hún segir leitt hvernig þetta mál hefur farið en ánægjulegt að vita að viðskiptavinir séu ánægðir með núverandi staðsetningu í Austurstræti. Þetta sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún einnig að í grunninn væri ástæða þess að ÁTVR hefði auglýst eftir nýju húsnæði í miðborginni að aðgengi fyrir starfsmenn stofnunarinnar að versluninni í Austurstræti væri erfitt. Það væri erfitt að koma vörum þarna að og búðin væri frekar óhagstæð og á tveimur hæðum. Forsvarsmenn ÁTVR hafi viljað kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Sigrún sagði fjölmiðla hafa oftúlkað orð hennar hún hafi aldrei sagt að búið væri að ákveða að opna Vínbúð í Fiskislóð. „Það sem ég skrifaði er að næsta stig er að ræða við þessa eigendur húsnæðis á Fiskislóð og sjá hvort við komust að einhverju samkomulagi. Ef að það verður, þá þurfum við að ákveða hvort við opnum nýja vínbúð og hugsanlega lokum Vínbúðinni í Austurstræti en þetta hefur ekkert verið endanlega ákveðið,“ sagði Sigrún. Fram kom í síðasta mánuði að forsvarsmenn ÁTVR væru að skoða kosti sína í miðborginni. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að búið væri að ákveða staðsetningu nýrrar Vínbúðar sem koma ætti í stað þeirrar sem er í Austurstræti og það væri húsnæði að Fiskislóð. Í kjölfarið sagði Vísir frá því að hugmyndin um að opna Vínbúð að Fiskislóð hefði vakið hörð viðbrögð. Margir lýstu yfir áhyggjum af því að fyrir íbúa í miðborginni yrði langt að leita í næstu Vínbúð ef þeirri í Austurstræti væri lokað. Sigrún sagði þau hjá ÁTVR vita að staðan væri erfið og mögulega þyrfti að hugsa svæðið upp á nýtt. Nauðsynlegt hefði verið að loka versluninni í Borgartúni og ekkert húsnæði hafi fengist í staðinn. „Þannig að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórt svæði sem er ekki dekkað,“ sagði hún. Þess vegna væri ekki búið að taka ákvörðun um að loka í Austurstræti en það væri erfitt að reka Vínbúð þar. Hún vildi ekki segja hvort versluninni yrði lokað eða ekki. Það væri of snemmt. Vínbúðin ætti allavega eftir að vera í Austurstræti í marga mánuði. Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Þetta sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún einnig að í grunninn væri ástæða þess að ÁTVR hefði auglýst eftir nýju húsnæði í miðborginni að aðgengi fyrir starfsmenn stofnunarinnar að versluninni í Austurstræti væri erfitt. Það væri erfitt að koma vörum þarna að og búðin væri frekar óhagstæð og á tveimur hæðum. Forsvarsmenn ÁTVR hafi viljað kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Sigrún sagði fjölmiðla hafa oftúlkað orð hennar hún hafi aldrei sagt að búið væri að ákveða að opna Vínbúð í Fiskislóð. „Það sem ég skrifaði er að næsta stig er að ræða við þessa eigendur húsnæðis á Fiskislóð og sjá hvort við komust að einhverju samkomulagi. Ef að það verður, þá þurfum við að ákveða hvort við opnum nýja vínbúð og hugsanlega lokum Vínbúðinni í Austurstræti en þetta hefur ekkert verið endanlega ákveðið,“ sagði Sigrún. Fram kom í síðasta mánuði að forsvarsmenn ÁTVR væru að skoða kosti sína í miðborginni. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að búið væri að ákveða staðsetningu nýrrar Vínbúðar sem koma ætti í stað þeirrar sem er í Austurstræti og það væri húsnæði að Fiskislóð. Í kjölfarið sagði Vísir frá því að hugmyndin um að opna Vínbúð að Fiskislóð hefði vakið hörð viðbrögð. Margir lýstu yfir áhyggjum af því að fyrir íbúa í miðborginni yrði langt að leita í næstu Vínbúð ef þeirri í Austurstræti væri lokað. Sigrún sagði þau hjá ÁTVR vita að staðan væri erfið og mögulega þyrfti að hugsa svæðið upp á nýtt. Nauðsynlegt hefði verið að loka versluninni í Borgartúni og ekkert húsnæði hafi fengist í staðinn. „Þannig að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórt svæði sem er ekki dekkað,“ sagði hún. Þess vegna væri ekki búið að taka ákvörðun um að loka í Austurstræti en það væri erfitt að reka Vínbúð þar. Hún vildi ekki segja hvort versluninni yrði lokað eða ekki. Það væri of snemmt. Vínbúðin ætti allavega eftir að vera í Austurstræti í marga mánuði.
Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00
Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25
Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46