Íslenskan er hafsjór Gréta María Grétarsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:00 Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. Íslenskan er auðvitað ein helsta prýði íslenskrar menningar og höfuðatriði í þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð. Hún er einangrað mál sem hlutfallslega fáir tala og orðaforðinn ber þess ýmis merki að vegferðin hefur stundum verið önnur en nágranna í suðri. Hann telur vissulega færri orð en mörg útbreiddari tungumál en er fær um að teikna upp stórbrotnar myndir í hugum fólks á augabragði. Orð og orðtök segja söguna af því hvaðan við komum og því sem við höfum fengist við í gegn um aldirnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að mörg orðtök í íslenskunni eiga rætur sínar að rekja til sjósóknar og hafsins, sem hefur verið uppspretta lífsviðurværis, ógnað öryggi okkar, einangrað okkur, en gert okkur kleift að sigla á fjarlægar slóðir að leita ævintýra. Ef tungumálið glatar dýpt sinni gerir það okkur erfiðara að tjá okkur. Hér búa sömuleiðis í dag tugþúsundir nýrra Íslendinga. Fyrir þeim er íslenskan framandi fyrirbæri, áskorun sem hver og einn tekst á við eftir bestu getu. En við eigum auðvitað að aðstoða fólk, gera tungumálið aðgengilegra og hjálpa fólki að kynnast því og sérkennum þess. Eftir því sem skilningur okkar á tungumálinu er betri, þess betur gengur okkur að tala saman. Orðtök þjóna þess vegna mikilvægu hlutverki, að útskýra eða setja í samhengi tilfinningar eða atburði í fáum orðum, þannig að margir skilji. Vegna þess hve samfélagið breytist hratt hættir okkur samt til að gleyma inntaki eða uppruna orðanna sem við notum og þannig týnast þau stundum eða fá óljósari merkingu. Ef við höfum sæmilega tilfinningu fyrir málinu þá rennum við ekki blint í sjóinn þegar við eigum í samskiptum. Ef við til dæmis viljum fara á fjörurnar við einhvern þurfum við að kunna að leggja út netin og vona að viðkomandi bíti á agnið, þeir fiska nefnilega sem róa. Ef svo eitthvað óvænt kemur upp úr kafinu er fátt annað að gera en að reyna að haga seglum eftir vindi, eða í versta falli láta viðkomandi sigla sinn sjó. Það rekur nefnilega margt á fjörur okkar í lífsins ólgusjó, sumt gott en annað slæmt og ein báran er sjaldnast stök. Þá þýðir ekki að leggja árar í bát, við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öldurnar lægir alltaf um síðir. Brim stendur þessa dagana fyrir átaki sem miðar að því að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim. Það er við hæfi að hrinda átakinu af stað á degi íslenskrar tungu. Vonandi hefur fólk gaman af en líka gagn. Íslenskan er nefnilega hafsjór. Góð þekking á henni eykur gagnkvæman skilning okkar og hjálpar okkur að eiga í samskiptum. Við þurfum að gæta vel að henni, svo við höfnum ekki á endanum sem fiskar á þurru landi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. Íslenskan er auðvitað ein helsta prýði íslenskrar menningar og höfuðatriði í þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð. Hún er einangrað mál sem hlutfallslega fáir tala og orðaforðinn ber þess ýmis merki að vegferðin hefur stundum verið önnur en nágranna í suðri. Hann telur vissulega færri orð en mörg útbreiddari tungumál en er fær um að teikna upp stórbrotnar myndir í hugum fólks á augabragði. Orð og orðtök segja söguna af því hvaðan við komum og því sem við höfum fengist við í gegn um aldirnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að mörg orðtök í íslenskunni eiga rætur sínar að rekja til sjósóknar og hafsins, sem hefur verið uppspretta lífsviðurværis, ógnað öryggi okkar, einangrað okkur, en gert okkur kleift að sigla á fjarlægar slóðir að leita ævintýra. Ef tungumálið glatar dýpt sinni gerir það okkur erfiðara að tjá okkur. Hér búa sömuleiðis í dag tugþúsundir nýrra Íslendinga. Fyrir þeim er íslenskan framandi fyrirbæri, áskorun sem hver og einn tekst á við eftir bestu getu. En við eigum auðvitað að aðstoða fólk, gera tungumálið aðgengilegra og hjálpa fólki að kynnast því og sérkennum þess. Eftir því sem skilningur okkar á tungumálinu er betri, þess betur gengur okkur að tala saman. Orðtök þjóna þess vegna mikilvægu hlutverki, að útskýra eða setja í samhengi tilfinningar eða atburði í fáum orðum, þannig að margir skilji. Vegna þess hve samfélagið breytist hratt hættir okkur samt til að gleyma inntaki eða uppruna orðanna sem við notum og þannig týnast þau stundum eða fá óljósari merkingu. Ef við höfum sæmilega tilfinningu fyrir málinu þá rennum við ekki blint í sjóinn þegar við eigum í samskiptum. Ef við til dæmis viljum fara á fjörurnar við einhvern þurfum við að kunna að leggja út netin og vona að viðkomandi bíti á agnið, þeir fiska nefnilega sem róa. Ef svo eitthvað óvænt kemur upp úr kafinu er fátt annað að gera en að reyna að haga seglum eftir vindi, eða í versta falli láta viðkomandi sigla sinn sjó. Það rekur nefnilega margt á fjörur okkar í lífsins ólgusjó, sumt gott en annað slæmt og ein báran er sjaldnast stök. Þá þýðir ekki að leggja árar í bát, við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öldurnar lægir alltaf um síðir. Brim stendur þessa dagana fyrir átaki sem miðar að því að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim. Það er við hæfi að hrinda átakinu af stað á degi íslenskrar tungu. Vonandi hefur fólk gaman af en líka gagn. Íslenskan er nefnilega hafsjór. Góð þekking á henni eykur gagnkvæman skilning okkar og hjálpar okkur að eiga í samskiptum. Við þurfum að gæta vel að henni, svo við höfnum ekki á endanum sem fiskar á þurru landi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar