Dýrmætasta gjöfin Hildur Inga Magnadóttir skrifar 22. nóvember 2021 15:00 Nú styttist í að aðventan hefjist og að jólamánuðurinn gangi í garð. Mánuður sem margir bíða eftir með eftirvæntingu en hjá öðrum stækkar kvíðahnúturinn í maganum smám saman eftir því sem nær dregur jólum. Foreldrar leggja hugann í bleyti og velta fyrir sér hvað hægt er að gefa börnunum í jólagjöf. Eða að minnsta kosti þeir sem vilja vera mjög tímanlega. Nú fara að hrúgast inn spurningar frá örvæntingarfullum foreldrum á hina ýmsu Facebook hópa þar sem óskað er eftir jólagjafahugmyndum. Mörg fyrirtæki eru meira að segja svo elskuleg að setja fram lista yfir sniðugar gjafir og það getur auðveldað foreldrum valið og auðvitað sparað tíma. Það virðist ekki lengur vera nóg að kaupa litla fallega jólagjöf heldur þarf hún að vera betri en í fyrra, þarf að standast kröfur hjá barninu og vinum þess, jafnvel líka hjá foreldrum vinanna. Kannski hjá samfélaginu öllu? Þetta jólagjafastúss er því alls ekkert grín og pressan er raunveruleg. Mikil streita getur fylgt því að toppa gjafirnar á milli ára. Foreldrar vilja ekki að börnin sín verði fyrir aðkasti vegna minni eða lélegri gjafa en hinir krakkarnir fá. Það hafa hins vegar fæstir það mikið á milli handanna að þeir geti keypt allt sem prýðir óskalistann hjá börnum sínum og jafnvel þó svo væri, hefðu börnin gott af því að fá alla veraldlega hluti sem hugur þeirra girnist? Það er líka stór hópur foreldra sem getur ekki keypt jólagjafir fyrir börnin sín og þessi samanburður og kröfur því átakanlegar fyrir marga. Því er vert að velta fyrir sér, hver viðhorf okkar til jólagjafa fyrir börnin okkar, eru. Hver er dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið þeim? Í aðdraganda jólanna, í stressmánuðinum mikla, hvet ég alla til að staldra við og spurja sig hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Hvernig er forgangsröðunin í lífinu og af hverju er hún eins og hún er? Þarf að þrífa húsið hátt og lágt, þurfa allir að vera í nýjum jólafötum eða þarf jólagjöfin að vera betri en í fyrra? Þegar uppi er staðið þá skiptir þetta engu máli. Jólin koma þó að ló leynist í horni, mylsna sé í sófa eða þótt að ekki sjáist í þvottahúsgólfið fyrir óhreinum þvotti. Dýrmætasta gjöfin er nefnilega ekki nýjasti Iphone-inn, ný úlpa eða aðrir veraldlegir hlutir. Það eru ekki þær gjafir sem börnin muna eftir þegar fram líða stundir. Dýrmætasta gjöfin er samvera. Að vera til staðar. Hlusta. Gefa af sér. Veita athygli. Vera í núinu. Leggja frá sér snjalltækin. Tala við börnin. Sýna öllu í lífi þeirra áhuga. Knúsa þau. Með því að vera til staðar og verja tíma með þeim sáir þú fræjum fyrir komandi samskipti við börnin þín og samskipti sem þau munu eiga við börnin sín í framtíðinni. Með þessu leggur þú sterkari grunn að framtíðinni þeirra. Er til eitthvað dýrmætara en það? Gleðileg jól. Höfundur er markþjálfi og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að aðventan hefjist og að jólamánuðurinn gangi í garð. Mánuður sem margir bíða eftir með eftirvæntingu en hjá öðrum stækkar kvíðahnúturinn í maganum smám saman eftir því sem nær dregur jólum. Foreldrar leggja hugann í bleyti og velta fyrir sér hvað hægt er að gefa börnunum í jólagjöf. Eða að minnsta kosti þeir sem vilja vera mjög tímanlega. Nú fara að hrúgast inn spurningar frá örvæntingarfullum foreldrum á hina ýmsu Facebook hópa þar sem óskað er eftir jólagjafahugmyndum. Mörg fyrirtæki eru meira að segja svo elskuleg að setja fram lista yfir sniðugar gjafir og það getur auðveldað foreldrum valið og auðvitað sparað tíma. Það virðist ekki lengur vera nóg að kaupa litla fallega jólagjöf heldur þarf hún að vera betri en í fyrra, þarf að standast kröfur hjá barninu og vinum þess, jafnvel líka hjá foreldrum vinanna. Kannski hjá samfélaginu öllu? Þetta jólagjafastúss er því alls ekkert grín og pressan er raunveruleg. Mikil streita getur fylgt því að toppa gjafirnar á milli ára. Foreldrar vilja ekki að börnin sín verði fyrir aðkasti vegna minni eða lélegri gjafa en hinir krakkarnir fá. Það hafa hins vegar fæstir það mikið á milli handanna að þeir geti keypt allt sem prýðir óskalistann hjá börnum sínum og jafnvel þó svo væri, hefðu börnin gott af því að fá alla veraldlega hluti sem hugur þeirra girnist? Það er líka stór hópur foreldra sem getur ekki keypt jólagjafir fyrir börnin sín og þessi samanburður og kröfur því átakanlegar fyrir marga. Því er vert að velta fyrir sér, hver viðhorf okkar til jólagjafa fyrir börnin okkar, eru. Hver er dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið þeim? Í aðdraganda jólanna, í stressmánuðinum mikla, hvet ég alla til að staldra við og spurja sig hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Hvernig er forgangsröðunin í lífinu og af hverju er hún eins og hún er? Þarf að þrífa húsið hátt og lágt, þurfa allir að vera í nýjum jólafötum eða þarf jólagjöfin að vera betri en í fyrra? Þegar uppi er staðið þá skiptir þetta engu máli. Jólin koma þó að ló leynist í horni, mylsna sé í sófa eða þótt að ekki sjáist í þvottahúsgólfið fyrir óhreinum þvotti. Dýrmætasta gjöfin er nefnilega ekki nýjasti Iphone-inn, ný úlpa eða aðrir veraldlegir hlutir. Það eru ekki þær gjafir sem börnin muna eftir þegar fram líða stundir. Dýrmætasta gjöfin er samvera. Að vera til staðar. Hlusta. Gefa af sér. Veita athygli. Vera í núinu. Leggja frá sér snjalltækin. Tala við börnin. Sýna öllu í lífi þeirra áhuga. Knúsa þau. Með því að vera til staðar og verja tíma með þeim sáir þú fræjum fyrir komandi samskipti við börnin þín og samskipti sem þau munu eiga við börnin sín í framtíðinni. Með þessu leggur þú sterkari grunn að framtíðinni þeirra. Er til eitthvað dýrmætara en það? Gleðileg jól. Höfundur er markþjálfi og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun