Naloxone bjargar mannslífum Kristín Davíðsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 22:50 Þann 24.nóvember sl. gerði Lára G. fentanyl faraldurinn í Bandaríkjunum að umtalsefni sínu í Bakþönkum Fréttablaðsins. Hún segist hugsa til þess með hryllingi að þessi faraldur nái fótfestu hérlendis líkt og það sé eitthvað fjarlægt sem eigi sér aðeins stað í útlöndum. Það er vissulega ánægjulegt að fólk veki máls á þessu viðfangsefni og því langar mig að taka boltann og fara yfir nokkrar staðreyndir þessu tengdar. Við sem vinnum með einstaklingum sem tilheyra þeim jaðarsetta hópi sem notar vímuefni að staðaldri vitum öll að fentanyl hefur fyrir löngu náð fótfestu hérlendis og valdið fjölda ótímabærra dauðsfalla. Síðasti faraldur sem skók samfélagið var í byrjum þessa árs og var m.a. fjallað um hann í viðtali við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing og deildarstjóra hjá Reykjavíkurborg, sem vakti þá máls á mikilvægi þess að auka aðgengi allra að lyfinu Naloxone sem upphefur öndunarbælandi áhrif morfínskyldra lyfja. Lyfið er lífsbjargandi og ætti að vera aðgengilegt öllum enda í raun ómögulegt að misnota lyfið á nokkurn hátt – þess ber einnig að geta að sé lyfið gefið að óþörfu er það viðkomandi að meinalausu. Víða um heim hefur aðgengi að lyfinu batnað til muna en hérlendis er enn gerð sú krafa að lyfið sé skrifað út af lækni á kennitölu einstaklings sem, eðli málsins samkvæmt, heftir aðgang þeirra sem mest þurfa á því að halda að því – nefnilega notendunum sjálfum. Það að einstaklingar sem nota morfín og morfínskyld lyf hafi óheftan aðgang að Naloxon nefúða skiptir sköpum þegar ofskömmtun á sér stað. Líkt og dæmin hafa sýnt, jafnt hérlendis sem og erlendis, þá er það alls konar fólk sem notar, og misnotar, þessi lyf og það gerir það við hinar ýmsu aðstæður á hinum ýmsu stöðum. Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stigum samfélagsins. Það að vera með Naloxon nefúða á sér og geta gefið meðvitundarlausum einstaklingi, hvort sem það er eldri borgari sem hnígur niður úti á götu eða ungmenni á næturklúbbi, ætti því í raun að vera sjálfsagður hlutur. Mikil notkun morfínskyldra lyfja, þ.á.m. fentanyls á hér á landi er staðreynd og nota Íslendingar mest allra norðurlandaþjóðanna. Reynslan hefur sýnt okkur að það er hægara sagt en gert að koma í veg fyrir og/eða að stöðva þessa notkun. Við getum hins vegar beitt skaðaminnkandi inngripum til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og/eða óafturkræfan skaða af völdum þeirra. Árlega láta að meðaltali 29 manns lífið á Íslandi af völdum lyfja. Undanfarin ár hefur fjöldinn þó verið töluvert hærri og árið 2020 var fjöldi lyfjatengdra dauðsfalla á Íslandi 37 sem þýðir 8,9 einstaklinga á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að 7 einstaklingar létu lífið í umferðinni það ár. Ef það að dreifa Naloxone nefúða til þeirra sem það þurfa getur dregið úr þessum fjölda þá er til mikils að vinna. Ennfremur er mikilvægt að hafa í huga að þessar tölur eiga bara við um þá sem hafa látist. Fjöldi þeirra einstaklinga sem náðst hefur að endurlífga en hlotið hafa varanlegan skaða kemur hvergi fram. Á meðal lykil markmiða skaðaminnkandi inngripa er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og lágmarka óafturkræfan skaða. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hefur alla burði og vilja til þess að dreifa lyfinu til þeirra sem það þurfa en sökum reglugerða og kostnaðar hefur það ekki enn náð fram að ganga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Fíkn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þann 24.nóvember sl. gerði Lára G. fentanyl faraldurinn í Bandaríkjunum að umtalsefni sínu í Bakþönkum Fréttablaðsins. Hún segist hugsa til þess með hryllingi að þessi faraldur nái fótfestu hérlendis líkt og það sé eitthvað fjarlægt sem eigi sér aðeins stað í útlöndum. Það er vissulega ánægjulegt að fólk veki máls á þessu viðfangsefni og því langar mig að taka boltann og fara yfir nokkrar staðreyndir þessu tengdar. Við sem vinnum með einstaklingum sem tilheyra þeim jaðarsetta hópi sem notar vímuefni að staðaldri vitum öll að fentanyl hefur fyrir löngu náð fótfestu hérlendis og valdið fjölda ótímabærra dauðsfalla. Síðasti faraldur sem skók samfélagið var í byrjum þessa árs og var m.a. fjallað um hann í viðtali við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing og deildarstjóra hjá Reykjavíkurborg, sem vakti þá máls á mikilvægi þess að auka aðgengi allra að lyfinu Naloxone sem upphefur öndunarbælandi áhrif morfínskyldra lyfja. Lyfið er lífsbjargandi og ætti að vera aðgengilegt öllum enda í raun ómögulegt að misnota lyfið á nokkurn hátt – þess ber einnig að geta að sé lyfið gefið að óþörfu er það viðkomandi að meinalausu. Víða um heim hefur aðgengi að lyfinu batnað til muna en hérlendis er enn gerð sú krafa að lyfið sé skrifað út af lækni á kennitölu einstaklings sem, eðli málsins samkvæmt, heftir aðgang þeirra sem mest þurfa á því að halda að því – nefnilega notendunum sjálfum. Það að einstaklingar sem nota morfín og morfínskyld lyf hafi óheftan aðgang að Naloxon nefúða skiptir sköpum þegar ofskömmtun á sér stað. Líkt og dæmin hafa sýnt, jafnt hérlendis sem og erlendis, þá er það alls konar fólk sem notar, og misnotar, þessi lyf og það gerir það við hinar ýmsu aðstæður á hinum ýmsu stöðum. Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stigum samfélagsins. Það að vera með Naloxon nefúða á sér og geta gefið meðvitundarlausum einstaklingi, hvort sem það er eldri borgari sem hnígur niður úti á götu eða ungmenni á næturklúbbi, ætti því í raun að vera sjálfsagður hlutur. Mikil notkun morfínskyldra lyfja, þ.á.m. fentanyls á hér á landi er staðreynd og nota Íslendingar mest allra norðurlandaþjóðanna. Reynslan hefur sýnt okkur að það er hægara sagt en gert að koma í veg fyrir og/eða að stöðva þessa notkun. Við getum hins vegar beitt skaðaminnkandi inngripum til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og/eða óafturkræfan skaða af völdum þeirra. Árlega láta að meðaltali 29 manns lífið á Íslandi af völdum lyfja. Undanfarin ár hefur fjöldinn þó verið töluvert hærri og árið 2020 var fjöldi lyfjatengdra dauðsfalla á Íslandi 37 sem þýðir 8,9 einstaklinga á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að 7 einstaklingar létu lífið í umferðinni það ár. Ef það að dreifa Naloxone nefúða til þeirra sem það þurfa getur dregið úr þessum fjölda þá er til mikils að vinna. Ennfremur er mikilvægt að hafa í huga að þessar tölur eiga bara við um þá sem hafa látist. Fjöldi þeirra einstaklinga sem náðst hefur að endurlífga en hlotið hafa varanlegan skaða kemur hvergi fram. Á meðal lykil markmiða skaðaminnkandi inngripa er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og lágmarka óafturkræfan skaða. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hefur alla burði og vilja til þess að dreifa lyfinu til þeirra sem það þurfa en sökum reglugerða og kostnaðar hefur það ekki enn náð fram að ganga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun