Grái kötturinn fær ekki krónu frá borginni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2021 17:36 Frá framkvæmdunum við Hverfisgötu árið 2019. Vísir/Baldur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af 18,5 milljóna skaðabótakröfu eigenda veitingastaðarins Gráa kattarins. Héraðsdómur telur að borgin beri ekki ábyrgð á þeim töfum sem urðu á framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019. Málið snerist um það að eigendur veitingastaðarins töldu sig eiga rétt á skaðabótum vegna tjóns sem þeir urðu fyrir af völdum tafa við framkvæmdir á Hverfisgötu árið 2019, þar sem Grái kötturinn er staðsettur. Mikillar óánægju gætti á meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Lítið upplýsingaflæði og skortur á aðgengi að verslunum og veitingahúsum við götuna vegna framkvæmdanna var gagnrýndur. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember sama ár. Vildu 18,5 milljónir Fór það svo að Ásmundur og Elín Ragnarsdóttir, eigendur Gráa kattarins, stefndu borginni og kröfðust þau 18,5 milljóna í skaðabætur. Aðalmeðferð fór fram í málinu í október líkt og Vísir fjallaði um en þar sagði Ásmundur að það væri gott og blessað að framkvæmdaraðilar hefðu sýnt vilja til að læra af því hvað fór úrskeiðis. „Það sem er grátlegt við þetta er að það eru allir búnir að viðurkenna mistök; Veitur, borgin, meira segja Dagur borgarstjóri – allir tilbúnir til að læra á minn kostnað,“ sagði Ásmundur sem bætti síðar við: „Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað.“ Dómur í málinu var kveðinn upp í dag og segir það að þrátt fyrir að ljóst sé að verkið hafi tafist verði ekki sé að þá töf sé hægt að rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Reykjavíkurborgar. „Verkið tafðist m.a. vegna nauðsynlegra breytinga og aukinnar vinnu sökum verkefna sem voru á forræði Veitna ohf. og vegna atriða í tengslum við gamla símstrengi sem voru áábyrgð Mílu ehf., sem ekki er á ábyrgð stefnda að því er séð verður. Auk þess varð töf á afhendingu lagnaefnis í hitaveituna, segir í dómi héraðsdóms.“ Var borgin því sýknuð af kröfu Gráa kattarins um skaðabætur. „Litli maðurinn tapar alltaf. Grái kötturinn fór í mál við Reykjavíkurborg en tapaði. Dómur var kveðinn upp í dag,“ skrifar Ásmundur Helgason á Facebook vegna málsins þar sem með fylgir fýlukall og hreyfimynd af sorgmæddum ketti. Reykjavík Verslun Veitingastaðir Tengdar fréttir Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30 Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30 „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 „Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“ Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand. 14. október 2021 21:32 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Málið snerist um það að eigendur veitingastaðarins töldu sig eiga rétt á skaðabótum vegna tjóns sem þeir urðu fyrir af völdum tafa við framkvæmdir á Hverfisgötu árið 2019, þar sem Grái kötturinn er staðsettur. Mikillar óánægju gætti á meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Lítið upplýsingaflæði og skortur á aðgengi að verslunum og veitingahúsum við götuna vegna framkvæmdanna var gagnrýndur. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember sama ár. Vildu 18,5 milljónir Fór það svo að Ásmundur og Elín Ragnarsdóttir, eigendur Gráa kattarins, stefndu borginni og kröfðust þau 18,5 milljóna í skaðabætur. Aðalmeðferð fór fram í málinu í október líkt og Vísir fjallaði um en þar sagði Ásmundur að það væri gott og blessað að framkvæmdaraðilar hefðu sýnt vilja til að læra af því hvað fór úrskeiðis. „Það sem er grátlegt við þetta er að það eru allir búnir að viðurkenna mistök; Veitur, borgin, meira segja Dagur borgarstjóri – allir tilbúnir til að læra á minn kostnað,“ sagði Ásmundur sem bætti síðar við: „Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað.“ Dómur í málinu var kveðinn upp í dag og segir það að þrátt fyrir að ljóst sé að verkið hafi tafist verði ekki sé að þá töf sé hægt að rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Reykjavíkurborgar. „Verkið tafðist m.a. vegna nauðsynlegra breytinga og aukinnar vinnu sökum verkefna sem voru á forræði Veitna ohf. og vegna atriða í tengslum við gamla símstrengi sem voru áábyrgð Mílu ehf., sem ekki er á ábyrgð stefnda að því er séð verður. Auk þess varð töf á afhendingu lagnaefnis í hitaveituna, segir í dómi héraðsdóms.“ Var borgin því sýknuð af kröfu Gráa kattarins um skaðabætur. „Litli maðurinn tapar alltaf. Grái kötturinn fór í mál við Reykjavíkurborg en tapaði. Dómur var kveðinn upp í dag,“ skrifar Ásmundur Helgason á Facebook vegna málsins þar sem með fylgir fýlukall og hreyfimynd af sorgmæddum ketti.
Reykjavík Verslun Veitingastaðir Tengdar fréttir Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30 Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30 „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 „Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“ Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand. 14. október 2021 21:32 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30
Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
„Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“ Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand. 14. október 2021 21:32