Af hverju er þetta ekki í lagi? Sandra B. Franks skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Allir íbúar þessa lands njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á okkur öllum þegar ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni. Nú hefur hver starfsstéttin á fætur annarri lýst ástandinu fyrir þjóðinni og stjórnvöldum sem skelfilegu. Þegar öryggi sjúklinga og velferð þeirra er stefnt í hættu verða stjórnvöld að hlusta. Sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er sammála að ástandið á bráðamóttöku er óboðlegt. Bráðamóttakan kostar 0,5%! Árlegur rekstarkostnaður bráðamóttökunnar er um 5 milljarða kr. Það er minna en 0,5% af árlegum útgjöldum ríkisins. Getum við ekki verið sammála um að tíunda ríkasta þjóð í heimi ætti að geta rekið bráðamóttöku svo sómi sé að? Getum við ekki byrjað á þeirri einingu sem tekur á móti fólki í bráðri hættu? Allur almenningur á Íslandi vill það og hafa allir stjórnmálaflokkar landsins talað fyrir slíkum aðgerðum. Fyrst og fremst vantar meira fjármagn til að tryggja nauðsynlega mönnun og flæði innan spítalans. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða starfa við fagið og um fjórðungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára. Þessi staðreynd er óhagkvæm fyrir samfélagið sem hefur í gegnum árin viðhaldið aðgreiningu kynjanna á vinnumarkaði og stutt þannig við kynbundinn launamun. Viðvarandi vanmat á vinnuframlagi þar sem konur eru í meirihluta ýtir undir flótta þeirra úr störfum. Nú er lag að laga Um daginn skrifaði yfirlæknir á skurðsviði Landspítalans eftirfarandi: „Lausnin á bráðavanda Landspítala felst nefnilega aðallega í umtalsvert bættum launakjörum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sérstaklega á gjörgæsludeildum og bráðamóttöku. Þannig verður unnt að fá aftur til starfa fullmenntað starfsfólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans“. Hægt er að taka undir þessi orð. Og nú er tækifæri til að bregðast við þessum vanda því ekki er enn búið að leggja fram fjárlagafrumvarp næsta árs. Þegar öllu er á botninn hvolft þá ber að bregðast við þegar sjúklingar fá ekki þá faglegu aðstoð sem þeim ber samkvæmt lögum. Þegar sjúklingum er stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans ríkir neyðarástand. Lögum þetta, í þágu okkar allra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Landspítalinn Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Allir íbúar þessa lands njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á okkur öllum þegar ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni. Nú hefur hver starfsstéttin á fætur annarri lýst ástandinu fyrir þjóðinni og stjórnvöldum sem skelfilegu. Þegar öryggi sjúklinga og velferð þeirra er stefnt í hættu verða stjórnvöld að hlusta. Sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er sammála að ástandið á bráðamóttöku er óboðlegt. Bráðamóttakan kostar 0,5%! Árlegur rekstarkostnaður bráðamóttökunnar er um 5 milljarða kr. Það er minna en 0,5% af árlegum útgjöldum ríkisins. Getum við ekki verið sammála um að tíunda ríkasta þjóð í heimi ætti að geta rekið bráðamóttöku svo sómi sé að? Getum við ekki byrjað á þeirri einingu sem tekur á móti fólki í bráðri hættu? Allur almenningur á Íslandi vill það og hafa allir stjórnmálaflokkar landsins talað fyrir slíkum aðgerðum. Fyrst og fremst vantar meira fjármagn til að tryggja nauðsynlega mönnun og flæði innan spítalans. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða starfa við fagið og um fjórðungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára. Þessi staðreynd er óhagkvæm fyrir samfélagið sem hefur í gegnum árin viðhaldið aðgreiningu kynjanna á vinnumarkaði og stutt þannig við kynbundinn launamun. Viðvarandi vanmat á vinnuframlagi þar sem konur eru í meirihluta ýtir undir flótta þeirra úr störfum. Nú er lag að laga Um daginn skrifaði yfirlæknir á skurðsviði Landspítalans eftirfarandi: „Lausnin á bráðavanda Landspítala felst nefnilega aðallega í umtalsvert bættum launakjörum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sérstaklega á gjörgæsludeildum og bráðamóttöku. Þannig verður unnt að fá aftur til starfa fullmenntað starfsfólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans“. Hægt er að taka undir þessi orð. Og nú er tækifæri til að bregðast við þessum vanda því ekki er enn búið að leggja fram fjárlagafrumvarp næsta árs. Þegar öllu er á botninn hvolft þá ber að bregðast við þegar sjúklingar fá ekki þá faglegu aðstoð sem þeim ber samkvæmt lögum. Þegar sjúklingum er stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans ríkir neyðarástand. Lögum þetta, í þágu okkar allra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar