Evrópa, hreyfingin og endurreisnin Drífa Snædal skrifar 12. nóvember 2021 13:30 Kórónuveiran hefur nú nýja innreið sína víða um heim og enn sér ekki fyrir áhrifin á bæði heilsu og efnahag. Á vettvangi ETUC (Evrópusamtaka verkalýðshreyfingarinnar) í vikunni var framtíðin eftir COVID rædd. Hver efnahagslegu áhrifin væru, hvaða hópar væru í viðkvæmustu stöðunni og hvaða sértæku lausnir þyrfti að finna. Um alla álfuna hefur verkalýðshreyfingin leikið stórt hlutverk í að tryggja afkomu og öryggi vinnandi fólks en það er ekki síður mikilvægt hlutverk að sjá til þess að eftirleikurinn verði ekki til þess að auka á ójöfnuð og veikja réttindi og öryggisnet almennings. Stundum er sagt að fjármagnseigendur láti aldrei hjá líða að nýta góða kreppu. Þetta á við núna líka á Íslandi, í Evrópu og um heim allan. Baráttan fram undan mun snúast um að koma í veg fyrir uppgang ótryggra ráðningarsambanda, verktakavinnu, verkefnaráðningar, lausráðningar og allra þessara ólíku forma sem nýtt eru til að skerða laun og réttindi fólks. Öll þessi frávik frá því eðlilega, frávik sem gera fólki erfitt fyrir að skipuleggja framtíðina og búa við afkomuöryggi eru skref aftur á bak fyrir launafólk. Á Íslandi er minna um ótrygg ráðningarsambönd en víðast annars staðar og gerði það okkur kleift að grípa hratt og örugglega inn í þegar gripið var til takmarkanna vegna veirunnar, með launum í sóttkví, atvinnuleysisbótum og hlutabótaleið. Öll slík úrræði verða erfiðari og snúnari þegar vinnumarkaðurinn er óskipulagðari. Og þá fellur fleira fólk milli skips og bryggju, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið. Í ræðu minni á ETUC þinginu fjallaði ég um annað stórt mál sem vinnandi fólk og almenningur stendur frammi fyrir og það er ógnin af niðurskurði, sölu almenningseigna eða stórfelldum skattahækkunum og gjaldtöku á almenning. Þegar skuldir vaxa jafn hratt og síðustu misseri sjá fjármagnseigendur sér leik á borði og banka uppá hjá stjórnvöldum með fulla vasa fjár og bjóðast til að bjarga málum með því að kaupa eignir eða taka yfir þjónustu sem á að vera samfélagsþjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu felst ævinlega áskrift af framlögum frá hinu opinbera eða einstaklingum, til dæmis í formi leigu eða gjaldtöku. Þetta lærðum við af síðasta hruni og mörg Evrópulönd hafa ekki borið sitt efnahagslega barr eftir stefnu niðurskurðar og einkavæðingar. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í miðri kreppu er mikilvægt en jafnvel mikilvægara í eftirleiknum. Að standa vörð um velferðarkerfin okkar, skipulag vinnumarkaðarins og möguleika fólks til tryggrar framfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Kórónuveiran hefur nú nýja innreið sína víða um heim og enn sér ekki fyrir áhrifin á bæði heilsu og efnahag. Á vettvangi ETUC (Evrópusamtaka verkalýðshreyfingarinnar) í vikunni var framtíðin eftir COVID rædd. Hver efnahagslegu áhrifin væru, hvaða hópar væru í viðkvæmustu stöðunni og hvaða sértæku lausnir þyrfti að finna. Um alla álfuna hefur verkalýðshreyfingin leikið stórt hlutverk í að tryggja afkomu og öryggi vinnandi fólks en það er ekki síður mikilvægt hlutverk að sjá til þess að eftirleikurinn verði ekki til þess að auka á ójöfnuð og veikja réttindi og öryggisnet almennings. Stundum er sagt að fjármagnseigendur láti aldrei hjá líða að nýta góða kreppu. Þetta á við núna líka á Íslandi, í Evrópu og um heim allan. Baráttan fram undan mun snúast um að koma í veg fyrir uppgang ótryggra ráðningarsambanda, verktakavinnu, verkefnaráðningar, lausráðningar og allra þessara ólíku forma sem nýtt eru til að skerða laun og réttindi fólks. Öll þessi frávik frá því eðlilega, frávik sem gera fólki erfitt fyrir að skipuleggja framtíðina og búa við afkomuöryggi eru skref aftur á bak fyrir launafólk. Á Íslandi er minna um ótrygg ráðningarsambönd en víðast annars staðar og gerði það okkur kleift að grípa hratt og örugglega inn í þegar gripið var til takmarkanna vegna veirunnar, með launum í sóttkví, atvinnuleysisbótum og hlutabótaleið. Öll slík úrræði verða erfiðari og snúnari þegar vinnumarkaðurinn er óskipulagðari. Og þá fellur fleira fólk milli skips og bryggju, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið. Í ræðu minni á ETUC þinginu fjallaði ég um annað stórt mál sem vinnandi fólk og almenningur stendur frammi fyrir og það er ógnin af niðurskurði, sölu almenningseigna eða stórfelldum skattahækkunum og gjaldtöku á almenning. Þegar skuldir vaxa jafn hratt og síðustu misseri sjá fjármagnseigendur sér leik á borði og banka uppá hjá stjórnvöldum með fulla vasa fjár og bjóðast til að bjarga málum með því að kaupa eignir eða taka yfir þjónustu sem á að vera samfélagsþjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu felst ævinlega áskrift af framlögum frá hinu opinbera eða einstaklingum, til dæmis í formi leigu eða gjaldtöku. Þetta lærðum við af síðasta hruni og mörg Evrópulönd hafa ekki borið sitt efnahagslega barr eftir stefnu niðurskurðar og einkavæðingar. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í miðri kreppu er mikilvægt en jafnvel mikilvægara í eftirleiknum. Að standa vörð um velferðarkerfin okkar, skipulag vinnumarkaðarins og möguleika fólks til tryggrar framfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun