Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 07:58 Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði vonast til að mál Kyle Rittenhouse færi á annan veg. Alex Wong/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. Í yfirlýsingu frá Biden, sem gefin var út í gær, segir forsetinn: „Þó að niðurstaðan í Kenosha veki upp reiði og áhyggjur Bandaríkjamanna, að mér meðtöldum, verðum við að samþykkja að kviðdómurinn hefur talað.“ Fyrr í gær hafði Biden svarað spurningum blaðamanna um málið, en var þá ekki jafn afdráttarlaus um skoðun sína á því: „Ég stend með niðurstöðu kviðdómsins. Réttarkerfið virkar og við þurfum að lúta því,“ sagði forsetinn þá. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hafði gert sér ferð frá öðru ríki til borgarinnar Kenosha í Wisconsin, þar sem mótmæli vegna máls Jacobs Blake höfðu breyst í óeirðir í borginni. Mótmælin sneru að kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og hófust eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Rittenhouse kom til borgarinnar frá heimaríki sínu Illinois vopnaður riffli. Að eigin sögn fór hann til borgarinnar til að vernda fyrirtæki í óeirðunum og veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Rittenhouse féllst í faðma við verjanda sinn eftir að ljóst varð að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum í málinu.Sean Krajacic/Getty Trump óskar Rittenhouse til hamingju Í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði betur gegn Donald Trump, sem þá var sitjandi forseti, tísti Biden myndbandi sem ætlað var að búa til tengingar milli Rittenhouse og hreyfingar hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, án þess að sannanir væru fyrir slíkum tengingum. Trump er á öndverðum meiði við arftaka sinn í starfi og hefur óskað Ritenhouse til hamingju með niðurstöðuna. „Hamingjuóskir til Kyle Rittenhouse fyrir að hafa verið talinn SAKLAUS af öllum ákæruliðum. Það kallast að vera SÝKNAÐUR – Og meðan ég man, ef þetta er ekki sjálfsvörn, þá er ekkert það!“ sagði forsetinn fyrrverandi í yfirlýsingu. Hann hefur verið iðinn við að birta stuttar yfirlýsingar á vefsíðu sinni og í fréttabréfi eftir að Twitter-aðgangi hans var lokað í janúar á þessu ári. Inbox: President Trump statement on Kyle Rittenhouse pic.twitter.com/ylAKYR0kDw— Kambree (@KamVTV) November 19, 2021 Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi ekki skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, og var Rittenhouse sýknaður á þeim grundvelli. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Biden, sem gefin var út í gær, segir forsetinn: „Þó að niðurstaðan í Kenosha veki upp reiði og áhyggjur Bandaríkjamanna, að mér meðtöldum, verðum við að samþykkja að kviðdómurinn hefur talað.“ Fyrr í gær hafði Biden svarað spurningum blaðamanna um málið, en var þá ekki jafn afdráttarlaus um skoðun sína á því: „Ég stend með niðurstöðu kviðdómsins. Réttarkerfið virkar og við þurfum að lúta því,“ sagði forsetinn þá. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hafði gert sér ferð frá öðru ríki til borgarinnar Kenosha í Wisconsin, þar sem mótmæli vegna máls Jacobs Blake höfðu breyst í óeirðir í borginni. Mótmælin sneru að kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og hófust eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Rittenhouse kom til borgarinnar frá heimaríki sínu Illinois vopnaður riffli. Að eigin sögn fór hann til borgarinnar til að vernda fyrirtæki í óeirðunum og veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Rittenhouse féllst í faðma við verjanda sinn eftir að ljóst varð að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum í málinu.Sean Krajacic/Getty Trump óskar Rittenhouse til hamingju Í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði betur gegn Donald Trump, sem þá var sitjandi forseti, tísti Biden myndbandi sem ætlað var að búa til tengingar milli Rittenhouse og hreyfingar hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, án þess að sannanir væru fyrir slíkum tengingum. Trump er á öndverðum meiði við arftaka sinn í starfi og hefur óskað Ritenhouse til hamingju með niðurstöðuna. „Hamingjuóskir til Kyle Rittenhouse fyrir að hafa verið talinn SAKLAUS af öllum ákæruliðum. Það kallast að vera SÝKNAÐUR – Og meðan ég man, ef þetta er ekki sjálfsvörn, þá er ekkert það!“ sagði forsetinn fyrrverandi í yfirlýsingu. Hann hefur verið iðinn við að birta stuttar yfirlýsingar á vefsíðu sinni og í fréttabréfi eftir að Twitter-aðgangi hans var lokað í janúar á þessu ári. Inbox: President Trump statement on Kyle Rittenhouse pic.twitter.com/ylAKYR0kDw— Kambree (@KamVTV) November 19, 2021 Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi ekki skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, og var Rittenhouse sýknaður á þeim grundvelli.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18