Heimila samruna Marels og Völku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2021 11:35 Frá verkstæði Völku. Vísir/VIlhelm Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum. Þetta kemur fram á vef eftirlitsins þar sem rannsókn þess á samrunanum hafi verið umfangsmikil, en fyrirtækin starfa bæði bæði við framleiðslu og þjónustu búnaðar sem notaður er til matvælavinnslu. Leitaði eftirlitið sjónarmiða keppinauta og viðskiptavina fyrirtækjanna og bárust á annan tug athugasemda frá löndum í Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu. Samandregið beindust innsendar athugasemdir einkum að því að samrunaaðilar hafa báðir yfir að ráða tækni við vatnsskurð og stýringu vatnsskurðar sem vernduð er með einkaleyfum og skapar samrunaaðilum verulegt samkeppnisforskot, að mati margra umsagnaraðila. Auk þess töldu sumir keppinautar samrunaaðila að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu á sviði tækja og búnaðar til frekari vinnslu á fiski. Áhyggjur af mögulegri einokunarstöðu Marels Í mati Samkeppniseftirlitsins, sem lesa má hér, kemur meðal annars fram að Í samtölunum eftirlitsins við viðskiptavini fyrirtæljanna hafi komið fram að Valka og Marel séu einu tvö fyrirtækin sem framleiði og selji vatnsskurðarvélar tengdar röntgentækni fyrir fisk á heimsvísu. Höfuðstöðvar Marels eru í Garðabæ.Vísir/Hanna Fyrir samrunann væri því ekki mikil samkeppni. Eftir samrunann komi Marel þannig til með að vera í einokunarstöðu á markaðnum sem komi til með að gera viðskiptavinum erfitt fyrir að semja við Marel, að mati viðskiptavina fyrirtækjanna. Samkeppniseftirlitsins er komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til íhlutunar vegna samrunans og kemur það einkum til af tvennu. Í fyrsta lagi vegna þess að samkeppnislegt aðhald sé til staðar af hálfu sterkra alþjóðlegra fyrirtækja í sölu og þjónustu hér á landi og í öðru lagi vegna þess að viðskiptavinir myndu leita til erlendra fyrirtækja ef fyrirtæki hér á landi uppfylltu ekki þarfir þeirra þegar kæmi að vöruframboði, verði eða gæðum. Lesa má ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hér Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. 20. október 2021 20:00 Hafa samið um kaup Marels á Völku Marel hefur skrifað undir samning um kaup á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað. 5. júlí 2021 12:59 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Þetta kemur fram á vef eftirlitsins þar sem rannsókn þess á samrunanum hafi verið umfangsmikil, en fyrirtækin starfa bæði bæði við framleiðslu og þjónustu búnaðar sem notaður er til matvælavinnslu. Leitaði eftirlitið sjónarmiða keppinauta og viðskiptavina fyrirtækjanna og bárust á annan tug athugasemda frá löndum í Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu. Samandregið beindust innsendar athugasemdir einkum að því að samrunaaðilar hafa báðir yfir að ráða tækni við vatnsskurð og stýringu vatnsskurðar sem vernduð er með einkaleyfum og skapar samrunaaðilum verulegt samkeppnisforskot, að mati margra umsagnaraðila. Auk þess töldu sumir keppinautar samrunaaðila að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu á sviði tækja og búnaðar til frekari vinnslu á fiski. Áhyggjur af mögulegri einokunarstöðu Marels Í mati Samkeppniseftirlitsins, sem lesa má hér, kemur meðal annars fram að Í samtölunum eftirlitsins við viðskiptavini fyrirtæljanna hafi komið fram að Valka og Marel séu einu tvö fyrirtækin sem framleiði og selji vatnsskurðarvélar tengdar röntgentækni fyrir fisk á heimsvísu. Höfuðstöðvar Marels eru í Garðabæ.Vísir/Hanna Fyrir samrunann væri því ekki mikil samkeppni. Eftir samrunann komi Marel þannig til með að vera í einokunarstöðu á markaðnum sem komi til með að gera viðskiptavinum erfitt fyrir að semja við Marel, að mati viðskiptavina fyrirtækjanna. Samkeppniseftirlitsins er komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til íhlutunar vegna samrunans og kemur það einkum til af tvennu. Í fyrsta lagi vegna þess að samkeppnislegt aðhald sé til staðar af hálfu sterkra alþjóðlegra fyrirtækja í sölu og þjónustu hér á landi og í öðru lagi vegna þess að viðskiptavinir myndu leita til erlendra fyrirtækja ef fyrirtæki hér á landi uppfylltu ekki þarfir þeirra þegar kæmi að vöruframboði, verði eða gæðum. Lesa má ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hér
Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. 20. október 2021 20:00 Hafa samið um kaup Marels á Völku Marel hefur skrifað undir samning um kaup á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað. 5. júlí 2021 12:59 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. 20. október 2021 20:00
Hafa samið um kaup Marels á Völku Marel hefur skrifað undir samning um kaup á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað. 5. júlí 2021 12:59