Það vantar tvo kílómetra á menntaveginn Arnór Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2021 13:00 Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett. Á ráðstefnunni kom fram að vissulega hefur margt áunnist í að auka menntunartækifæri á landsbyggðinni. Má þar nefna aukna fjarkennslu á framhalds- og háskólastigi, öfluga starfsemi þekkingarsetra víða um land og aukin tækifæri til nýsköpunar í stafrænum hönnunarsmiðjum (Fab-labs) sem staðsettar eru á átta stöðum um land allt. Sem dæmi um grósku í framhaldsskólastarfi á landsbyggðinni er nýleg námsbraut í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn þar sem 80 nemendur stunda nú nám og komast færri að en vilja. Það vill hins vegar oft gleymast að menntun kallar á aðra innviði en vegi og ljósleiðara. Vissulega eru samgöngur og fjarskipti mikilvæg fyrir landsbyggðina en hvaða gildi hafa vegirnir ef ungt fólk hrekkst á brott af landsbyggðinni vegna skorts á menntunartækifærum? Það eru líka of mörg dæmi þess að sérfræðingar með háskólamenntun vilja ekki setjast að á landsbyggðinni þar sem þeir treysta því ekki að börn þeirra geti fengið þar nægilega góða menntun. Efling menntunar á landsbyggðinni krefst stuðningskerfis af hálfu sveitarfélaga þar sem skólastjórnendur og kennarar fá viðeigandi þjónustu hvað varðar þróun þekkingar, kennsluhátta, starfsþróunar og uppbyggingu lærdómssamfélaga í skólum. Einnig þurfa nemendur að hafa aðgang að sértækri þjónustu. Stórauka þarf námsframboð í fjarkennslu og bæta gæði hennar. Þarna ber ríkið ábyrgð til að styðja við sveitarfélög við uppbyggingu menntunarþjónustu, fjölga námstækifærum og efla gæði menntunar. Því ber að fagna að í nýrri tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, er að finna tillögur sem eru til þess fallnar að styrkja stoðir menntunar á landsbyggðinni. Eigi þær tillögur að ná tilgangi sínum er nauðsynlegt að þeim fylgi fjármagn eins og ætíð er gert ráð fyrir þegar ráðist er í annars konar innviðauppbyggingu. Til að setja hlutina í samhengi þá má áætla að einn kílómetri af bundnu slitlagi á landsbyggðinni kosti um hálfan milljarð króna. Menn blikka varla auga yfir slíkum kostnaði við þjóðveginn. Það hlýtur því að vera hógvær krafa lagður sé einn milljarður á ári í að byggja menntaveginn landsbyggðinni. Tvo kílómetra í menntun á landsbyggðinni takk! Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Fjarskipti Grunnskólar Framhaldsskólar Byggðamál Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett. Á ráðstefnunni kom fram að vissulega hefur margt áunnist í að auka menntunartækifæri á landsbyggðinni. Má þar nefna aukna fjarkennslu á framhalds- og háskólastigi, öfluga starfsemi þekkingarsetra víða um land og aukin tækifæri til nýsköpunar í stafrænum hönnunarsmiðjum (Fab-labs) sem staðsettar eru á átta stöðum um land allt. Sem dæmi um grósku í framhaldsskólastarfi á landsbyggðinni er nýleg námsbraut í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn þar sem 80 nemendur stunda nú nám og komast færri að en vilja. Það vill hins vegar oft gleymast að menntun kallar á aðra innviði en vegi og ljósleiðara. Vissulega eru samgöngur og fjarskipti mikilvæg fyrir landsbyggðina en hvaða gildi hafa vegirnir ef ungt fólk hrekkst á brott af landsbyggðinni vegna skorts á menntunartækifærum? Það eru líka of mörg dæmi þess að sérfræðingar með háskólamenntun vilja ekki setjast að á landsbyggðinni þar sem þeir treysta því ekki að börn þeirra geti fengið þar nægilega góða menntun. Efling menntunar á landsbyggðinni krefst stuðningskerfis af hálfu sveitarfélaga þar sem skólastjórnendur og kennarar fá viðeigandi þjónustu hvað varðar þróun þekkingar, kennsluhátta, starfsþróunar og uppbyggingu lærdómssamfélaga í skólum. Einnig þurfa nemendur að hafa aðgang að sértækri þjónustu. Stórauka þarf námsframboð í fjarkennslu og bæta gæði hennar. Þarna ber ríkið ábyrgð til að styðja við sveitarfélög við uppbyggingu menntunarþjónustu, fjölga námstækifærum og efla gæði menntunar. Því ber að fagna að í nýrri tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, er að finna tillögur sem eru til þess fallnar að styrkja stoðir menntunar á landsbyggðinni. Eigi þær tillögur að ná tilgangi sínum er nauðsynlegt að þeim fylgi fjármagn eins og ætíð er gert ráð fyrir þegar ráðist er í annars konar innviðauppbyggingu. Til að setja hlutina í samhengi þá má áætla að einn kílómetri af bundnu slitlagi á landsbyggðinni kosti um hálfan milljarð króna. Menn blikka varla auga yfir slíkum kostnaði við þjóðveginn. Það hlýtur því að vera hógvær krafa lagður sé einn milljarður á ári í að byggja menntaveginn landsbyggðinni. Tvo kílómetra í menntun á landsbyggðinni takk! Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun