Tvö norðurlönd bætast í bandalag Danmerkur gegn olíu- og gasvinnslu en ekki Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 15:52 Gamlir og ónotaðir olíuborpallar í Cromarty-firði í Skotlandi. Skoska heimastjórnin á í viðræðum við BOGA. Bresk stjórnvöld gefa þó út leitar- og vinnsluleyfi undan ströndum Skotlands þar sem mest af vinnslu Breta fer fram. Vísir/EPA Fimm þjóðir og eitt kanadískt fylki gekk í bandalag Danmerkur og Kosta Ríka um að stöðva frekari olíu- og gasvinnslu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. Ekkert af stóru olíuframleiðsluríkjunum tekur þátt í bandalaginu. Ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka kynntu Handan við olíu og gas bandalagið (BOGA) í sumar. Markmið þess er að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Láta þarf nær allar þekktar olíu- og gaslindir ósnertar ef hnattræn hlýnun á ekki að fara umfram 1,5-2°C. Grænland, Frakkland, Írland, Svíþjóð, Wales og kanadíska fylkið Quebec gekk í bandalagið í dag. Ekkert þeirra er þó sérlega umfangsmikið í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Ríkin stefna að því að hætta útgáfu nýrra leyfa til leitar og vinnslu á olíu og gasi og banna hana alfarið á endanum. „Metnaður okkar er að þetta verði upphafið að lokum olíu og gass. Við vonum að þetta verði öðrum innblástur,“ segir Dan Jörgensen, danski loftslagsráðherrann. Grænlendingar og Danir eru á meðal þjóða sem hafa þegar samþykkt að hætta að gefa út ný leyfi. Danir ætla auk þess að hætta þeirri vinnslu sem er fyrir á hafsvæði þeirra fyrir árið 2050. Nýja-Sjáland og Kalifornía í Bandaríkjunum fengu hálfa aðild að BOGA í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrrnefnda landið hefur þegar bannað ný leyfi fyrir olíuleit undan ströndum þess en Kalifornía ætlar að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir árið 2045. Ríki geta fengið hálfa aðild að BOGA með því að grípa til aðgerða til að takmarka framleiðslu á olíu- og gasi, til dæmis með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bensín og olía Danmörk Grænland Svíþjóð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka kynntu Handan við olíu og gas bandalagið (BOGA) í sumar. Markmið þess er að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Láta þarf nær allar þekktar olíu- og gaslindir ósnertar ef hnattræn hlýnun á ekki að fara umfram 1,5-2°C. Grænland, Frakkland, Írland, Svíþjóð, Wales og kanadíska fylkið Quebec gekk í bandalagið í dag. Ekkert þeirra er þó sérlega umfangsmikið í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Ríkin stefna að því að hætta útgáfu nýrra leyfa til leitar og vinnslu á olíu og gasi og banna hana alfarið á endanum. „Metnaður okkar er að þetta verði upphafið að lokum olíu og gass. Við vonum að þetta verði öðrum innblástur,“ segir Dan Jörgensen, danski loftslagsráðherrann. Grænlendingar og Danir eru á meðal þjóða sem hafa þegar samþykkt að hætta að gefa út ný leyfi. Danir ætla auk þess að hætta þeirri vinnslu sem er fyrir á hafsvæði þeirra fyrir árið 2050. Nýja-Sjáland og Kalifornía í Bandaríkjunum fengu hálfa aðild að BOGA í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrrnefnda landið hefur þegar bannað ný leyfi fyrir olíuleit undan ströndum þess en Kalifornía ætlar að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir árið 2045. Ríki geta fengið hálfa aðild að BOGA með því að grípa til aðgerða til að takmarka framleiðslu á olíu- og gasi, til dæmis með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bensín og olía Danmörk Grænland Svíþjóð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira