Carmack-Altwies segir gríðarlegan fjölda skotfæra hafa fundist á tökustað myndarinnar Rust og að rannsaka þyrfti hvers eðlis þau væru. Spurð að því hvort sakamál yrði mögulega höfðað vegna málsins sagði hún ekkert hafa verið útilokað.
Umrætt skotvopn var eitt af þremur sem vopnavörðurinn á tökustaðnum hafði sett á vagn fyrir utan kirkjubyggingu þar sem æfingar stóðu yfir. Aðstoðarleikstjórinn Dave Halls greip vopnið og rétti leikaranum Alec Baldwin og gaf til kynna að það væri öruggt með því að kalla „köld byssa“.
Byssan reyndist hins vegar hlaðin raunverulegum byssukúlum og þegar Baldwin beindi henni í átt að myndavélinni fékk Hutchins skot í magann og leikstjórinn, sem stóð við hlið hennar, skot í öxlina.
Yfirvöld hafa lagt hald á skotvopnin þrjú, notuð og ónotuð skotfæri, byssubelti og fatnað.
Þegar harmleikurinn átti sér stað höfðu önnur slys þegar átt sér stað en tvo skot hlupu meðal annars úr byssu sem áhættuleikari Baldwin var að höndla, þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að byssan væri óhlaðin.