„Við römbum enn á barmi loftslagshamfara“ Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2021 22:44 Antonio Guterres á COP26 í Glasgow. AP/Alberto Pezzali António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 lauk í kvöld þegar öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu lokayfirlýsingu ráðstefnunnar eftir þungar samningaviðræður. Ekki eru allir á eitt sáttir með niðurstöðuna og hafa margir gagnrýnt að yfirlýsingin gangi ekki nógu langt. Guterres segir að COP26 hafi verið einstaklega erfið áskorun og að samkomulagið feli í sér málamiðlun sem endurspegli hagsmuni, þversagnir, ástand og pólitískan vilja í heiminum í dag. „Stigin voru mikilvæg skref en því miður skorti pólitískan vilja til þess að sigrast á djúpstæðum þversögnum,“ segir hann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef Sameinuðu þjóðanna. Tími til að búa sig undir neyðarástand „Plánetan okkar er viðkvæm og hangir á bláþræði. Við römbum enn á barmi loftslagshamfara. Það er kominn tími til að búa sig undir neyðarástand, því ef ekki hverfa möguleikar okkar á að ná takmarkinu um nettó núll losun.“ Árangur hafi náðst á ýmsum sviðum eins og að binda enda á eyðingu skóga og draga úr losun metans. „Þetta er lofsverð viðleitni en er ekki nóg,“ sagði Guterres. Við ráðstefnulok sendi aðalframkvæmdarstjórinn hvatningu til ungs fólks, frumbyggja, kvenna og allra þeirra sem hafa verið í forystu loftslags-hersins. „Ég veit að mörg ykkar eru vonsvikin. Árangur eða tap eru ekki bundin lögmálum heldur er þetta í okkar höndum,“ sagði Guterres. „Leiðin til framfara er ekki bein, stundum er vikið af leið.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 lauk í kvöld þegar öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu lokayfirlýsingu ráðstefnunnar eftir þungar samningaviðræður. Ekki eru allir á eitt sáttir með niðurstöðuna og hafa margir gagnrýnt að yfirlýsingin gangi ekki nógu langt. Guterres segir að COP26 hafi verið einstaklega erfið áskorun og að samkomulagið feli í sér málamiðlun sem endurspegli hagsmuni, þversagnir, ástand og pólitískan vilja í heiminum í dag. „Stigin voru mikilvæg skref en því miður skorti pólitískan vilja til þess að sigrast á djúpstæðum þversögnum,“ segir hann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef Sameinuðu þjóðanna. Tími til að búa sig undir neyðarástand „Plánetan okkar er viðkvæm og hangir á bláþræði. Við römbum enn á barmi loftslagshamfara. Það er kominn tími til að búa sig undir neyðarástand, því ef ekki hverfa möguleikar okkar á að ná takmarkinu um nettó núll losun.“ Árangur hafi náðst á ýmsum sviðum eins og að binda enda á eyðingu skóga og draga úr losun metans. „Þetta er lofsverð viðleitni en er ekki nóg,“ sagði Guterres. Við ráðstefnulok sendi aðalframkvæmdarstjórinn hvatningu til ungs fólks, frumbyggja, kvenna og allra þeirra sem hafa verið í forystu loftslags-hersins. „Ég veit að mörg ykkar eru vonsvikin. Árangur eða tap eru ekki bundin lögmálum heldur er þetta í okkar höndum,“ sagði Guterres. „Leiðin til framfara er ekki bein, stundum er vikið af leið.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55