Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2021 23:09 Joe Biden ávarpar COP26-loftslagsráðstefnuna í Glasgow. Hann hefur boðað að Bandaríkin verði aftur leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eftir að Donald Trump, forveri hans í embætti, ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Vísir/EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. Hvorki Xi Jinping, forseti Kína, né Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að vera viðstaddir ráðstefnuna en ríki þeirra senda þó sendinefndir til Skotlands. Kínverjar eru umsvifamestu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum en Rússar eru í fimmta sæti. „Sú staðreynd að Kína er að reyna að taka sér nýtt hlutverk í heiminum sem leiðtogi, skiljanlega..að mæta ekki á staðinn, látið ekki svona,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hlut ríkja eins og Kína, Rússlands og Sádi-Arabíu í viðræðum til þessa. Sömu sögu væri að segja um Pútín. Hann þegði þunnu hljóði á meðan óbyggðir Rússlands brynnu. Talsmaður Pútín gafa engar sérstakar skýringar á því hvers vegna Pútín yrði ekki viðstaddur fundinn þegar hann tilkynnti það í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að Xi Kínaforseti hafi ekki yfirgefið Kína frá því snemma árs 2020, áður en kórónuveiran fór á flug um allan heim en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Bæði Kína og Rússland hafa sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Það er áratug seinna en mörg vestræn ríki hafa einsett sér að gera og þau vilja að verði sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar. Loftslagsmál Joe Biden COP26 Kína Rússland Tengdar fréttir Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Hvorki Xi Jinping, forseti Kína, né Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að vera viðstaddir ráðstefnuna en ríki þeirra senda þó sendinefndir til Skotlands. Kínverjar eru umsvifamestu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum en Rússar eru í fimmta sæti. „Sú staðreynd að Kína er að reyna að taka sér nýtt hlutverk í heiminum sem leiðtogi, skiljanlega..að mæta ekki á staðinn, látið ekki svona,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hlut ríkja eins og Kína, Rússlands og Sádi-Arabíu í viðræðum til þessa. Sömu sögu væri að segja um Pútín. Hann þegði þunnu hljóði á meðan óbyggðir Rússlands brynnu. Talsmaður Pútín gafa engar sérstakar skýringar á því hvers vegna Pútín yrði ekki viðstaddur fundinn þegar hann tilkynnti það í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að Xi Kínaforseti hafi ekki yfirgefið Kína frá því snemma árs 2020, áður en kórónuveiran fór á flug um allan heim en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Bæði Kína og Rússland hafa sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Það er áratug seinna en mörg vestræn ríki hafa einsett sér að gera og þau vilja að verði sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar.
Loftslagsmál Joe Biden COP26 Kína Rússland Tengdar fréttir Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13