Það vantar tvo kílómetra á menntaveginn Arnór Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2021 13:00 Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett. Á ráðstefnunni kom fram að vissulega hefur margt áunnist í að auka menntunartækifæri á landsbyggðinni. Má þar nefna aukna fjarkennslu á framhalds- og háskólastigi, öfluga starfsemi þekkingarsetra víða um land og aukin tækifæri til nýsköpunar í stafrænum hönnunarsmiðjum (Fab-labs) sem staðsettar eru á átta stöðum um land allt. Sem dæmi um grósku í framhaldsskólastarfi á landsbyggðinni er nýleg námsbraut í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn þar sem 80 nemendur stunda nú nám og komast færri að en vilja. Það vill hins vegar oft gleymast að menntun kallar á aðra innviði en vegi og ljósleiðara. Vissulega eru samgöngur og fjarskipti mikilvæg fyrir landsbyggðina en hvaða gildi hafa vegirnir ef ungt fólk hrekkst á brott af landsbyggðinni vegna skorts á menntunartækifærum? Það eru líka of mörg dæmi þess að sérfræðingar með háskólamenntun vilja ekki setjast að á landsbyggðinni þar sem þeir treysta því ekki að börn þeirra geti fengið þar nægilega góða menntun. Efling menntunar á landsbyggðinni krefst stuðningskerfis af hálfu sveitarfélaga þar sem skólastjórnendur og kennarar fá viðeigandi þjónustu hvað varðar þróun þekkingar, kennsluhátta, starfsþróunar og uppbyggingu lærdómssamfélaga í skólum. Einnig þurfa nemendur að hafa aðgang að sértækri þjónustu. Stórauka þarf námsframboð í fjarkennslu og bæta gæði hennar. Þarna ber ríkið ábyrgð til að styðja við sveitarfélög við uppbyggingu menntunarþjónustu, fjölga námstækifærum og efla gæði menntunar. Því ber að fagna að í nýrri tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, er að finna tillögur sem eru til þess fallnar að styrkja stoðir menntunar á landsbyggðinni. Eigi þær tillögur að ná tilgangi sínum er nauðsynlegt að þeim fylgi fjármagn eins og ætíð er gert ráð fyrir þegar ráðist er í annars konar innviðauppbyggingu. Til að setja hlutina í samhengi þá má áætla að einn kílómetri af bundnu slitlagi á landsbyggðinni kosti um hálfan milljarð króna. Menn blikka varla auga yfir slíkum kostnaði við þjóðveginn. Það hlýtur því að vera hógvær krafa lagður sé einn milljarður á ári í að byggja menntaveginn landsbyggðinni. Tvo kílómetra í menntun á landsbyggðinni takk! Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Fjarskipti Grunnskólar Framhaldsskólar Byggðamál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett. Á ráðstefnunni kom fram að vissulega hefur margt áunnist í að auka menntunartækifæri á landsbyggðinni. Má þar nefna aukna fjarkennslu á framhalds- og háskólastigi, öfluga starfsemi þekkingarsetra víða um land og aukin tækifæri til nýsköpunar í stafrænum hönnunarsmiðjum (Fab-labs) sem staðsettar eru á átta stöðum um land allt. Sem dæmi um grósku í framhaldsskólastarfi á landsbyggðinni er nýleg námsbraut í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn þar sem 80 nemendur stunda nú nám og komast færri að en vilja. Það vill hins vegar oft gleymast að menntun kallar á aðra innviði en vegi og ljósleiðara. Vissulega eru samgöngur og fjarskipti mikilvæg fyrir landsbyggðina en hvaða gildi hafa vegirnir ef ungt fólk hrekkst á brott af landsbyggðinni vegna skorts á menntunartækifærum? Það eru líka of mörg dæmi þess að sérfræðingar með háskólamenntun vilja ekki setjast að á landsbyggðinni þar sem þeir treysta því ekki að börn þeirra geti fengið þar nægilega góða menntun. Efling menntunar á landsbyggðinni krefst stuðningskerfis af hálfu sveitarfélaga þar sem skólastjórnendur og kennarar fá viðeigandi þjónustu hvað varðar þróun þekkingar, kennsluhátta, starfsþróunar og uppbyggingu lærdómssamfélaga í skólum. Einnig þurfa nemendur að hafa aðgang að sértækri þjónustu. Stórauka þarf námsframboð í fjarkennslu og bæta gæði hennar. Þarna ber ríkið ábyrgð til að styðja við sveitarfélög við uppbyggingu menntunarþjónustu, fjölga námstækifærum og efla gæði menntunar. Því ber að fagna að í nýrri tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, er að finna tillögur sem eru til þess fallnar að styrkja stoðir menntunar á landsbyggðinni. Eigi þær tillögur að ná tilgangi sínum er nauðsynlegt að þeim fylgi fjármagn eins og ætíð er gert ráð fyrir þegar ráðist er í annars konar innviðauppbyggingu. Til að setja hlutina í samhengi þá má áætla að einn kílómetri af bundnu slitlagi á landsbyggðinni kosti um hálfan milljarð króna. Menn blikka varla auga yfir slíkum kostnaði við þjóðveginn. Það hlýtur því að vera hógvær krafa lagður sé einn milljarður á ári í að byggja menntaveginn landsbyggðinni. Tvo kílómetra í menntun á landsbyggðinni takk! Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun