Lakers skellt í Baunaborginni í nótt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. nóvember 2021 09:30 Marcus Smart á leið að körfunni í nótt EPA-EFE/CJ GUNTHER Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. Það er alltaf aukin spenna þegar þessi tvö sögufrægustu lið NBA deildarinnar mætast sama hvernig liðunum gengur í töflunni en bæði liðin hafa farið hálf skröltandi af stað í haust. Það voru grænir Boston menn sem voru sterkari aðeilinn í nótt og liðið vann sigur, 130-108. Jayson Tatum skoraði 37 stig fyrir Boston en Anthony Davis skoraði 31 stig fyrir Lakers. Chicago Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni en liðið hefur farið frábærlega af stað í vetur. Að þessu sinni lagði liðið Denver Nuggets, 108-114. Bulls hefur ekki unnið Nuggets á útivelli síðan árið 2006. Chicago hefur unnið ellefu af fyrstu 16 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur ekki byrjað betur í langan tíma. Zach Lavine var allt í öllu hjá Chicago í nótt og skoraði 36 stig en Aaron Gordon var atkvæðamestur Nuggets með 28. Nikola Jokic lék ekki með Denver í nótt vegna meiðsla. Third career 30-point game@googlecloud || Player of the Game pic.twitter.com/JT92D9MN67— Golden State Warriors (@warriors) November 20, 2021 Tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram uppteknum hætti í nótt. Golden State Warriors bar sigurorð af Detroit Pistons, 102-105. Warriors voru án síns besta leikmanns, Stephen Curry, en það kom ekki að sök. Jordan Poole skoraði 32 stig fyrir Warriors og Andrew Wiggins 27. Hjá Pistons var Franck Jackson stigahæstur með 27 stig. Þá vann Phoenix Suns sinn ellefta leik í röð á tímabilinu þegar liðið lagði Dallas Mavericks á heimavelli, 112-104. Liðið hefur ekki unnið svo marga leiki í röð í meira en áratug. Gamla brýnið Chris Paul var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og 14 stoðsendingar en hjá Dallas skoraði Lettinn Kristaps Porzingis 23 stig. Önnur úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 121-118 Indiana Pacers Brooklyn Nets 115-113 Orlando Magic Milwaukee Bucks 96-89 Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans 94-81 Los Angeles Clippers Sacramento Kings 89-108 Toronto Raptors NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Það er alltaf aukin spenna þegar þessi tvö sögufrægustu lið NBA deildarinnar mætast sama hvernig liðunum gengur í töflunni en bæði liðin hafa farið hálf skröltandi af stað í haust. Það voru grænir Boston menn sem voru sterkari aðeilinn í nótt og liðið vann sigur, 130-108. Jayson Tatum skoraði 37 stig fyrir Boston en Anthony Davis skoraði 31 stig fyrir Lakers. Chicago Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni en liðið hefur farið frábærlega af stað í vetur. Að þessu sinni lagði liðið Denver Nuggets, 108-114. Bulls hefur ekki unnið Nuggets á útivelli síðan árið 2006. Chicago hefur unnið ellefu af fyrstu 16 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur ekki byrjað betur í langan tíma. Zach Lavine var allt í öllu hjá Chicago í nótt og skoraði 36 stig en Aaron Gordon var atkvæðamestur Nuggets með 28. Nikola Jokic lék ekki með Denver í nótt vegna meiðsla. Third career 30-point game@googlecloud || Player of the Game pic.twitter.com/JT92D9MN67— Golden State Warriors (@warriors) November 20, 2021 Tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram uppteknum hætti í nótt. Golden State Warriors bar sigurorð af Detroit Pistons, 102-105. Warriors voru án síns besta leikmanns, Stephen Curry, en það kom ekki að sök. Jordan Poole skoraði 32 stig fyrir Warriors og Andrew Wiggins 27. Hjá Pistons var Franck Jackson stigahæstur með 27 stig. Þá vann Phoenix Suns sinn ellefta leik í röð á tímabilinu þegar liðið lagði Dallas Mavericks á heimavelli, 112-104. Liðið hefur ekki unnið svo marga leiki í röð í meira en áratug. Gamla brýnið Chris Paul var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og 14 stoðsendingar en hjá Dallas skoraði Lettinn Kristaps Porzingis 23 stig. Önnur úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 121-118 Indiana Pacers Brooklyn Nets 115-113 Orlando Magic Milwaukee Bucks 96-89 Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans 94-81 Los Angeles Clippers Sacramento Kings 89-108 Toronto Raptors
NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira