Erlent

Blatter og Platini ákærðir í Sviss

Samúel Karl Ólason skrifar
Sepp Blatter Michel Platini á ársþingi FIFA árið 2015.
Sepp Blatter Michel Platini á ársþingi FIFA árið 2015. AP/Walter Bieri

Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini.

Í janúar 2011 sóttist Platini eftir því að hann fengi greidd laun vegna ráðgjafavinnu sem hann á að hafa unnið fyrir Blatter frá 1998 til 2002. Blatter gaf leyfi fyrir greiðslunni.

Saksóknarar segja greiðsluna hafa verið ólöglega, samkvæmt frétt Sky News. Gerður hafi verið samningur um að Platini myndi fá 300 þúsund franka á ári fyrir ráðgjafastörf á þessum árum og þau laun hafi verið greidd. Þeir hafi báðir skrifað undir samninginn árið 1999.

Báðir eru sakaðir um fjársvik, fjárnám og fals. en Blatter er þar að auki sakaður um fjárnám og að hafa falsað skjal. Þeir neita báðir sök og segjast hafa gert munnlegt samkomulag sín á milli um laun.

Blatter er 85 ára gamall og Platini er 65 ára. Þeir standa nú frammi fyrir réttarhöldum á næstu mánuðum.

Blatter var forseti FIFA frá 1998 til 2015 þegar honum var bolað úr starfi vegna spillingar innan sambandsins. Hann var fundinn sekur um mútur í starfi hjá sambandinu og dæmdur til að hafa engin afskipti af fótbolta í sex ár. Platini var einnig gerður brottrækur frá fótboltanum.

Bann Blatter var svo framlengt til 2028.


Tengdar fréttir

Blatter í nýtt bann

Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, hefur verið dæmdur í nýtt bann frá fótboltanum og er hann nú í banni til ársins 2028.

Blatter fluttur á spítala

Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, var fluttur á spítala í gær. Ástandið er alvarlegt en hann ku ekki vera í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×