Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 16:13 Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi. Vísir/EPA Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. Til viðbótar höfðu þrír fyrrverandi yfirmenn skurðlækninga við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi verið látnir vita, við rannsókn málsins, að þeir væru grunaðir um að hafa hylmt yfir og hjálpað Macchiarini við ofbeldið. Málið gegn þeim var þó látið falla niður að ákvörðun Mikaels Björk, yfirsaskóknara, í apríl í fyrra. Verjandi Macchiarinis segir í samtali við Dagens Medicin að ljóst sé að auðveldast hafi verið fyrir saksóknara að sækja málið ekki gegn yfirmönnunum. „Það er mjög auðvelt að setja ábyrgðina á herðar læknanna eða hjúkrunarfræðinganna sem koma að aðgeðrinni sjálfri og það þykir mér mjög ámælisvert,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Macchiarinis. Sjö af átta sjúklingum dóu í kjölfar ígræðslu Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2010 þegar Macchiarini hóf störf við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það var á sjúkrahúsinu sem hann í fyrsta sinn í sögunni græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene ári síðar. Beyene var við nám í Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar sem síðar vísuðu honum til meðferðar hjá Macchiarini. Á árunum 2011 til 2014 framkvæmdi Macchiarini átta plastbarkaígræðslur: þrjár við Karolinska og hinar fimm í Rússlandi. Sjö sjúklinganna dóu í kjölfarið vegna ýmissa ástæðna og var sá yngsti þriggja ára þegar hann dó. Málið hefur áður verið til rannsóknar hjá lögrelgunni í Svíþjóð en saksóknarar komust þá að þeirri niðurstöðu að fella skyldi málið gegn skurðlækninum niður. Ekki taldist hægt að sanna, þá, með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Gerðu athugasemdir við aðgerðirnar en sagðir ábyrgir Fljótlega eftir að Macchiarini fór af stað með plastbarkaígræðslurnar vöknuðu ýmsar spurningar um aðferðirnar. Margir sérfræðingar töldu að þær væru of áhættusamar og minnst einn sjúklinganna hafi ekki verið í lífshættu þegar aðgerðin var gerð á honum. Árið 2013 stöðvaði Karolinska aðgerðirnar og var starfssamningur Macchiarinis ekki endurnýjaður. Ári síðar kvörtuðu nokkrir læknar við sjúkrahúsið undan Macchiarini og héldu því fram að hann hafi ekki greint frá öllum hættum sem fælust í aðgerðinni. Þá væri grunur um að ígræðslan hafi verið prófuð á dýrum áður en farið var í að græða plastbarkana í mannfólk. Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Þá voru fleiri sagðir ábyrgir, þar á meðal læknarnir sem höfðu kvartað undan Macchiarini en þeir hafa mótmælt því harðlega, meðal annars í þriðju seríu hlaðvarpsins Dr. Death, sem fjallar um plastbarkamálið. Dæmdur fyrir gagnafals og að hafa misnotað aðstöðu sína Macchiarini var árið 2019 dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu og var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Hann var sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn þegar hann framkvæmdi barkaagerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var hann sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þegar hann starfaði í Flórens. Svíþjóð Plastbarkamálið Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Til viðbótar höfðu þrír fyrrverandi yfirmenn skurðlækninga við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi verið látnir vita, við rannsókn málsins, að þeir væru grunaðir um að hafa hylmt yfir og hjálpað Macchiarini við ofbeldið. Málið gegn þeim var þó látið falla niður að ákvörðun Mikaels Björk, yfirsaskóknara, í apríl í fyrra. Verjandi Macchiarinis segir í samtali við Dagens Medicin að ljóst sé að auðveldast hafi verið fyrir saksóknara að sækja málið ekki gegn yfirmönnunum. „Það er mjög auðvelt að setja ábyrgðina á herðar læknanna eða hjúkrunarfræðinganna sem koma að aðgeðrinni sjálfri og það þykir mér mjög ámælisvert,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Macchiarinis. Sjö af átta sjúklingum dóu í kjölfar ígræðslu Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2010 þegar Macchiarini hóf störf við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það var á sjúkrahúsinu sem hann í fyrsta sinn í sögunni græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene ári síðar. Beyene var við nám í Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar sem síðar vísuðu honum til meðferðar hjá Macchiarini. Á árunum 2011 til 2014 framkvæmdi Macchiarini átta plastbarkaígræðslur: þrjár við Karolinska og hinar fimm í Rússlandi. Sjö sjúklinganna dóu í kjölfarið vegna ýmissa ástæðna og var sá yngsti þriggja ára þegar hann dó. Málið hefur áður verið til rannsóknar hjá lögrelgunni í Svíþjóð en saksóknarar komust þá að þeirri niðurstöðu að fella skyldi málið gegn skurðlækninum niður. Ekki taldist hægt að sanna, þá, með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Gerðu athugasemdir við aðgerðirnar en sagðir ábyrgir Fljótlega eftir að Macchiarini fór af stað með plastbarkaígræðslurnar vöknuðu ýmsar spurningar um aðferðirnar. Margir sérfræðingar töldu að þær væru of áhættusamar og minnst einn sjúklinganna hafi ekki verið í lífshættu þegar aðgerðin var gerð á honum. Árið 2013 stöðvaði Karolinska aðgerðirnar og var starfssamningur Macchiarinis ekki endurnýjaður. Ári síðar kvörtuðu nokkrir læknar við sjúkrahúsið undan Macchiarini og héldu því fram að hann hafi ekki greint frá öllum hættum sem fælust í aðgerðinni. Þá væri grunur um að ígræðslan hafi verið prófuð á dýrum áður en farið var í að græða plastbarkana í mannfólk. Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Þá voru fleiri sagðir ábyrgir, þar á meðal læknarnir sem höfðu kvartað undan Macchiarini en þeir hafa mótmælt því harðlega, meðal annars í þriðju seríu hlaðvarpsins Dr. Death, sem fjallar um plastbarkamálið. Dæmdur fyrir gagnafals og að hafa misnotað aðstöðu sína Macchiarini var árið 2019 dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu og var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Hann var sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn þegar hann framkvæmdi barkaagerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var hann sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þegar hann starfaði í Flórens.
Svíþjóð Plastbarkamálið Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira