Fjöregg þjóðar er framtíð hennar Magnús Þór Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 07:30 Farsæld hverrar þjóðar býr í nútímanum og því samfélagi sem hún býr sér en fjöreggið er alltaf það hvernig grunnur er lagður til vaxtar í framtíðinni. L ykilfólk í því verkefni eru kennarar. Samfélagið hefur á síðustu misserum orðið enn frekar vart við mikilvægi kennarastarfsins enda hafa kennarar verið sannarlega réttnefnd framlínustétt sem ásamt fleirum stóðu vaktina, standa enn, í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Framlínustéttin kennarar varð auðvitað ekkert til í þeim slag. Íslenskir kennarar ólíkra skólagerða hafa alltaf verið lykilfólk í sínum samfélögum, bæði í heildina séð og ekki síður í hverju nærsamfélagi fyrir sig, og lagt hjarta sitt og sál í það verkefni að fræða nemendur sína og byggja þau upp sem einstaklinga. Leikskólinn byggir upp þroska barna í frumbernsku og sinnir afar mikilvægu hlutverki á mikilvægum mótunarárum þeirra, og þegar líður að útskrift þaðan hafa nemendur fengið undirbúning fyrir hefðbundnara nám. Leikskólinn er svo sannarlega fyrsta skólastigið og við þurfum að sýna fram á það í orði en ekki bara borði, viðurkenning í lögum 2008 virðist stundum lúta í lægra haldi fyrir endalausum þjónustukröfum um aukinn vistunartíma barna sem ganga langt fram úr eðlilegum kröfum um skólastarf. Þegar nemandinn kemur upp í grunnskólann er eðlileg krafa að hver einstaklingur fái að njóta sín hin og það sem hver einasti kennari leggur upp með í vinnu sinni. Metnaðarfullur kennari vill öllum sínum nemendum það besta og þegar hann fær þær bjargir sem nýtast til að mæta ólíkum þörfum nemenda þá skilar hann því gæðanámi sem er óskað. Því miður hefur vantað töluvert upp á að þær bjargir hafi fengið hljómgrunn á meðal þeirra sem sjá um að útdeila fjármagni til grunnskólans. Íslenskir framhaldsskólar hafa undanfarin ár tekið á móti stöðugt hærra hlutfalli íslenskra ungmenna og nú heyrir það til undantekninga ef að 16 ára einstaklingur hefur ekki nám í framhaldsskóla að hausti eftir grunnskólalok. Skólarnir hafa brugðist við því með aðdáunarverðum hætti, íslensk framhaldsskólaflóra er orðin ansi fjölbreytt og mikil áhersla lögð á framboð á námi við hæfi hvers og eins. Innan skólanna leggja kennarar og stjórnendur mikið á sig í þá átt að koma til móts við óskir nemenda þó svo sannarlega séu sóknarfæri þegar kemur að aukinni stoðþjónustu innan framhaldskólans. Einnig er hægt að gera betur þegar við horfum til hópastærða. Það þarf sérstaklega að horfa til þess hvernig hægt er að styðja við námsáfanga sem kalla á sérhæfingu sem leiðir til lítilla hópa, þeir hópar eiga undir högg að sækja í mörgum framhaldsskólum. Meðfram þessum skólagerðum þremur starfa tónlistarskólar og tónlistarkennarar, en tónlistarnám verður stöðugt vinsælla. Tónlistin er dásamleg leið til að virkja sköpunarkraft ungmenna og menningarhlutverk sem þarf að hlúa að, og margsannað að samstarf og samþætting skólastarfs í tónlistarskólum og hefðbundna skólakerfinu styður við heildstæðari þroska og menntun nemenda. Fagmennska íslenska tónlistarkennara er svo sannarlega til fyrirmyndar en við þurfum að búa þeim þær aðstæður sem auka veg kennslunnar, hvort sem horft er til húsnæðis fyrir kennsluna eða möguleikana til að sýna afrakstur námsins. Í öllum skólagerðum er lykilfólkið kennararnir. Framlínustarfsmennirnir sem fá það fjöregg í hendur að taka á móti ómálga einstaklingum inn í sína skóla og leiða viðkomandi á næstu áratugum í þá átt sem hver og einn þarf að feta í átt að því að hámarka sína hæfileika og takast að skólagöngu lokinni á við það verkefni að byggja upp líf sitt og þar með framtíðarsamfélag sitt og annarra. Það eru þessir einstaklingar sem eru fjöregg hvers samfélags og þeim er svo sannarlega búinn góður staður í höndum íslenskra kennara. Það kom okkur sem inni í kerfinu störfum því nákvæmlega ekkert á óvart að kennarastéttin stæði keik og heil undir því verkefni að vera skipað til framlínustarfa í Covid faraldrinum nú nýverið. Í framlínunni eru kennarar í essinu sínu, þar starfa þeir alla daga ársins með framtíð samfélagsins í höndunum. Þar höfum við staðið og munum standa áfram, stolt af verkefnum okkar og vinnustöðum. Á næstu árum eru miklir möguleikar fólgnir í því að styrkja enn starfsumhverfi íslenskra skóla og með kennara í lykilhlutverkum í því starfi munu gæði íslensks skólakerfis enn aukast. Við skulum hlúa vel að fjöregginu okkar. Það mun búa landinu okkar enn bjartari framtíð! Höfundur er frambjóðandi til formanns KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagasamtök Magnús Þór Jónsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Farsæld hverrar þjóðar býr í nútímanum og því samfélagi sem hún býr sér en fjöreggið er alltaf það hvernig grunnur er lagður til vaxtar í framtíðinni. L ykilfólk í því verkefni eru kennarar. Samfélagið hefur á síðustu misserum orðið enn frekar vart við mikilvægi kennarastarfsins enda hafa kennarar verið sannarlega réttnefnd framlínustétt sem ásamt fleirum stóðu vaktina, standa enn, í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Framlínustéttin kennarar varð auðvitað ekkert til í þeim slag. Íslenskir kennarar ólíkra skólagerða hafa alltaf verið lykilfólk í sínum samfélögum, bæði í heildina séð og ekki síður í hverju nærsamfélagi fyrir sig, og lagt hjarta sitt og sál í það verkefni að fræða nemendur sína og byggja þau upp sem einstaklinga. Leikskólinn byggir upp þroska barna í frumbernsku og sinnir afar mikilvægu hlutverki á mikilvægum mótunarárum þeirra, og þegar líður að útskrift þaðan hafa nemendur fengið undirbúning fyrir hefðbundnara nám. Leikskólinn er svo sannarlega fyrsta skólastigið og við þurfum að sýna fram á það í orði en ekki bara borði, viðurkenning í lögum 2008 virðist stundum lúta í lægra haldi fyrir endalausum þjónustukröfum um aukinn vistunartíma barna sem ganga langt fram úr eðlilegum kröfum um skólastarf. Þegar nemandinn kemur upp í grunnskólann er eðlileg krafa að hver einstaklingur fái að njóta sín hin og það sem hver einasti kennari leggur upp með í vinnu sinni. Metnaðarfullur kennari vill öllum sínum nemendum það besta og þegar hann fær þær bjargir sem nýtast til að mæta ólíkum þörfum nemenda þá skilar hann því gæðanámi sem er óskað. Því miður hefur vantað töluvert upp á að þær bjargir hafi fengið hljómgrunn á meðal þeirra sem sjá um að útdeila fjármagni til grunnskólans. Íslenskir framhaldsskólar hafa undanfarin ár tekið á móti stöðugt hærra hlutfalli íslenskra ungmenna og nú heyrir það til undantekninga ef að 16 ára einstaklingur hefur ekki nám í framhaldsskóla að hausti eftir grunnskólalok. Skólarnir hafa brugðist við því með aðdáunarverðum hætti, íslensk framhaldsskólaflóra er orðin ansi fjölbreytt og mikil áhersla lögð á framboð á námi við hæfi hvers og eins. Innan skólanna leggja kennarar og stjórnendur mikið á sig í þá átt að koma til móts við óskir nemenda þó svo sannarlega séu sóknarfæri þegar kemur að aukinni stoðþjónustu innan framhaldskólans. Einnig er hægt að gera betur þegar við horfum til hópastærða. Það þarf sérstaklega að horfa til þess hvernig hægt er að styðja við námsáfanga sem kalla á sérhæfingu sem leiðir til lítilla hópa, þeir hópar eiga undir högg að sækja í mörgum framhaldsskólum. Meðfram þessum skólagerðum þremur starfa tónlistarskólar og tónlistarkennarar, en tónlistarnám verður stöðugt vinsælla. Tónlistin er dásamleg leið til að virkja sköpunarkraft ungmenna og menningarhlutverk sem þarf að hlúa að, og margsannað að samstarf og samþætting skólastarfs í tónlistarskólum og hefðbundna skólakerfinu styður við heildstæðari þroska og menntun nemenda. Fagmennska íslenska tónlistarkennara er svo sannarlega til fyrirmyndar en við þurfum að búa þeim þær aðstæður sem auka veg kennslunnar, hvort sem horft er til húsnæðis fyrir kennsluna eða möguleikana til að sýna afrakstur námsins. Í öllum skólagerðum er lykilfólkið kennararnir. Framlínustarfsmennirnir sem fá það fjöregg í hendur að taka á móti ómálga einstaklingum inn í sína skóla og leiða viðkomandi á næstu áratugum í þá átt sem hver og einn þarf að feta í átt að því að hámarka sína hæfileika og takast að skólagöngu lokinni á við það verkefni að byggja upp líf sitt og þar með framtíðarsamfélag sitt og annarra. Það eru þessir einstaklingar sem eru fjöregg hvers samfélags og þeim er svo sannarlega búinn góður staður í höndum íslenskra kennara. Það kom okkur sem inni í kerfinu störfum því nákvæmlega ekkert á óvart að kennarastéttin stæði keik og heil undir því verkefni að vera skipað til framlínustarfa í Covid faraldrinum nú nýverið. Í framlínunni eru kennarar í essinu sínu, þar starfa þeir alla daga ársins með framtíð samfélagsins í höndunum. Þar höfum við staðið og munum standa áfram, stolt af verkefnum okkar og vinnustöðum. Á næstu árum eru miklir möguleikar fólgnir í því að styrkja enn starfsumhverfi íslenskra skóla og með kennara í lykilhlutverkum í því starfi munu gæði íslensks skólakerfis enn aukast. Við skulum hlúa vel að fjöregginu okkar. Það mun búa landinu okkar enn bjartari framtíð! Höfundur er frambjóðandi til formanns KÍ.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun