„Við römbum enn á barmi loftslagshamfara“ Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2021 22:44 Antonio Guterres á COP26 í Glasgow. AP/Alberto Pezzali António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 lauk í kvöld þegar öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu lokayfirlýsingu ráðstefnunnar eftir þungar samningaviðræður. Ekki eru allir á eitt sáttir með niðurstöðuna og hafa margir gagnrýnt að yfirlýsingin gangi ekki nógu langt. Guterres segir að COP26 hafi verið einstaklega erfið áskorun og að samkomulagið feli í sér málamiðlun sem endurspegli hagsmuni, þversagnir, ástand og pólitískan vilja í heiminum í dag. „Stigin voru mikilvæg skref en því miður skorti pólitískan vilja til þess að sigrast á djúpstæðum þversögnum,“ segir hann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef Sameinuðu þjóðanna. Tími til að búa sig undir neyðarástand „Plánetan okkar er viðkvæm og hangir á bláþræði. Við römbum enn á barmi loftslagshamfara. Það er kominn tími til að búa sig undir neyðarástand, því ef ekki hverfa möguleikar okkar á að ná takmarkinu um nettó núll losun.“ Árangur hafi náðst á ýmsum sviðum eins og að binda enda á eyðingu skóga og draga úr losun metans. „Þetta er lofsverð viðleitni en er ekki nóg,“ sagði Guterres. Við ráðstefnulok sendi aðalframkvæmdarstjórinn hvatningu til ungs fólks, frumbyggja, kvenna og allra þeirra sem hafa verið í forystu loftslags-hersins. „Ég veit að mörg ykkar eru vonsvikin. Árangur eða tap eru ekki bundin lögmálum heldur er þetta í okkar höndum,“ sagði Guterres. „Leiðin til framfara er ekki bein, stundum er vikið af leið.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 lauk í kvöld þegar öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu lokayfirlýsingu ráðstefnunnar eftir þungar samningaviðræður. Ekki eru allir á eitt sáttir með niðurstöðuna og hafa margir gagnrýnt að yfirlýsingin gangi ekki nógu langt. Guterres segir að COP26 hafi verið einstaklega erfið áskorun og að samkomulagið feli í sér málamiðlun sem endurspegli hagsmuni, þversagnir, ástand og pólitískan vilja í heiminum í dag. „Stigin voru mikilvæg skref en því miður skorti pólitískan vilja til þess að sigrast á djúpstæðum þversögnum,“ segir hann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef Sameinuðu þjóðanna. Tími til að búa sig undir neyðarástand „Plánetan okkar er viðkvæm og hangir á bláþræði. Við römbum enn á barmi loftslagshamfara. Það er kominn tími til að búa sig undir neyðarástand, því ef ekki hverfa möguleikar okkar á að ná takmarkinu um nettó núll losun.“ Árangur hafi náðst á ýmsum sviðum eins og að binda enda á eyðingu skóga og draga úr losun metans. „Þetta er lofsverð viðleitni en er ekki nóg,“ sagði Guterres. Við ráðstefnulok sendi aðalframkvæmdarstjórinn hvatningu til ungs fólks, frumbyggja, kvenna og allra þeirra sem hafa verið í forystu loftslags-hersins. „Ég veit að mörg ykkar eru vonsvikin. Árangur eða tap eru ekki bundin lögmálum heldur er þetta í okkar höndum,“ sagði Guterres. „Leiðin til framfara er ekki bein, stundum er vikið af leið.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55