Hvað getur hið opinbera gert til að draga úr verðbólgunni? Ólafur Stephensen skrifar 19. nóvember 2021 11:30 Verðbólgan hefur náð sér á strik undanfarna mánuði. Hún mældist 4,5% í síðasta mánuði og ýmsar spár gera ráð fyrir að hún verði um eða yfir 5% í þessum mánuði. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í vikunni, er því spáð að verðbólga verði yfir 4% langt fram á næsta ár, með öðrum orðum vel yfir markmiði bankans um 2,5%. Hækkanir á húsnæðismarkaði vega sem fyrr þungt í verðbólgunni, en sömuleiðis er talsverð innflutt verðbólga eins og það er kallað, ekki sízt vegna gífurlegra hækkana á flutningskostnaði og hrávöruverði á alþjóðamörkuðum, sem eru flestar með beinum eða óbeinum hætti afleiðing heimsfaraldursins. Birgjar margra innflutningsfyrirtækja hafa hækkað verð og verð á aðföngum til innlendrar framleiðslu hafa sömuleiðis hækkað mikið. Þótt fyrirtæki leggi mikið á sig til að finna leiðir til að lækka annan kostnað og komast hjá því að velta hækkunum út í verðlagið, verður ekki horft framhjá þessari alþjóðlegu þróun. Verðbólgan skerðir hag jafnt fyrirtækja og almennings. Sama á við um vaxtahækkanir, sem eru helzta tæki Seðlabankans til að hafa hemil á verðbólgunni. Stytt í verndaraðgerð fyrir innlenda framleiðendur Við þessar aðstæður ættu stjórnvöld því væntanlega að gera allt sem þau geta til að halda verðlagi niðri. Sumar ákvarðanir þeirra hafa þó áhrif í þveröfuga átt. Undir lok síðasta árs ákvað Alþingi til dæmis að breyta nýju fyrirkomulagi við útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, sem hafði reynzt neytendum til hagsbóta, tímabundið aftur til fyrra horfs. Breytingin var gerð í þeim yfirlýsta tilgangi að hækka verð á innfluttum búvörum og auðvelda þar með innlendum framleiðendum að halda uppi verði á sinni vöru. Þetta óhagstæða útboðsfyrirkomulag á að gilda fram í ágúst á næsta ári. Þegar Alþingi kemur saman hefur það tækifæri til að stytta þann tíma og stuðla þannig að lækkun verðlags. Efnt loforðin um hagstæðara regluverk og skattaumhverfi Allir ríkisstjórnarflokkarnir gáfu fyrirheit fyrir kosningar um einfaldara og hagstæðara regluverk og skattaumhverfi fyrirtækja, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru. Mest myndi fyrirtækin muna um lækkun á tryggingagjaldinu sem lagt er á launagreiðslur. Þegar þingið kemur saman til að afgreiða fjárlagafrumvarp hefur stjórnarmeirihlutinn tækifæri til að efna kosningaloforðin og létta reglubyrði og álögum af fyrirtækjunum. Það myndi auðvelda þeim að velta ekki kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Lækkað fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Líkt og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á, eru sveitarfélögin ekki stikkfrí í umræðunni um efnahagslegan stöðugleika. Þau hafa innheimt milljarða á milljarða ofan í aukna skatta af fyrirtækjum vegna hækkana fasteignamats, sem fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru reiknaðir af. Þannig hækkuðu skattgreiðslur fyrirtækjanna til sveitarfélaga um tæplega 70% á sex árum! Þótt sum sveitarfélög hafi orðið við áskorun Félags atvinnurekenda um að lækka álagningarprósentuna á næsta ári til að vega upp á móti hækkunum fasteignamats, virðist algengt að álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í stærri sveitarfélögum landsins hækki um 7-8% á næsta ári, vel umfram verðbólgu. Frá því eru heiðarlegar undantekningar, eins og í Vestmannaeyjum þar sem tekjur bæjarins af atvinnuhúsnæði munu lækka á milli ára. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga hafa víðast hvar ekki verið afgreiddar og enn er tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn að axla ábyrgð og tryggja að hækkun skattbyrði fyritækja vegna atvinnuhúsnæðis verði hófleg. Það myndi líka hjálpa fyrirtækjunum að halda verðlagi stöðugu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur náð sér á strik undanfarna mánuði. Hún mældist 4,5% í síðasta mánuði og ýmsar spár gera ráð fyrir að hún verði um eða yfir 5% í þessum mánuði. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í vikunni, er því spáð að verðbólga verði yfir 4% langt fram á næsta ár, með öðrum orðum vel yfir markmiði bankans um 2,5%. Hækkanir á húsnæðismarkaði vega sem fyrr þungt í verðbólgunni, en sömuleiðis er talsverð innflutt verðbólga eins og það er kallað, ekki sízt vegna gífurlegra hækkana á flutningskostnaði og hrávöruverði á alþjóðamörkuðum, sem eru flestar með beinum eða óbeinum hætti afleiðing heimsfaraldursins. Birgjar margra innflutningsfyrirtækja hafa hækkað verð og verð á aðföngum til innlendrar framleiðslu hafa sömuleiðis hækkað mikið. Þótt fyrirtæki leggi mikið á sig til að finna leiðir til að lækka annan kostnað og komast hjá því að velta hækkunum út í verðlagið, verður ekki horft framhjá þessari alþjóðlegu þróun. Verðbólgan skerðir hag jafnt fyrirtækja og almennings. Sama á við um vaxtahækkanir, sem eru helzta tæki Seðlabankans til að hafa hemil á verðbólgunni. Stytt í verndaraðgerð fyrir innlenda framleiðendur Við þessar aðstæður ættu stjórnvöld því væntanlega að gera allt sem þau geta til að halda verðlagi niðri. Sumar ákvarðanir þeirra hafa þó áhrif í þveröfuga átt. Undir lok síðasta árs ákvað Alþingi til dæmis að breyta nýju fyrirkomulagi við útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, sem hafði reynzt neytendum til hagsbóta, tímabundið aftur til fyrra horfs. Breytingin var gerð í þeim yfirlýsta tilgangi að hækka verð á innfluttum búvörum og auðvelda þar með innlendum framleiðendum að halda uppi verði á sinni vöru. Þetta óhagstæða útboðsfyrirkomulag á að gilda fram í ágúst á næsta ári. Þegar Alþingi kemur saman hefur það tækifæri til að stytta þann tíma og stuðla þannig að lækkun verðlags. Efnt loforðin um hagstæðara regluverk og skattaumhverfi Allir ríkisstjórnarflokkarnir gáfu fyrirheit fyrir kosningar um einfaldara og hagstæðara regluverk og skattaumhverfi fyrirtækja, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru. Mest myndi fyrirtækin muna um lækkun á tryggingagjaldinu sem lagt er á launagreiðslur. Þegar þingið kemur saman til að afgreiða fjárlagafrumvarp hefur stjórnarmeirihlutinn tækifæri til að efna kosningaloforðin og létta reglubyrði og álögum af fyrirtækjunum. Það myndi auðvelda þeim að velta ekki kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Lækkað fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Líkt og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á, eru sveitarfélögin ekki stikkfrí í umræðunni um efnahagslegan stöðugleika. Þau hafa innheimt milljarða á milljarða ofan í aukna skatta af fyrirtækjum vegna hækkana fasteignamats, sem fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru reiknaðir af. Þannig hækkuðu skattgreiðslur fyrirtækjanna til sveitarfélaga um tæplega 70% á sex árum! Þótt sum sveitarfélög hafi orðið við áskorun Félags atvinnurekenda um að lækka álagningarprósentuna á næsta ári til að vega upp á móti hækkunum fasteignamats, virðist algengt að álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í stærri sveitarfélögum landsins hækki um 7-8% á næsta ári, vel umfram verðbólgu. Frá því eru heiðarlegar undantekningar, eins og í Vestmannaeyjum þar sem tekjur bæjarins af atvinnuhúsnæði munu lækka á milli ára. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga hafa víðast hvar ekki verið afgreiddar og enn er tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn að axla ábyrgð og tryggja að hækkun skattbyrði fyritækja vegna atvinnuhúsnæðis verði hófleg. Það myndi líka hjálpa fyrirtækjunum að halda verðlagi stöðugu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun