Vilja að stjórnvöld í Ástralíu horfi á framboðið og stefni á smásölubann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2021 12:26 HIngað til hafa stjórnvöld einblínt á eftirspurnina, segja sérfræðingarnir. Sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa ráðlagt stjórnvöldum í Ástralíu að hætta að einblína eingöngu á eftirspurnina eftir sígarettum og einbeita sér í auknum mæli að framboðinu. Þannig leggja þeir til að yfirvöld gefi út að ákveðinn dag í framtíðinni verði sala sígaretta bönnuð í matvöruverslunum og hjá öðrum smásöluaðilum. Samkvæmt niðurstöðum sem voru birtar í Medical Journal of Australia í dag eru 52,8 prósent landsmanna fylgjandi því að sala á sígarettum í smásölu verði smám saman bönnuð. Coral Gartner, sérfræðingur í löggjöf og reglugerðum um tóbak við University of Queensland, segir niðurstöður könnunarinnar til marks um að almenningur sé stundum á undan löggjafanum. Þá segir hún í annarri grein sem hún og kollegar hennar fengu birta í MJA að tími sé kominn til að binda enda á þá verndastefnu sem hefur verið viðhöfð hvað varðar tóbak. „Sígarettur mæta ekki nútímaöryggisstöðlum um neytendavörur,“ segir í greininni. „Það er eðlilegt að stjórnvöld taki óöruggar vörur á borð við menguð matvæli, asbest og blýmálningu af markaðnum,“ segir einnig. Tóbak tilheyri þessum flokki og að lög og reglur um umbúðir tókbaksvara hafi sýnt og sannað að yfirvöld hafi heimild til að grípa til aðgerða til að tryggja heilsu íbúa, jafnvel þótt aðgerðirnar komi niður á einkaaðilum og alþjóðlegum viðskiptum. Holland er meðal þeirra ríkja sem hefur farið þá leið að takmarka framboðið á sígarettum en þar verður ólöglegt að selja sígarettur í matvöruverslunum frá 2024. Þá hafa yfirvöld á Nýja-Sjálandi verið að skoða aðgerðir til að draga úr smásölu og jafnvel banna nikótín í sígarettum. Sala á sígarettum hefur verið bönnuð í Beverly Hills og Manhattan Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá 1. janúar síðastliðnum. Gartner segir að samtal þurfi að eiga sér stað áður en gripið verður til aðgerða. Þannig megi þær til dæmis ekki fela í sér að reykingar eða sígarettur verði gerðar ólöglegar. Guardian greindi frá. Ástralía Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32 Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Þannig leggja þeir til að yfirvöld gefi út að ákveðinn dag í framtíðinni verði sala sígaretta bönnuð í matvöruverslunum og hjá öðrum smásöluaðilum. Samkvæmt niðurstöðum sem voru birtar í Medical Journal of Australia í dag eru 52,8 prósent landsmanna fylgjandi því að sala á sígarettum í smásölu verði smám saman bönnuð. Coral Gartner, sérfræðingur í löggjöf og reglugerðum um tóbak við University of Queensland, segir niðurstöður könnunarinnar til marks um að almenningur sé stundum á undan löggjafanum. Þá segir hún í annarri grein sem hún og kollegar hennar fengu birta í MJA að tími sé kominn til að binda enda á þá verndastefnu sem hefur verið viðhöfð hvað varðar tóbak. „Sígarettur mæta ekki nútímaöryggisstöðlum um neytendavörur,“ segir í greininni. „Það er eðlilegt að stjórnvöld taki óöruggar vörur á borð við menguð matvæli, asbest og blýmálningu af markaðnum,“ segir einnig. Tóbak tilheyri þessum flokki og að lög og reglur um umbúðir tókbaksvara hafi sýnt og sannað að yfirvöld hafi heimild til að grípa til aðgerða til að tryggja heilsu íbúa, jafnvel þótt aðgerðirnar komi niður á einkaaðilum og alþjóðlegum viðskiptum. Holland er meðal þeirra ríkja sem hefur farið þá leið að takmarka framboðið á sígarettum en þar verður ólöglegt að selja sígarettur í matvöruverslunum frá 2024. Þá hafa yfirvöld á Nýja-Sjálandi verið að skoða aðgerðir til að draga úr smásölu og jafnvel banna nikótín í sígarettum. Sala á sígarettum hefur verið bönnuð í Beverly Hills og Manhattan Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá 1. janúar síðastliðnum. Gartner segir að samtal þurfi að eiga sér stað áður en gripið verður til aðgerða. Þannig megi þær til dæmis ekki fela í sér að reykingar eða sígarettur verði gerðar ólöglegar. Guardian greindi frá.
Ástralía Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32 Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32
Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06
Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48